Nokkrar vísbendingar um það að vera orðinn gamall.

"Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" orti Magnús Eiríksson og á síðustu árum úreldast tæki og tól hraðar en nokkru sinni fyrr.

"Þannig týnist tíminn".

Í hugann koma tíu atriði sem gefa vísbendingu um að þú sért orðinn gamall. 

1. Þú manst eftir því þegar var "flaggað fyrir kónginum" á afmælisdegi hans.

2. Þú manst eftir því þegar amma og afi fengu síma, komin á sextugsaldur.

3. Þú manst eftir því þegar fyrstu umferðarljósin á landinu voru sett upp.

4. Þú manst eftir skiltum á húsum við Laugaveg með ör og áletruninni: "Til næsta loftvarnabyrgis".

5. Þú manst eftir strætisvagnaleiðinni "Njálsgata-Gunnarsbraut". 

6. Þú manst eftir því þegar sumir rugluðust og óku öfugt eftir Lækjargötunni fyrst eftir að hún var breikkuð um helming.

7. Þú manst eftir "matrósarfötunum" sem alla stráka langaði til að eignast.

8. Þú manst eftir fyrstu "Biropennunum" (kúlupennunum) sem voru á boðstólum á Íslandi.

9. Þú manst eftir þvi hvað þú varðst hissa þegar þú sást Corn-flakes pakka í fyrsta sinn.

10.  Þú manst eftir því þegar flugvél var vinningur í happdrætti.   


mbl.is Endurvekja áhuga á kassettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekning á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli ?

Þegar eldgos á Fimmvörðuhálsi dó út vorið 2010 héldu margir að þar með væri endir bundinn á umbrotin þar. 

Annað kom á daginn.

Gosið reyndist aðeins vera forsmekkur á miklu öflugra gos, öskugosið fræga úr Eyjafjallajökli, sem menn áttu raunar fyrirfram miklu frekar von á en hið litla hraungos nokkru austar.

Nú er stóra spurningin hvort svipað sé í gangi á mun stærra svæði í Bárðarbungu og norðaustur af henni að því leyti að hraungosið, sem yrði þá undanfarinn, og öskugosið, sem kæmi upp í bungunni, yrðu miklu stærri og langvinnari samtals en gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli voru.  

Margt er hægt að skoða og velta vöngum yfir varðandi framvinduna þarna, meðal annars þeim mögleika ef gosið í Holuhrauni heldur lengi áfram að nýja hraunið stífli ármót Svartár og Jökulsár við suðvesturhorn Vaðöldu og búi til tvö lón sitt hvorum megin við sig. Sjá mynd og nánari umfjöllun á facebook síðu minni. 


mbl.is Dregur úr skjálftavirkni í ganginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misleading headline?

The headline "Snow covers the ground in Holuhraun" can be misleading, because the new lava is so hot that snow is immediatelly melted and the new lava continues to be black or red, but not white as the surroundings.

But snow fell in this area for the first time when I was there from Friday evening to Saturday morning and I´ll show two areal pictures in Facebook that were shot on Saturday morning that confirm this. 

One picture is taken over the west side of the new lava and shows snow surrounding it and the other picture shows small lavafield that was created in a short eruption three weeks ago south of the craters, that are active now and are producing the far greater lavafield now. 

For the first time the outlines of this new small lavfield can be unmistakebly and clearly seen against the white snow surrounding it.  


mbl.is Snow falling on Holuhraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband