Hvimleiðar framburðarvillur.

Sjaldan hef ég heyrt þvílík ósköp af framburðarvillum og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld leikjum í ensku knattspyrnunni.

Nöfn fjögurra knattspyrnfélaga voru borin rangt fram, alls níu sinnum, Norwich, Swansea, Newcastle og West Bromwich.

Sérstaklega var slæmt að hlusta á það hvernig hnykkt var á því margoft að segja "Norrvidds" og "Svansí". 

Þetta er alls ekki einsdæmi heldur hefur það verið látið viðgangast að svona slappleiki, sem lítið mál er að lagfæra, birtist sífellt. 

Þetta var þeim mun bagalegra fyrir þá sök að fréttamaðurinn stóð sig mjög vel að öllu öðru leyti nema kannski með því að tala um að fara hátt á vellinum ( völlurinn er algerlega láréttur) þegar hingað til hefur verið látið nægja að segja að leikið sé framarlega.  


mbl.is Enski boltinn í beinni - laugardagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ristir "samstaðan" djúpt?

Samstaða lýðræðisþjóða í ýmsum samtökum og í ýmsum málum er að sönnu mikils virði, en þegar um aðgerðir er að ræða, sem þarfnast fórna þarf að skoða, hvernig þær fórnir dreifast á þátttakendur í refsiaðgerðum. 

Það hljóta að vera takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga þegar um fórnir vegna refsiaðgerða er að ræða og augljóst er að byrðunum verður mjög ójafnt dreift á milli aðildarþjóðanna. 

Auk þess getur það ekki gengið til lengdar að einstakar þjóðir taki þátt í slíkum aðgerðum án þess að leggja sjálfstætt mat á réttmæti slíkra aðgerða. 

Þegar refsiaðgerðir ESB, Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands voru ákveðnar, réðu stórþjóðirnar því í hvaða formi þær væru þannig að Rússar töpuðu meira en refsiaðgerðaþjóðirnar. 

Þeir undanskildu allt sem kæmi þeim sjálfum verst, og til dæmis kom ekki til greina að greiða Rússum þyngsta mögulega höggið með því að hætt að kaupa af þeim gas, af því að það hefði komið svo illa við kaupendur gassins. 

Krímskagamálið er sérstætt að ýmsu leyti. Ráðamenn Sovétríkjanna ákváðu einhliða árið 1954 að breyta landamærum innan sovétlýðveldanna með því að færa Krímskagann úr yfirráðum Rússa yfir í Úkraínu.  

Þetta gerðu Rússar enda þótt meira en helmingur íbúanna væri rússneskir og engar athugasemdir voru gerðar við það í alþjóðasamfélaginu svo mig reki minni til. 

1954 var ætlunin sennilega að þjappa þjóðum Sovétríkjanna sem best saman og lög Sovétríkjanna tryggðu í raun hernaðarleg yfirráð Rússa yfir Skaganum.

Frá Rússlandi til yfirráðasvæðis Vesturveldanna var 1200 kílómetra fjarlægð í loftlínu frá Rússlandi og sömuleiðis náði hernaðarbandalag Rússa við Austur-Evrópu þjóðir alla leið að Járntjaldinu í miðju Þýskalandi.   

2014 var staðan gerbreytt. Þrátt fyrir loforð leiðtoga Vesturveldanna um að sækja ekki í austurátt eftir fall Járntjaldsins og afnám Varsjárbandalagsins færðu ESB og NATO út kvíarnar inn í Eystrasaltslöndin, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, og stóðu að uppreisn gegn stjórn Úkraínu og nýjum valdhöfum með vilja til að færa landið beint inn á áhrifasvæði ESB. 

Rússar brugðust við eins og önnur stórveldi hefðu gert í svipuðum sporum og færðu Krímskagann til baka inn í Rússland með hervaldi. 

Svona hegðun stórvelda af ýmsum toga æ ofan í æ er að vísu slæm en því miður algeng burtséð frá stjórnarfari.

Frá vestasta punkti norðurlandamæra Úkraínu við Hvíta-Rússland og Rússlands til austasta punkts eru næstum 3000 kílómetrar.

Að þessu leyti eru þau keimlík landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Dettur einhverjum í hug að Bandaríkjamenn létu sem ekkert væri, ef kjörnum ráðamönnum í Kanada yrði steypt í uppreisn og síðan ætlunin að landið gengi í efnahagsbandalag og jafnvel hernaðarbandalag með Kínverjum og Rússum?

Enda hafa Bandaríkjamenn oft í sögu sinni hlutast gróflega til um í málefnum ríkja í Mið- og Suður-Ameríku.

Rússar eru að vísu í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir vilja að þjóðernisminnihluti Rússa í Austur-Úkraínu fái sjálfstæði en réttlæta um leiðað tugir prósenta íbúa Krímskagans sem eru af úkraínskum uppruna verði að sæta yfirgangi meirihlutans.

Íslendingar hafa áður neitað að taka þátt í refsiaðgerðum sem beitt var gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Afganistan og það væri því ekki nýtt að við metum stöðu okkar á alla lund rækilega í þessu nýja refsiaðgerðarmáli.   


mbl.is Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru þessi ríki sem Medvedev talar um?

Medvedev forsætisráðherra Rússlands segir, að nokkur ríki sem væru í svipuðum tengslum og Íslendingar við ESB og önnur ríki refsiaðgerðannna gegn Rússum, hefðu ekki tekið þátt í þessum refsiaðgerðum. 

Ég hef hvergi séð að reynt hafi verið að finna út og upplýsa um hvaða ríki þetta eru. 

Hélt að það hlyti að vera á könnu utanríkisráðherra svo að hann hafi yfirsýn yfir alla þætti þessa máls. 

Ef ekki, væri gott að einhver fjölmiðill reyndi að kanna það. Í þessu máli hefur alla tíð verið nauðsynlegt að hafa allt uppi á borðinu þótt á það hafi skort. 


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðaleysi í orkumálum.

Eftir kjarnorkuslysið í Fukushima 2011 hefur verið sterk hreyfing í Japan fyrir því að loka kjarnorkuverum landsins. Rökin eru þau að of mikil áhætta sé tekin í landi eldgosa, jarðskjálfta og flóðbylgna að hafa þar mörg kjarnorkuver. 

Í seinni tíð hefur andstaðan einkum beinst gegn því að enduropna lokuð kjarnorkuver eða byggja ný. 

Aðrir benda á orka þessara vera sé of stór þáttu í orkubúskap þjóðarinnar til þess að hægt sé að grípa til svo rótttækra aðgerða að loka verunum.

Auk þess muni það verða skammgóður vermir að pissa í skóinn að auka kaup á jarðefnaeldsneyti, sem fyrirsjáanlega mun ganga til þurrðar á 21. öldinni og aukin notkun þess af Japana hálfu muni einungis auka ábyrgð þeirra á loftslagsvandanum, sem við er að glíma.

Enduropnun kjarnorkuvera í Japan er dæmi um það ráðaleysi sem ríkir hjá ráðamönnum þjóðanna varðandi umhverfismál jarðarinnar. Mikil hætta er á að þetta ráðaleysi eigi eftir að gera hina brýnu ráðstefnu í París í haust árangurslausa eða árangurslitla. 

Þegar friðsamleg nýting kjarnorkunnar kom til sögunnar eftir Seinni heimsstyrjöldina vonuðu margir að þar með væri fundin endanleg lausn á orkuvanda jarðarbúa.

Svo almenn var þessi trú að hér á landi var það talin ein helsta röksemdin fyrir því að virkja sem mest af vatnsafli sem allra fyrst að elli myndum við missa af þeim möguleika, vegna þess að kjarnorkan yrði ódýrari og gerið virkjun vatnsafls úrlelta.

Í ljós hefur komið að mikilvægar staðreyndir um kjarnorkuna komu ekki fram fyrr en mörgum áratugum síðar.

Sú alvarlegasta er að ef nota ætti kjarnorku eina til að leysa orkuvanda heimsins myndu úraníubirgðir jarðar ganga til þurrðar á nokkrum áratugum.

Ofan á þetta bættust illleysanleg vandamál varðandi kjarnorkuúrgang og því meiri hætta á kjarnorkuslysum sem verin yrðu fleiri.  


mbl.is Enduropna kjarnorkuver við eldfjallaeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of áberandi?

Tvær lögreglumenn á vélhjólum fóru hlaupaleiðina á undan fyrstu mönnum í Víðavangshlaupi ÍR í april í vor síðasta spölinn að markinu. 

Hjólreiðamaður fylgdi fast á eftir lögreglumönnunum og tveir hlauparar koma nokkurn veginn samsíða þar á eftir. 

Annar hlauparanna tekur þá upp á því að stytta sér leið yfir gangstéttarhornið og nær með því forskoti sem endist í markið. 

Hinn hlauparinn fylgdi hins vegar undanförunum fyrir hornið og tapaði fyrir hlauparanum, sem stytti sér leið. 

Ekki er rökstutt nánar í frétt um þetta hvort líta mátti formlega á lögreglumennina sem undanfara eins og til dæmis í skíðaíþróttum og ralli, en sé svo, ber keppendum að fara sömu leið.

Áð vísu er erfiðara fyrir hjólreiðamenn og vélhjólamenn að skrölta yfir gangstéttarhorn en það er fyrir hlaupara.  En munurinn á leiðinni sem þrír hjólamenn og einn hlaupari fóru og leið þessa eina, sem stytti sér er leið var áberandi, það áberandi að skortur á nákvæmari merkingum fellur í skuggann.

Fjórir eru í hóp og einn tekur sig út úr, það stingur í augu og blasir við. 

 

Furðulegt er hvað það hefur tekið langan tíma fyrir stjórn Fjálsíþróttasambands Íslands að fella úrskurð um þetta mál.  


mbl.is Arnar sviptur Íslandsmeistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband