3.1.2010 | 20:06
Vandamálin varðandi undirskriftasafnanir.
Við ófullkomnar aðstæður í vanþróuðum ríkjum er alltaf hætta á kosningasvikum og einnig þar sem ofríki stjórnvalda er mikið.
Í okkar heimshluta eru svik hins vegar fátíð í kosningum.
Vandamálin varðandi undirskriftasafnanir eru erfiðari viðfangs og hafa alltaf verið.
Það er erfiðara að mörgu leyti að ná í undirskriftir með gamla laginu eins og þeir fengu að reyna sem stóðu fyrir söfnun Umhverfisvina gegn áformum um drekkingu Eyjabakka.
Listum var stolið eða þeir eyðilagðir enda gríðarlegur hiti í málinu.
Slíku er ekki til að dreifa í netkosningum en þar koma önnur vandamál upp sem leysa þarf úr svo að þær verði ekki ó marktækar eins og dæmin sanna.
Skoðanakannanir á netinu held ég að séu enn ekki eins marktækar og kannanir á borð við ÞJóðarpúls Gallups, en auðvitað veldur mjög hver á heldur því að um svona netkannanir virðast ekki gilda neinar reglur.
Kannast ekki við fjöldapóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.