Tíðindi gerast daglega.

Í flugi yfir gosstöðvunum í Holuhrauni í hádeginu í dag mátti sjá að þarna gerast tíðindi daglega.

Nýja gossprungan, sem hefur spúð hrauni síðan í fyrradag spjó engu þegar farið var þarna yfir og kunna það að vera slæm tíðindi útaf fyrir sig, vegna þess að nú léttir hún ekki lengur á þrýstingi kvikunnar neðanfrá.

Kröftuglega gaus í syðstu gígum gömlu sprungunnar þarna norður af og eins og er, er það eina útgönguleið kvikunnar um sinn.

Spurningin er hvort brottfall syðri og nýrri gosssprungunnar muni verða til þess að hraun komi upp fyrir sunnan hana og jafnvel undir Dyngjujökli eða hvort hin stóra eldfjalladrottning Bárðarbunga fari að láta til sín taka sjálf og að það sem frá henni sjálfri komi verði sjóðheit Bárðarbuna.

Sjá mynd eða myndir á ruv.is 


mbl.is Hraunið rennur út í Jökulsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndast þarna gervigígar? Varla

Þegar mikið hraun rennur út í vatn myndast svokallaðir gervigígar. Þekktustu gervigígar á Íslandi eru Skútustaðagígar við Mývatn, Landbrotshólar og Rauðhólar við Elliðavatn.

Jónas Hallgrímsson var fyrstur manna til að átta sig á því Landbrotshólar væru ekki venjulegir hólar heldur gervigígar sem hefðu myndast við það að hið mikla Eldhraun lokaði Skaftá af. Skútustaðagígar mynduðust á svipaðan hátt þegar mikið hraun rann út í Mývatn og Rauðhólar mynduðust þegar mikið hraun rann úr Bláfjöllum og alla leið niður í Elliðavog.

Til þess að gervigígar myndist við Holuhraun þyrfti hraunið helst að geta króað Jökulsá af og hraunstraumurinn þyrftu sennilega að vera meiri en nú.

Því má telja líklegt að jarðfræðingar spái að ekki myndist gervigígar þarna að óbreyttu enda eru þeir kunnáttumennirnir sem einir eru færir um að spá. 


mbl.is Gufubólstrar stíga rólega upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband