Skiljanleg en tvíbent þróun.

Segja má að álitamálið um gagn hlutleysis sé um það bil rúmlega 170 ára gamalt. Er þá miðað við ártalið 1839 þegar löryggi Belgíu þótti tryggt með því að stórveldin skrifuðu undir samning um það að ábyrgjast sjálfstæði landsins og koma því til hjálpar ef á það yrði ráðist.

Þetta dugði í 75 ár, eða þangað til Þjóðverjar heimtuðu af Belgum að þeir leyfði þýsku herliði að fara í gegnum syðsta hluta landsins á leið þess til komandi vígstöðva í Frakklandi.

Þessu neituðu Belgar en Þjóðverjar fór samt inn í landið. Þýskalandskeisari sagði að samningurinn væri löngu úrelltur og gagnslaust pappírssnifsi og skiptar skoðanir voru í Bretlandi hvort landið ætti að fara í stríð út af þessu, enda væru engar skriflegar skuldbindingar til um stuðning Breta við Frakka.

Þó fór svo að Bretar fóru í stríðið og líklega varð það mörgum árum lengra en ella og með mun meira mannfalli en ef þeir og Bandaríkjamenn hefðu lofað Þjóðverjum að sigra í stríði við Frakka og Rússa.

Herförin í gegnum Belgíu var forsenda fyrir því að Þjóðverjar gætu átt sigurvonir í Fyrri heimsstyrjöldinni af því að þegar stórveldi eiga kost á því að framkvæma aðgerðir sem skipta sköpum fyrir stríðsgæfuna, gera þau það.

Í seinni heimsstyrjöldinn töldu Þjóðverjar það algera forsendu fyrir stríðsgæfu að taka Holland og einnig Danmörku og Noreg af því að þeir höfðu pata af því að Bretar höfðu gert áætlun um að hertaka járnnámur Svía í Norður-Svíþjóð og flutningaleiðir járnsins með en ef það hefði gerst, voru Þjóðverjar með tapað stríð í höndunum.

Þeir þurftu hvorki að taka Svíþjóð né Sviss af því að þau lönd höfðu þeir umkringt hvort eð var auk þess sem herir beggja voru sterkir og Sviss erfitt til hernaðar.

Svíþjóð og Finnland voru nokkurs konar stuðpúðar á milli Rússlands og NATO í Kalda stríðinu en sunnar komu Rússar sér upp leppríkjum til þess að forðast að hið sama gerðist og fyrir 1939, þegar Hitler kom sér upp stuðningsríkjum sínum þar við vestur-bæjardyr Sovétríkjanna.

Skiljanlegt er að þessi fyrrum leppríki vilji tryggja öryggi sitt með aðild að NATO í stað þess að vera svipaður hlutlaus stuðpúði og Svíþjóð og Finnland hafa verið norðar í álfunni.

En það getur verið tvíbent og hættan er sú að þá komist aftur á svipað ástand og í Kalda stríðinu af því að Rússar geta ekki gleymt aðdraganda þess að missi 20 milljónr manna í Seinni heimsstyrjöldinni.

Ekki síður getur það verið tvíbent ef Svíar og Finnar kasta hlutleysinu fyrir róða.

Óvíst er gildi spánnýrrar skoðanakönnunar í Svíþjóð sem sýnir vaxandi stuðning við aðild að NATO í ljósi þess að hún er framkvæmd beint ofan í leit að meintum rússneskum kafbáti í sænska skerjagarðinum.   

 

 


mbl.is Vaxandi stuðningur við aðild að NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sífellt fleiri áletranir á veggnum.

Hin síglda forna sagan um skriftina á veggnum eða áletrunina á veggnur sem fyrirboða tíðinda, oftast ótíðinda, hefur verið notuð allt til þessa dags.

Um heilbrigðskerfið gilda margar áletranir, sem ritaðar eru á vegginn, svo sem hinir ógnarlöngu biðlistar eftir aðgerðum, sem oft valda því að fólk kvelst mánuðum og jafnvel árum á meðan það bíður eftir þvi að komast að.  

Biðlistarnir eru skrift eða áletrun á veggnum, sem eru afleiðing að tveimur öðrum áletrunum á veggnum, sem er annars vegar flótti sérfræðinga til útlanda og hins vegar öldun þeirra, sem eftir eru og falla frá einn af öðrum án þess að nýliðun eigi sér stað.


mbl.is Beið í 2 ár en aðgerðin féll niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, eftir allan þennan tíma.

Forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að "þegjandi samkomulag" hefði verið um það að Íslendingar þyrftu ekki að borga fyrir byssurnar 250 sem gerður hefði verið kaupsamningur um. 

Raunar höfðu fyrstu upplýsingarnar um málið bent til þess að byssurnar sem gæslan fengi væru miklu færri.

Nú segir fjölmiðlafulltrúi Norðmanna skýrt og skorinort að reikningur verði sendur til Landhelgisgæslunanr í samræmi við kaupsamning, sem sé í fullu gildi.

Hugsanlegt sé að hægt verði að semja um að dreifa greiðslum með afborgunum, en hins vegar alveg skýrt hvert kaupverðið sé og að það verði allt innheimt.

Það er búið að taka alla síðustu viku og hálfa þessa viku að toga þetta með töngum út úr þeim, sem hefðu átt að geta svarað því á fyrsta degi.

Merkilegt.  


mbl.is Senda reikning fyrir byssunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband