Vel hægt að breyta þessu og samræma sjónarmið.

Það væri fullkomlega óþaft slys að byggja svonefndan Valsreit upp eins og samþykkt hefur verið í Umhverfis-og skipulagsráðs. Á mynd á mbl.is er horft á ská úr suðurátt frá svonefndri neyðarbraut vallarins í átt að gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar, sem flogið er yfir þegar flogið er til lendingar á þessari braut.

Ef auðu grænu svæðin, sem eru á bak við byggingarnar á reitnum, væru færðar fram þangað sem byggingarnar eru og byggingarnar færðar í staðin aftar á myndinni, þar sem ætlunin er að hafa grænu svæðin nú, yrði hægt að fljúga áfram til lendingar á brautinni, því að brautarendinn liggur aðeins hærra en reiturinn og hvort eð er þarf að fljúga yfir hindranir við gatnamótin að baki.

Það á ekki að vera hindrun í sjálfu sér að fljúga yfir byggingar að flugvöllum, - það er gert um allan heim eins og víðförulir Íslendingar ættu að vita.

Auk þess eru dagarnir, sem þetta þarf að gera, fáir, en afar mikilvægir fyrir öryggi og notagildi vallarins, einkum vegna þess að mjög oft valda þau hvassviðri, sem gera brautina mikilvæga, samgönguerfiðleikum á landi.

Neyðarbrautin er notuð í mjög hvössum suðvestan vindi, sem kemur í nógu marga daga á veturna til þess að gera hinar tvær brautirnar ónothæfar og þess ber að gæta, að Reykjavíkurflugvöllur er jafnmikilvægur fyrir innanlandsflug og allir aðrir flugvellir landsins til saman af því að hann er endastöð, sama á hvern hinna flugvallanna er flogið.

Þegar vindurinn er svona hvass geta flugvélar flogið allt að 40% hægar að brautinni en ella og auk þess komið mun brattar inn.

Af þeim sökum þarf ekki annað en að hafa auðu svæðin, sem sjást á myndinni, næst brautinni og skipa byggingum aftar og utar til beggja handa.

Ef menn ætla að halda fast við þá byggingarskipan, sem nú hefur verið samþykkt að vísa til borgarráðs, í stað þess að leita málamiðlunar sem getur samræmt og sætt mismunandi sjónarmið, er erfitt að túlka slíkt öðru vísi en skaðlega stífni, því að erfitt er að óreyndu að trúa því að beinlínis sé með þessari stífni verið að eyðileggja fyrir nýtingu vallarins.

 

   


mbl.is Breytt deiliskipulag Hlíðarenda samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagði línurnar hjá Birni Inga.

Þannig vill til að Björn Ingi Hrafnsson spurði Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um afstöðu hans fyrr og nú til embættisins sem hann gegnir í þætti sínum á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag.

Forsetinn var afslappaður í þessu viðtali og kom vel fyrir.

Hann gerði lítið með þau ummæli sín þegar hann bauð sig fram síðast, að hann bæði um skilning þjóðarinnar á þvi ef tæki hugsanlega þá ákvörðun að hann hætti í embætti fyrir lok kjörtímabilsins og gaf nú sterklega í skyn að það hefði aðeins verið varnagli, þannig að ekki yrði komið aftan að þjóðinni ef hann stigi til hliðar og kosið yrði fyrr en 2016. 

Hann gaf engar yfirlýsingar nú af eða á um að hann myndi hætta fyrr en 2016 og vísaði í þá "hefð" sem myndast hefði, að fyrri forsetar hefðu einungis gefið slíkar yfirlýsingar þegar þeir töluðu hvort eð er beint til þjóðarinnar, annað hvort í nýjársávarpi eða við setningu Alþingis. 

Ekki var annað hægt að ráða af orðum forsetans en að hann héldi öllum möguleikum opnum, líka þeim að fara í framboð 2016. 

Vegna þess að forsetinn tilkynnti í nýjársávarpi sínu 2012 að hann vildi láta af embætti en fór engu að síður í framboð eftir að fylgismenn hans stofnuðu til undirskriftarsöfnunar um að hann héldi áfram, er eðlilegt að erlendur fjölmiðill eins og Washington Post álykti sem svo að hann muni vilja halda áfram ef svipað ástand verður 2016 og var 2012. 


mbl.is Ólafur Ragnar neitar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr og harður veruleiki íslenskra tónlistarmanna.

Sjaldan hefur orðið jafn mikil breyting á umhverfi íslenskra tónlistarmanna og síðustu misseri. Hæst ber hrun á plötumarkaðnum í fyrra og hitteðfyrra vegna höfundarréttarþjófnaða í formi niðurhals sem látnir hafa verið viðgangast á netinu. 

Það er liðið að til séu aðilar sem safna saman efni til að bjóða síðan til kaups á netinu til að græða á því og arðræna með því þá sem bjuggu þetta efni, kvikmyndir og tónlist, fyrr ærið fé. 

Eina plötusalan sem ber sig er að viti er annars vegar bundin við örfá nýstirni á borð við Ásgeir Trausta og hins vegar við safnútgáfur á borð við útgáfur á lögum SG hljómplatna, fyrst almennra platna í fyrra og síðan á jölalögum SG fyrir þessi jól.

Helsti markhópur fyrir þessi lög er fólk á efri árum, sem hefur ekki enn komist upp á bragðið með því að stela þessum lögum með niðurhali.

Til þess að þjóna listsköpun sinni hafa tónlistarmenn orðið að snúa sér að hljómleikahaldi og lifandi flutningi eins og sést á fjölbreyttu framboði af tónleikum.

Út af fyrir sig er aukið tónleikahald jákvætt, en á móti kemur að bæði það sjálft og leiga á húsnæði til tónleika er afar dýrt, mikil áhætta oft tekin og síðast en ekki síst sá ókostur, að frábærir tónleikar eru ekki teknir upp og varðveitast því ekki, vegna mikils kostnaðar.

Arðrán af listamönnum nær þó ekki til allra lista. Þannig hefur það vakið athygli mína hve allt umhverfi rithöfunda og samningar þeirra við bókaútgefendur eru miklu sterkari og hagkvæmari en hjá öðrum hópum.

 

Þess vegna heldur bókin enn velli gagnvart réttindaþjófum hvað sem gerast mun gagnvart atlögu ríkisstjórnarinnar að umhverfi bókarinnar.    


mbl.is Hver græðir á tónlistinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband