Alvöru áhættugerningur.

Það er athyglisverð tilviljun að sama daginn og Vestur-Íslendingur framkvæmir það sem kallað er "lífshættulegur áhættugerningur" er verið að leika sér með mun stærri og alvarlegri áhættugerning þar sem er læknadeilan svonefnda. 

Það var ljóst að eldsprengingunni í gervivíkingaskipinu í Reykjavíkurhöfn var stjórnað með fjarstýringu og ekki sett í gang fyrr en í þann mund sem kappinn hafði stokkið yfir eldtungurnar á borðstokkunum og var að lenda í sjónum. 

Læknadeilan er hins vegar alvöru áhættugerningur þar sem teflt er með líf margra og ekki hægt að stjórna því með fjarstýringu hvort eða hvenær mannslífi er fórnað eða stórfellt og óbætanlengt heilsutjón verður. 

Burtséð frá málstað deiluaðila og málsatvikum er þetta mál nú að fara út fyrir verjandi mörk. 


mbl.is „Þetta er mjög alvarlegt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komnar á fimmta hundraðið.

Þegar fyrrverandi útvarpsstjóri taldi sig knúinn til að veita stöðugum árásum á Ríkisútvarpið andsvar tiltók hann að frá 2008 hefðu birst 350 slíkar aðfinnslur í Morgunblaðinu einu. 

Sem dæmi um slíkar árásir má nefna ásakanir um hlutdrægni fréttastofu Sjónvarpsins sem hefði verið landráðum líkust með því að taka viðtal við fulltrúa Norðmanna í samninganefnd um makrílveiðar á Norður-Atlantshafi. Var þó búið að taka margsinnis viðtöl við íslenska samningamenn um makrílveiðarnar. En til voru þeir sem töldu ámælisvert að tala við aðra aðila deilunnar. 

Þessum útvarpsstjóra varð ekki vært en samt heldur flaumurinn áfram og einnig er á stundum hart sótt að fréttastofu Stöðvar 2.  

Þannig má með snöggu innliti í net og fjölmiðla í dag sjá tvo slíka pistla, þar sem fréttastofurnar eru sakaðar um hlutdrægni. Björn Bjarnason átelur fréttastofu Sjónvarpsins fyrir að hafa sagt fréttir af því hvaða afleiðingar verkfall lækna, sem hófst í gær, muni hafa á störf spítalanna, en þar var meðal annars  fólst meðal annars fjöldi þeirra aðgerða sem þyrfti að fresta.

Björn telur þetta ekki hafa fallið undir hugtakið fréttir því að þetta hefðu verið spádómar! Og með þessu hefði fréttastofan verið að knýja á um útkomuna úr deilunni!

Í leiðara Morgunblaðsins fær Stöð 2 ákúrur með því að voga sér að taka við tal við Össur Skarphéðinsson, sem hafi verið með fjarstæðu- og spunakennda fréttaskýringu vegna yfirlýsingar forsætisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar að ESB.

Segir orðrétt í leiðaranum: "Slíkar fréttaskýringar pólitískra spunameistara gera lítið fyrir áhorfendur annað en að draga úr trúverðugleika fréttatímans og fréttamannsins."

Og í lokin er hnykkt á með því að segia: "Að fréttastofan taki þátt í spunanum er annað og verra mál."

Ofangreind dæmi af ótal mörgum sýna, að ljósvakafréttastofurnar vinna sér til óhelgi í augum þessara óstöðvandi síbyljugagnrýnenda með því einu að taka viðtöl við báða aðila eða dirfast að leita upplýsinga um annað en það sem þegar hefur gerst.

Er það íhugunarefni að meðal þeirra sem hamast mest gegn fjölmiðlunum eru fyrrverandi og núverandi ritstjórar, sem maður hélt að hefðu kunnað eitt af boðorðum fréttamennsku:

Hvað? Hverjir? Hvenær? Hvernig? Af hverju? Hvaða sjónarmið? Hvað svo? 

Pistlarnir og ummælin í Morgunblaðinu einu um hina vondu fréttastofu Sjónvarpsins voru orðnir 350 í tíð fyrrverandi útvarpssstjóra. Líklega eru þeir nú komnir vel á fimmta hundraðið, því að ekki linnir þessari síbylju.  

 

    


mbl.is Samningafundi slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það endar með því..."

Það var hent á lofti fyrir rúmri öld þegar kerling ein frétti af því að Þjóðverjar hefðu sagt Frökkum stríð á hendur og varð að orði: "Þetta endar með því að þeir drepa einhvern." 

Og það var hlegið að ummælum kerlingar, en áður en yfir lauk höfðu um 10 milljónir ungra manna verið drepnir í algeru tilgangsleysi. 

Nú má sjá á tveimur sviðum hjá okkur, hjá Landhelgisgæslunni og í ástandi heilbrigðiskerfisins að ef ástandið á þessum sviðum heldur svona áfram óbreytt muni það enda með því að einhver láti lífið. 

Og rétt eins og 1914 er það rammasta alvara en ekki tilefni til að hafa í flimtingum. 


mbl.is Öryggi sjómanna stefnt í tvísýnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband