Óhjákvæmilegur líknardauði er staðreynd hér á landi.

Skilin eru oft óljós á milli beins líknardráps, óbeins líknardráps eða fullrar og óskertrar læknimeðferðar til að viðhalda lífi, sem þó er augljóslega vonlaust að geta staðist til frambúðar.

Ég þekki það mörg dæmi um óbeint líknardráp og aðstæðurnar sem framkölluðu þau, að það er engin spurning um það að þau viðgangast og eru óhjákvæmileg, af því að tæknin við að viðhalda lífi í heiladauðu fólki eða fólki í langvarandi meðvitundarleysi er orðin svo fullkomin.

Eftir að hafa fengið athugasemd varðandi þennan pistil tel ég að breyta ætti orðalagi hugtaksins óbeint líknardráp, sem notað er í tengdri frétt um þetta mál, í óhjákvæmilegan líknardauða, veittan dauðvona manneskju af skynsamlegri mannúð.  

Dæmið sem ég þekki best var þannig, að sjúklingurinn lagðist í mjög erfiðri banalegu, þar sem honum var ekki hugað líf dögum og brátt vikum saman.

Megnið af þessum tíma lá hann í meðvitundarleysi og inn á milli milli svefns og vöku, en fékk meðvitund stund og stund og gat þá stunið upp nokkrum setningum í hvert sinn.

Honum var haldið lifandi á tæknilegan hátt sem byggðist í grunninn á að flytja honum næringu og lyfjagjöf í æð.  

Daglega var ástandi hans þannig að búast mátti við andláti og því var vakað yfir honum dag og nótt vikum saman.

Börn hans höfðu enga reynslu af svona ástandi og hvernig eigi að umgangast deyjandi mann, og engin fræðsla er veitt í skólum um þetta svo ég viti.  

Vitað var, að hægt var að framkalla óbeint líknardráp með því að draga úr meðferðinni eða skrúfa á markvissan hátt fyrir straum næringarefna og lyfja.

Niðurstaða barna hins sjúka var sú, að þau treystu sér ekki til og vildu ekki taka sér það vald, sem flest í því að gangast fyrir líknardrápi, heldur væri betra að biðja lækna og hjúkrunarfræðinga um að nýta sér sína reynslu til að meta, hvenær ljóst væri að það væri ekki væri aðeins tilgangslaust að halda meðferðinni áfram, heldur væri slík framlenging til tjóns og skaða fyrir alla.

Þegar og ef til þess kæmi, myndi andlátið bera að gagnvart börnunum eins og af völdum utanaðkomandi aðstæðna. Þetta var að sumri til og ljóst að það yrði tilviljun háð, hvort öll börnin gætu orðið viðstödd, þótt séð hefði verið til þess að alla banaleguna, dag sem nótt var einn eða fleiri aðstandandi við dánarbeðið.

Tvö barnanna voru viðstödd þegar andlátsstundin kom og hún fól í sér stutta helfró, sem lýsti sér alveg eins og þegar dauðvona manneskja tekur síðustu andvörpin.   

 


mbl.is Er líknardráp réttlætanlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlitið er frekt á athyglina, því miður.

Sem betur fer erum við öll misjafnlega af Guði gerð og útlit okkar er hluti af því.

Það er ekki auðvelt að komast hjá því að láta útlit okkar trufla álit okkar hvert á öðru og það er að mörgu leyti ósanngjarnt, því að persónuleikar okkar, umgengnisvenjur, hegðun gagnvart öðrum og það sem við áorkum til að bæta okkur sjálf og þá sem eru í kringum okkur, skipta öll máli.

Í bernsku fannst mér leiðinlegt að vera eldrauðhærður og freknóttur vegna allra athugasemdanna sem dundu á mér vegna þess. Og ekki bætti úr skák að heita nafni, sem var afar sjaldgæft þá og fá í viðbót alls konar athugasemdir vegna þess.

Dæmi um misjöfn viðhorf gagnvart þessu eftir löndum, er munurinn á bandarísku verslunarfólki og íslensku varðandi aldur viðskiptavinanna.

Í Bandaríkjunum er algengt og þykir sjálfsagt að afgreiðslufólk spyrji viðkskiptavini hvort þeir séu komnir með réttindi ellibelgja.

"Are you senior?" er til dæmis spurt og þykir bæði fela i sér virðingarvott og viðleitni til að aðstoða viðskiptavininn við að nýta sér réttindi sín, jafnvel þótt það kosti seljandann peninga.

Þarna vega uppeldi, kurteisi og velvilji meira en gróðasjónarmið í þessu landi, sem svo margir tengja við eftirsókn eftir gróða.

Hér á landi er þessu þveröfugt farið. Nánast aldrei er spurt að þessu og þegar ég hef spurt afgreiðslufólk að því, hvers vegna það sé ekki gert, er svarið það, að búast megi við því að viðskiptavininum finnist þetta lítillækkandi og móðgandi og bregðist hinn versti við.

"Hvað á þetta að þýða, - lít ég út fyrir að vera svona gamall?"eða eitthvað í þá átt hreyta viðskiptavinirnir út úr sér.  

Það finnst mér undarlegt, því að enginn getur gert að því hve gamall hann er og það er eitthvað bogið við þjóðfélag, þar sem menn telji sig þurfa að fyrirverða sig fyrir aldur og útlit.  


mbl.is Þegar þú hefur lést um 36 kíló viltu ekki fá þessar athugasemdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils hjá Icelandair. "N/A"

Fræg er sagan af þeirri fyrirætlan, sem Egill Skallagrímsson sagði frá, að hann gæti hugsað sér að dreifa silfursjóði sínum yfir fundarmenn á Þingvöllum sér til skemmtunar, því að þá myndi hann upplifa einhvern magnaðasta viðburð síns róstusama lífs.

Var það ætlun hans að þá myndi þingheimur allur berjast.

Það hefði auðvitað kostað getað  mörg mannslíf, örkuml og meiðsli og hefði ávinningurinn af tilvist silfursins þá meira en unnist upp.

Þetta kemur upp í hugann þegar horft er á þá sjálfseyðingarbraut sem Icelandair virðist stefna inn á þessa dagana.

Silfrið í þessu tilfelli er stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands og þar með auknir flutningar Icealandair sem hafa skapað mikinn gróða hjá félaginu, ofurlaun forstjórans og vonir flugstjóra um að fá hlutdeild í gróðanum, svona svipað eins og þegar sjómenn fá hærri laun í formi aflahlutar í vaxandi afla.  

Í gamla daga háði það Loftleiðum í upphafi ferils þess félags, að það notaði gamlar og hægfleygar flugvélar og átti erfitt með að halda áætlun á löngum leiðum yfir Atlantshafið.

Ensk skammstöfun nafnsins var IAL, Icelandic AirLines, en gárungar fundu fljótlega upp að skammstöfunin þýddi I Am Late.

Farþegar fyrirgáfu félaginu þetta vegna þess að fargjöldin voru langtum lægri en hjá nokkru öðru flugfélagi.

Nú er því ekki til að dreifa hjá Icelandair og gerbreytt og aukin fjarskipta- og samskiptatækni veldur því að óánægja viðskiptavina, sem telja sig illa svikna og hlunnfarna, breiðist með ógnarhraða út um netheima.  

I Am Late er í augum margra ekki aðeins í gildi heldur skammstöfunin N/A, "Not availabe" sem myndi verða soðin upp úr nýju nafni félagsins: Northern Airlines.   

 


mbl.is Vaxandi órói og óvissan algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul saga og ný.

Á stríðsárunum 1940-45 voru mestu umsvif og uppgangur, sem þá höfðu komið á Íslandi. Í stríðslok áttu Íslendingar miklar inneignir í Bretlandi og í hönd fóru tvö ár mestu neyslu, sem menn höfðu þekkt.

Bílum, flugvélum, skipum og hvers kyns varningi var mokað inn í landið. Sumt af því, eins og endurnýjun togaraflotans, var þörf fjárfesting, sem borgaði sig í framtíðinni, en um margt mátti segja það, sem Framsóknarmenn, þá einir í stjórnarandstöðu, sögðu að það væri "gums".

Ýmsir tölu þá og síðar að Nýsköpunarstjórnin hefði verið besta ríkisstjórnin í sögu landsins.

Það held ég ekki, því að þessi methraði á að eyða stríðsgróðanum hefndi sín í harkalegu bakslagi mestu skömmtunar, hafta og spillingar þeim tengdum, sem um getur hér á landi.

Stjórnin var hins vegar svo heppin, að hún sprakk vegna utanríkismála áður en til þess kæmi að hún þyrfti að taka afleiðingunum af bruðli sínu með dýrmætan gjaldeyrisforða.

Svipað gerðist á græðgisbóluárunum fyrir Hrunið og innistæðulaus uppgangurinn þá hét "traust efnahagsstjórn" á kosningaskiltum Sjálfstæðiflokksins 2007.

Í raun var um að ræða hrikalegust þensluverksmiðju allra tíma, þar sem uppsprengt gengi krónunnar skóp yfirgengilegan innflutning og lága vexti, sem bjuggu til "snjóhengjuna" miklu sem síðan hefur hangið yfir þjóðinni eins og Daemoklesar-sverð.  

Ýmis teikn eru nú á lofti um að það stefni í svipað ástand, þar sem búnir eru til peningar til eyðslu með tilheyrandi versnandi viðskiptajöfnuði að mestu eða öllu leyti á kostnað skattgreiðenda síðar meir.   

 


mbl.is Viðskiptajöfnuður gæti stórversnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband