Færsluflokkur: Bloggar

Þriggja áratuga sleifarlag.

Eftir fern mannskæð snjóflóð á árunum 1994 til 1995 mátti ljóst vera að um algert gjaldþrot í þessum málum var að ræða. Var þá loksins stofnaður Ofanflóðasjóður til að koma málum í lag. 

Núna, þremur áratugum síðar, hefur þessi sjóður misst af stórum hluta framlaganna, sem honum voru upphaflega ætluð, ofanflóð féllu að nýju á Flateyri, Seyðisfirði og í Neskaupstað, og enn þarf að beita rýmingum til varnar í óviðunandi aðstæðum. 

Og í Grindavík hefur sleifarlegið við úrlausn mála staðið í fimm mánuði, íbúunum til mikils ama.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rýming líklega í gildi fram á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmisleikur, sem allir geta tekið þátt í.

Þegar Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um það í gær að hún væri hætt í pólitík og bættist í metfjölda frambjóðenda til embættis forseta Íslands hafa staðið yfir fjölmennar umræður og spádómar í samkvæmisleiknum um þetta mál þar sem jafn stuðningmenn og andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa skipst á fjölbreytilegum skoðunum. 

Eru þær allar með yfirbragði samkvæmisleiks þar sem gaman verður að sjá, hver fer næst í ágiskununum um lok málsins. 


mbl.is Telur að Bjarni Jónsson verði ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirbæri, sem er þekkt erlendis.

Viðtengd frétt á mbl.is um að Íslendingar nenni ekki lengur að vinna erfið störf er önnur hliðin á peningi í kjaramálum. 

Hin hliðin er afleiðingin, sem er sú, að innflutningur á tugum þúsunda erlends verkafólks. 

Hlálegt er, að þetta knýr áfram óánægju Íslendinga með útlenda vinnuaflið sem heldur við grunni íslensks atvinnulífs. Við virðumst ekki skilja eða vilja skilja, að það er ekki bara hægt eiga og éta hana samtímis. 

Ein af ástæðunum fyrir hinum mikla gróða sem skapast hefur á rekstri útlendinga á fyrirtækjum sínum hér á landi er, að verkafólkið gefur mestu möguleikana á því að hlunnfara hinn erlenda hluta láglaunafólks.

Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri, sem hefur lengi haft framleiðslu helstu stórþjóða Evrópu gangandi. 

Trump fékk fylgi 2016 út á óánægju innanlands með streymi erlends vinnuafls inn í landið og hann fékk líka fylgi frá þeim sem vildu loka fyrir þetta streymi, þótt þeir sjálfir héldu því gangandi með eftirspurn eftir því innanlands. 

Hann boðaði forna frægð og veldi Bandaríkjanna frá fyrri tíð ("make America great again!") meðal annars með því að banna sölu nýrra erlendra bíla, en rak sig þá meðal annars á það, að meiriparturinn af þeim voru framleiddir verksmiðjum Benz, BMW og Toyota í Bandaríkjunum!

 


mbl.is Íslendingar vilja ekki þiggja störfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalrök Bjarna Benediktssonar 1951 fyrir veru hers á Keflavíkurflugvelli.

Síðuhafa er enn í fersku minni frá umræðunni og deilunni um komu varnarliðsins 1951 hve mjög Bjarni Benediktsson heitinn hamraði á því, að hugsanlegur óvinur NATO myndi helst ráðast á garðinn þar sem hann væri lægstur en ekki þar sem hann væri hæstur. 

30. mars 1949 hafði það verið sérbókun Íslendinga varðandi aðild,  að Íslendingar væru herlaus þjóð og að hér yrði aldrei her á friðartímum. 


mbl.is Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afföll hafa verið talsverð í söfnun undirskrifta og kynningu þarf að bæta.

Ef metfjöldi frambjóðenda verður í forsetakosninunum vaxa líkur á því a meðmæli verði úrskurðuð ógild. Reynslan hefur verið sú að þá eykst hættan á því að mmeðmæli verði ógild hjá þeim sem hafa mælt með fleirum en einum frambjóðanda. 

Ætlunin með meðmælum snúa aðeins að því að meðmælandi mælir með því að frambjóðandi fái að bjóða sig fram og telst því ekki yfirlýsing um stuðning við að öðru leyti, enda er gildi kjörseðilsins leynilegt. 


mbl.is Þessi fimm hafa náð lágmarkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oppenheimer, MAD and GAGA. Uppkast að allri frumgerðinni.

Í kvöld, Paskadag, verður Óskarsverðlaunamyndin Oppenheimer, sýnd í íslensku sjónvarpi, sama dag og greint er frá því í fréttum, að þingmaður á Bandaríkjaþingi hafi lagt til að land hans bindi enda á deiluna í Gasa með tveimur bandarískum kjarnorkusprengjum eða jafnoka þeirra. 

Í alvöru? Já. 

Undanfarnar vikur hefur mallað hér á síðunni uppkast að lagi með heitinu MAD and GAGA. Annars vegar á ensku og íslensku, en hins vegar á íslensku. Hér verður nú birtur til bráðabirgða enski textinn, en hinn íslenski síðar. 

Hefst á stuttum lesnum formála, en inn á milli í erindunum spyrja hjáróma raddir: Really? og fá svarið: Yes.

 

MAD and GAGA.

Since 1945 the foremost sientists and leaders of the world have developed a doctrine of mutual deterrent, huge nuclear arsenal of the super powers that can guarantee peace forever. 

Really?

Yes.

 

MAD in English, GAGA in Icelandic,

mad and gaga so sweetly with ease

is mutual assured destruction in full

so we can be calm and rest in peace. 

 

Really?

Yes. 

 

A doctrine of security and peace of mind,

being ready to kill and leave noone behind;

kill every enemy, many times each,

and be sure that everyone is within reach. 

 

Really?

Yes. 

 

MAD, MAD, MUTUAL Assured destruction. 

The ultimate solution, war to end all war?

Deterrent balance of nuclear horror?

The doctrine of assured destruction,

almost divine function. 

 

MAD in English, GAGA in Icelandic;

á MAD og GAGA trúum hér. 

Gagnkvæm altryggð gereyðing allra 

með tortímingu, sem örugg er.  

 

P.S. Hér er ljóðið hálfnað, en síðari hlutinn bíður birtingar til morgunS, sem nú er runninn upp með seinni hlutann. 

 

MAD in English, GAGA in Icelandic, 

utmost deterrent is here to stay

so noone reluctantly

hesitates to go all the way. 

 

So, if and when we have to to it

with the last blast and breath

comes the utmost holy trinity:

serenety, silence, death.  

 

Sacred dreum since 1914:

War to end all war

in mutual assured destruction, 

the war with the  highes score. 

 

Paradoxical all the way;

Murphys law looming aside

every minute night and day 

in its secret place to bite.

 

The final solution: MAD, MAD, MAD, 

Mutual dead sure destruction. 

Holy trinity of last blast and breath:

serenety, silence, death. 

 

Verdict:

MAD must prewail, please, 

so we can all rest in peace. 

 

Really? 

Yes. 

 

 

 

 

 


Getur verið stórmál, en afar vandmeðfarið.

Stórbrotin umfjðllun fjölmmiðla heimsins um eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 reyndist á sínum tíma stórkostleg lyftistöng undir mesta efnahagsuppgang íslenskrar sðgu, jafnvel jafnfætis stríðgróðanum fyrir áttatíu árum.  

Nú er byrjað að dreifa stórbrotnum myndum í fjðlmiðlum heimsins og spurning hvaða áhrif það muni hafa. 2010 og 2011 höfðu eldgosin meiri áhrif á flug um allan heim en áður hefur gerst, en núna virðist ekkert slíkt í gangi. 

En þetta er engu að síður þegar orðið stórmál í fréttaefni heimsins hvað snertir umfjöllun um það, sem er afar vandmeðfarin og það er áríðandi að rétt sé farið með.    


mbl.is BBC deilir stórbrotnu myndbandi af eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengri og bjartari dagar farnir að hafa áhrif.

Í gær ku hafa skinið sól í Reykjavík í meira en tólf klukkustundir og verið jafnvel sett landsmet í sólskini í mars. 

Svona löng sólskinslota hefur drjúg áhrif á dædursveifluna, sem getur farið að gera sig líklega til að nálgast tveggja stafa tölu, ekki síst þegar áhrif Esjunnar á vindinn hjálpaar til.  

Heildarsveiflan á landinu verður jafnvel enn meiri og Siglfirðingar í skíðaham urðu fyrir barðinu á því.   


mbl.is 12 gráða frost og tæplega 7 gráða hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulnefni fyrir Dettifossvirkjun, stærstu þrá virkjanafíklanna.

Lang stærsti draumurinn, skammstafað LSD, varð til hér á landi í lok síðustu aldar, og gerðist það í kjölfar svipaðrar hugmyndar Norðmanna um risavirkjun á norska hálendinu.  

Þeirri virkjun var helst talið það til gildis, að vegna eindæma mikillar fallhæðar skilaði hver lítri vatns hæstu verðmæti á Norðurlöndum. 

Þrátt fyrir það féllu Norðmenn endanlega frá sínu lSD árið 2002 með þeirri yfirlýsingu þáverandi forsætisráðherra landsins, að tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn. 

Þegar niðurstöður íslensku rammaáætlunarinnar fóru að tínast inn tókst að seinka þeim nógu mikið til þess að þau yrðu ekki kynnt fyrr en búið var að kynna hið íslenska LSD. sem sýndi að tveir virkjanakostir væru langverstir og svipaðir, Kárahnjúkavirkjun og virkjun vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.  

Virkjun hennar ætti auðvitað að heita sínu rétta nafni, Dettifossvirkjun, en samkvæmt lenskunni, sem notuð er hér á landi, að nefna ekki fossana, sem virkjaðir eru, eru nöfnin til dæmis Kjalölduveita í efri hluta Þjórsár í staðinn fyrir Þjórsárfossaveita. 

Virkjun Jökulsár á Fjðllum er því nefnd dulnöfnunum Helmingsvirkjun og Arnardalsvirkjun. 

 

P.S.   Samkvæmt upplýsingum á sínum tíma um tilvist heitsins Helmningsvirkjun, felst sú virkjun Jökulsár í þvi að taka nafn lítillar tjarnar í Kreppu sem heitir Helmingur, stækka það lítillega með lítilli stíflu og veita Jöklu í það og leiða austur í Fljótsdal, Hin "litla" stífla yrði að vísu sjö kílómetra löng! Haft var eftir Guðlaugi Þór ráðherra í fréttum í kvðld að áhrifin af dómi Hæstaréttar gætu orðið víðtæk. Enginn þyrfti því að verða hissa þótt úrskurðinum yrði beitt með svenefndri lögjöfnun gegn verndaflokki rammaáætlunar, sem í praksis gæti jafnvel gert friðanir af öllu tagi ógildar. 


mbl.is Hæstiréttur ógilti friðlýsingu á Jökulsá á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en hálfrar aldar hugsjónastarf að baki hjá Herði.

Síðuhafi gerðist guðfaðir Harðar Guðmundssonar þegar hann fór með fyrstu flugvél sína vestur á Ísafjörð og ruddi brautina fyrir flug á Vestfjðrðum. Sú flugvél var TF-AIF, eins hreyfils fjögurra sæta vél af svipaðri gerð og Björn Pálsson hafði rúmum áratug fyrr hafið rekstur á frá Reykjavík til að ryðja braut sjúkraflugi á Íslandi. 

Það er tímanna tákn að skriffinnska með auknum kröfum er nú að herja á þennan öðling og flugrekstur hans. 


mbl.is Ernir hyggst skila inn flugrekstrarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband