Samsæriskenningarnar lifna í vorgróandanum.

Forsætisráðherrann gaf í skyni síðastliðið haust að óháð rannsókn sem hann vitnaði í hefði leitt í ljós hinar verstu persónunjósnir og sálgreiningar á íslenskum forystumönnum. 

Í ljós kom að þetta voru orð sem aðstoðarmaður hans hafði birt algerlega órökstudd.

Nú er látið að því liggja að forystumenn knýi áfram vinnudeilur í pólitískum tilgangi.

Sem fyrr eru engin nöfn nefnd en fleiri raddir hafa verið í gangi með að flokkur, sem nær daglega er nefndur sem slíkur vesalingur að fylgið sé aðeins 12,9% er sagður bera alla ábyrgð á kjarabaráttunni.

Næsta skref verður kannski að þessi aumi flokkur hafi keyrt af stað fiskverkakonuna sem fann síg knúna til að syngja inn lag um þá niðurlægingu sem hún og fleira láglaunafólk hefði fengið að þola, þegar einn íspinni á hverja þeirra átti að sætta þær við sömu laun áfram á sama tíma og stjórnendur fyrirtækisins verðlaunuðu sig með því að skaffa sér hundruð þúsunda króna mánaðarlega launahækkun.

Og gefni væru eftir tugmilljarða skattar til sægreifa og stóriðjufyrirtækja, sem borga allt liður í engan tekjuskatt þrátt fyrir flutning á tugum milljarða króna ágóða úr landi árlega.

Nei, fólkið á að sætta sig við þetta auk ótal fleiri atriða í sama dúr, - annars er það aumt handbendi þeirra, sem "nýta aðstöðu sína í pólitískum tilgangi.   

 


mbl.is Nýtt stöðu sína í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nóttlaus voraldar veröld" til 25. júlí.

Hvað sem veðrinu líður er ein staðreynd óumbreytanleg: "Nóttlaus voraldarveröld" eins og skáldið Stephan G. Stephansson orðaði það, verður í Reykjavík fram til 25. júlí, þ. e. það verður björt sumarnótt samkvæmd alþjóðlegri skilgreiningu varðandi það, hvenær sé nótt. 

Þar er miðað við að sólin sé ekki meira en 6 gráður undir sjóndeildarhring, því að enda þótt sólin hafi sest hér fer hún ekki neðar en þetta næstu níu vikur. 

Nóttin er bjartari og tímabil hinna björtu nótta lengra á Akureyri og Ísafirði, næstum heilum mánuði lengra, frá viku af maí til fyrstu viku ágúst.

Það er því út í hött að vera kvarta yfir veðrinu þegar það er svona bjart, nema að menn séu svo heimtufrekir að það eigi að vera stanslaust bjartviðri líka og ekki megi vera ský á lofti.  


mbl.is Sólarlítið og vætusamt um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband