Farinn að hafa áhyggjur af orðsporinu?

Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með efndir eða réttara sagt skort á efndum Baracks Obama á helstu kosningalofurðum sínum. 

Um of mörg þeirra gildir að "Yes, we can!" hefur breyst í annað hvort "no, we can´t!" eða "let me sleep on it".

Nú hefur Obama aðeins tvö ár til að reyna að breyta þessu og í raun aðeins rúmt ár til þess, því að hefðin hefur verið sú að síðasta ár hvers kjörtímabils er Bandaríkjaforseti það, sem kallað er "lame duck", lamaður vegna þess að nýr forseti er senn að taka við.

Ofan á þetta þarf Obama að kljást við meirihluta Republikana á þinginu og getur nagað sig í handarbökin yfir því að nota ekki betur þau sex ár sem hann var þó með meirihluta Demokrata í öldungadeildinni.

Hvað um það, nýjustu fréttir af vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem styrkja málstað Obama, kunna að vega þarna eitthvað á móti og fyrir orðspor forsetans til framtíðar er ekki seinna vænna en að taka á sig rögg, þótt seint sé.   


mbl.is Obama tekur loftslagsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að hafa þetta á hreinu.

Vondandi höfum við Íslendingar lært eitthvað af stórfelldum mistökum, sem gerð hafa verið hér á landi varðandi varðandi mat á loftmengun og annarri mengun frá fyrirtækjum.

Einkum er mikilvægt að hér á landi sé næg þekking til þess að komast að sem réttastri niðurstöðu sem fyrst og gera kröfur til gagna og fullyrðinga sem oft eru hafðar uppi.

Sem dæmi um þetta má nefna að þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar um að varanleg lausn á loftmengunarvandamálum vegna Hellisheiðarvirkjunar, sem fullyrt var fyrir meira en áratug að yrðu auðleysanleg, sést ekki fyrir endann á því viðfangsefni.

En virkjunin hefur verið með mestu loftmengun allra fyrirtækja á Íslandi.   


mbl.is Ný framleiðsluaðferð skiptir sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni af nýjasta lekanum.

Áfram snýst hér æsifréttaskrúfa. 

Alveg brunar fram úr villtum draumum. 

Ævisaga lekamannsins ljúfa

lekur núna út í stríðum straumum. 

 


mbl.is Ævisögu Reynis Traustasonar lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband