Upphaf myndunar gervigíga?

Hér á síðunni var fyrir þremur dögum fjallað um þann möguleika hvort samspil Jökulsár á Fjöllum og hins nýja Holuhrauns gæti orðið til þess að mynda fyrirbæri, sem kallað er gervigígar.

Einna fægastir slíkra gíga á Íslandi eru Landbrotshólar, sem Jónas Hallgrímsson uppgötvaði fyrstur manna að væru gervigígar, Rauðhólarnir við Reykjavík, myndaðir af samspili mikils hrauns sem rann úr Bláfjöllum niður í Elliðaárvog og þurfti að fara í gegnum Elliðavatn, og Skútustaðagígar við Mývatn, myndaðir úr samspili hrauns sem rann frá eldstöðvum við vatnið í gegnum það og alla leið niður undir sjó við Skjálftandaflóa.

Það sýndist ekki ýkja líklegt að slíkir gígar mynduðust við Holuhraun nema gosið væri kröftugt og hraunrennslið nógu mikið til þess að króa ána af að að einhverju eða öllu leyti.

Nú er að heyra á útvarpsfréttum að upphaf slíkrar myndunar sé að hefjast þarna, hvað sem síðar verður.

Ef það gerist, verður það í fyrsta sinn á okkar tímum sem hægt verður fyrir menn að verða vitni að því.

En reikna verður með því að menn hafi orðið vitni að því í Eldgjárgosinu 930 þegar Landbrotshólarnir urðu til, því að þá hafði landnám staðið í minnst 60 ár.  


mbl.is Stöðugur órói í Bárðarbungu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langstærsta flugvél sem hefur lent í Reykjavík.

Boeing C-17 Globemastar þotan sem lenti í gærkvöldi á Reykjavíkurflugvelli er langstærsta flugvél sem þar hefur lent, enda meira en tvöfalt þyngri og stærri en Boeing 757 vélar Icelandair.

Vegna þess að hún er hönnuð til að lenda á stuttum og ófullkomnum brautum leikur hún sér að því að lenda bæði á norður-suður brautinni og austur-vestur brautinni, en verður að vera létthlaðin til að komast í loftið.

Enn stærri herflutningavél, Lockheed Galaxy, gæti líka lent á 1100 metrum fullhlaðin ef svo bæri undir.

Lendingin sýnir gildi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisventils í millilandafluginu, því að enda þótt þoka væri í Keflavík eins og oft er í rakri sunnan átt, sá skjólið af Reykjanesfjallgarði sem oftar til þess að gott veður væri í Reykjavík.

Ég kom akandi frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum til Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt og það var þoka alla leið frá Hornafirði til Hellisheiðar, en bjart í Reykjavík.


mbl.is Herflugvél á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn langt á heimsvísu.

Ragnar Axelsson er Íslendingur sem fyrir allnokkru er kominn langt út fyrir það að vera afburða listamaður og ljósmyndari á íslenskan mælikvarða. 

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frægðarferli RAXa, sem er er í fremstu röð á sínu sviði og orðinn svo þekktur, að hann getur einbeitt sér að því að ná enn lengra í list sinni á alþjóðavettvangi og vekja heimsbyggðina gagnvart þeim afleiðingum, sem útblástur gróurhúsalofttegunda hafa.

Með þeirri baráttu sem felst í verkum hans, einkum þeim sem hafa orðið til á Grænlandi, hefur RAX lyft sér upp fyrir það að vera eingöngu listamaður í fremstu röð á heimsvísu, heldur einnig einnig áhrifamaður. 


mbl.is Sýning RAX slær öll met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband