Einföld sannindi sem allir ættu að þekkja.

Sykurfíknin er stórlega vanmetin þegar litið er á helstu fíkniefnavandamál nútímans. 

Það var ekki fyrr en svonefndur kolvetniskúr komst í hámæli sem það luktist endanlega upp fyrir mér hve einföld sannindi liggja að baki líkamsþyngd.

Líkamaninn notar sykur og fitu til þess að geyma orku og brenna henni. Því meiri sem brennslan er, því minni hætta á að þyngjast.

Ef kolvetni, ég tala nú ekki um hvítasykur, sem er aðal fíkniefnið, eru étin í miklum mæli, annar sú neysla brennslunni og jafnvel vel það, þannig að afgangurinn verður að fitu.

Ef engin kolvetni eru étin er fitunni brennt til að gefa orku.

Niðurstaðan er einfalt reikningsdæmi:  Engin kolvetni = fitubrennsla. Lítil kolvetni og mikil hreyfing = fitubrennsla.

Lítil kolvetni = Minni þyngdaraukning, jafnvel létting.

Þetta eru að vísu aðeins megin línurnar því dæmið er auðvitað flóknara, en samt það sem þarf að hafa í huga.   


mbl.is Sigraðist á sykurfíkninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisæðibunugangurinn.

Græðgisæðibunugangurinn við að framkvæma stærsta "túrbínutrix" Íslandssögunnar er smám saman að koma betur fram í dagsljósið. 

Allar flóðgáttir opnuðust árið 2002 þegar ætt var af stað í risaframkvæmdum hvar sem því varð við komið.

Þrátt fyrir heitorð um það að Kárahnjúkavirkjun, stærsta framkvæmd Íslandsssögunnar, yrði eina stórframkvæmdin næstu fimm árin, var líka ætt af stað með mestu húsnæðisbólu sögunnar og stórfelldar stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturlandi.

Reist var fáheyrt og rándýrt monthús yfir OR, og byrjaðar framkvæmdir á lóð nýs álvers í Helguvík, þótt alveg væri eftir að finna og  tryggja orku til þess og aðeins búið að semja við tvo aðila af minnst tólf, sem þurfti að semja við vegna þessarar geggjunar.

Orkuna átti auðvitað að selja í samræmi við stefnuna "lægsta orkuverð í heimi" sem var gefin í upphafi stóriðjuæðisins.  

Í því fólst þetta stóra túrbínutrix.

Reist var um það bil fimm sinnum stærri Hellisheiðarvirkjun en glóra var í, ef orkan átti að vera endurnýjanleg og standast kröfur um sjálfbæra þróun, fullyrt að búið væri að leysa öll mengunarvandamál, þótt þau séu enn óleyst, meira en áratug síðar.

Fáránlegast af öllu er að fyrsta embættisverk núverandi ráðherra orkumála á fyrsta starfsdegi sínum var að slá því föstu, að álver í Helguvík skyldi rísa, og að öll ríkisstjórnin skyldi skömmu síðar lýsa því yfir, að hún stefndi einróma að því að reisa álver þarna.   


mbl.is Vill losna undan orkusölusamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband