"CAVOK" notað um grábláan sólarlausan himin.

"CAVOK", oft borið fram "kavókey" er hugtak í veðurfræði sem mikið er notað i flugi þegar gefin er skýrsla um skýjafar. C táknar hæð frá jörðu upp í ský, A táknar orðið "and" eða "og" á íslensku, V táknar orðið "visibility" eða lárétt skyggni og síðustu stafirnir OK eru bornir fram "Ókey", eða algerlega fullkomið á íslensku. 

CAVOK þýðir sem sagt að ekki sé ský á lofti og þegar ég var á leiðinni heim frá Sauðárflugvelli og Holuhrauni í dag óskaði ég eftir upplýsingum um veðrið í Reykjavík klukkan ellefu og fékk skilgreininguna CAVOK á skýjafarið.

Á þá lund var reyndar skýjafarið mestalla leiðina en samt var skyggni víða takmarkað og sólin gat hvergi brotist fram að neinu ráði í gegnum eldfjallamóðuna. 

Það sást ekki til himins en samt var heiðskírt, ekkert ský á lofti á stórum svæðum.  

Ég minnist þess ekki á flugferli mínum að hafa lent í svona skilyrðum á svona langri flugleið og set inn mynd af Búrfelli á facebook síðu  mína,, sem tekin var í 8500 feta hæð yfir Hrunamannaafrétti.   


mbl.is Dularfull gosmóða yfir hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er risavaxið. En hvað var þá Skaftáreldahraun?

Vist er Holuhraun orðið stærsta hraun sem runnið hefur hér á landi síðan á 19. öld. Á flugi framhjá því í morgun flaug margt um hugann.

Fyrst okkur finnst þetta hraun risavaxið eins og mér fannst það í morgun, hvaða lýsingarorð ætti þá að nota um Skaftáreldahraun 1783, sem þakti níu sinnum meira land og var með hraunrennsli sem var mörgum tugum sinnum meira?

Strax á fyrstu dögum Skaftárelda fyllti hraunið eitt stærsta gljúfur landsins og steindrap ána, sem var að nálgast sumarrennsli, á augabragði.

Allt þetta hraun rann á rúmum þremur mánuðum.  

Móðan frá gosinu fór í kringum jörðina og drap milljónir manna í þremur heimsálfum, samkvæmt nýlegum rannsóknum. 

Ætla að skella mynd eða myndum úr ferðinni í morgun á facebook síðu mína. Á þeirri fyrst er horft yfir Jökulsá á Fjöllum og hraunjaðarinn við hana, en nýja hraunið og gosstöðvarnar eru í baksýn..  

 

  


mbl.is Hraunið frá Holuhrauni er risavaxið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband