Endurtekning á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli ?

Þegar eldgos á Fimmvörðuhálsi dó út vorið 2010 héldu margir að þar með væri endir bundinn á umbrotin þar. 

Annað kom á daginn.

Gosið reyndist aðeins vera forsmekkur á miklu öflugra gos, öskugosið fræga úr Eyjafjallajökli, sem menn áttu raunar fyrirfram miklu frekar von á en hið litla hraungos nokkru austar.

Nú er stóra spurningin hvort svipað sé í gangi á mun stærra svæði í Bárðarbungu og norðaustur af henni að því leyti að hraungosið, sem yrði þá undanfarinn, og öskugosið, sem kæmi upp í bungunni, yrðu miklu stærri og langvinnari samtals en gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli voru.  

Margt er hægt að skoða og velta vöngum yfir varðandi framvinduna þarna, meðal annars þeim mögleika ef gosið í Holuhrauni heldur lengi áfram að nýja hraunið stífli ármót Svartár og Jökulsár við suðvesturhorn Vaðöldu og búi til tvö lón sitt hvorum megin við sig. Sjá mynd og nánari umfjöllun á facebook síðu minni. 


mbl.is Dregur úr skjálftavirkni í ganginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Set hérna inn aftur athugasemd frá 24/8 við Ómarspistla:

"Verður þetta ekki eins og Fimmvörðuhálsgosið? Fyrst smávægilegt hliðarskot frá megineldstöðinni, varla að skifti máli hvort það kemur upp eða ekki, svo kemur stóra blastið í megineldstöðinni.

Kanski að brakið og brestirnir í Bárðarbunguöskjunni séu af annari orsök en að þar sé kvika að ganga undan, að þar komi sjáft megingosið innan tíðar. Þ.e. ef Eyjafjallajökulsgosmódelið er notað!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 12:09"

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 09:50

2 identicon

Fór að skoða eldri athugasemdir mínar við Ómar og sé ekki betur en að oft ratist kjöftugum satt á munn ;-)

1. Nefni mögulegt öskju sig (að jörðin pompi undan jöklinum".

2. Rökstyð að gjósi innan viku, daginn fyrir gos.

3. Vara við möguleikanum á að þessu gosi geti fylgt eiturgufur eins og í Skaftáreldum.

1.Geta ekki sigkatlarnir einfaldlega stafað af því að jörðin hafi "pompað" undan jöklinum?

T.d. að kviku gangurinn undir hafi fallið saman? Því sé ekkert bræðsluvatn á ferðinni?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 10:27

2.Kvikugangurinn hefur verið þetta 3 vikur að þrengja sér nokkra tugi kílómetra áður en gosið kom upp í Skaftáreldum. Eftir því módeli þá ættu ósköpin að byrja eftir c.a. viku en vonandi fyrr því þá eru eldarnir kanski því minni en Skaftáreldar.

Svona ef maður veltir fyrir sér verstu mögulegu útkomu, sem væntanlega þarf ekki að verða!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 07:51

3.Er þetta Holuhraun ekki sprottið upp af svipaðri orsök og Skaftáreldar rúmum 10 árum áður, bara hinum megin við uppsprettu kvikunnar undir Bárðarbungu?

Er nokkuð sem segir að þetta verði "næs" túristagos? Hvað ef sama óþveraeiturmóðan fylgir og í Skaftáreldum?

Mögulegir valkostir gætu orðið sprengigos í Öskju eins og bent hefur verið á en kanski líka svipuð eiturmóða og í Skaftáreldum. Þarna liggur ýmislegt í lofti og ekki allt fallegt eða túristavænt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 20:10

Svona getur nú hin frjóa hugsun Ómars komið ýmsum ljósastaurum til að grænka ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 10:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.9.2014 kl. 13:15

5 identicon

Þetta er skarplega athugað hjá kollega mínum Bjarna. Ekkert skemmtiefni, því miður.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband