" Svona er Ísland í dag."

Að mörgu leyti hafa búið tvær þjóðir í landinu frá landnámi, annars vegar "sauðsvartur almúginn,", fátækt bændafólk og leiguliðar stórbænda, kirkju og konungs á 90% bújarða ásamt vinnuhjúum í vistarbandi, niðursetningum og umrenningum, - en hins vegar íslenska yfirstéttin, hinn íslenski aðall, stórbændur, embættismenn, kaupmenn og útgerðarmenn.

Almúginn var í meirihluta meðal þjóðarinnar, en þjóðfélagsskipanin og valdakerfið komu í veg fyrir að þessi meirihluti gæti nýtt sér meirihlutaaðstöðuna.

Á okkar tímum hafa nútíma tæknivæðing og margföldun framleiðni orðið til þess að hinn lægra setti hluti þjóðarinnar, almúgi okkar tíma, sem býr við fátækt og á jafnvel varla til hnífs og skeiðar um hver mánaðamót og getur hvorki greitt lán né húsaleigu, er orðinn minnihluti þjóðarinnar.

Það er þetta fólk sem er reyrt í skuldafjötra fátæktargildrunnar og rekur sig á það, að hið margrómaða lýðræði virkar hvað eftir annað gegn því vegna þess að hinn betur megandi meirihluti beitir valdi sínu og aðstöðu til að hygla sér og sínum hagsmunum.

Dæmin eru mýmörg um forréttindi meirihlutans, afturkræfar og miklar kjarabætur, skattalækkanir og tugamilljarða skuldalækkanir á sama tíma sem slikt fer að mestu fram hjá minnihlutanum.

Hluti fyrirtækja og heimila getur nýtt sér að eiga aðgang að erlendum gjaldeyri.

En - svona er Ísland í dag" eins og Jón Ársæll orðaði það.

 

 


mbl.is Geta ekki greitt lán né húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært.

Stundum notum við Íslendingar heitið Klakann um Ísland. Hvort tveggja er réttnefni.

Fróðlegt væri ef einhver reiknaði út með því að fá að nota allar tiltækar heimildir, hve mikla peninga hálkuslys kosta hér á landi í kostnaði í heilbrigðiskerfinu, vinnutapi, tjóni á farartækjum, líkamstjóni og jafnvel varanlegum örkumlum og öðru beinu fjártjóni, auk þjáninga og tjóns, sem ekki er hægt að meta til fjár.

Lægi slík könnun fyrir kæmi í ljós að aukafjárveiting til að efla hálkuvarnir, mokstur og klakabrot myndi borga sig.

Raunar gegnir furðu að á öld tækninnar á eina landi heims, sem kennt er við ís og klaka skuli ekki fyrir löngu hafa verið hannað, smíðað og notað af krafti tæki sem vinnur á klakanum.

Ekki er síður mikilvægt það forvarnarstarf að hreinsa snjó strax, þótt það kosti vinnu á yfirvinnutímum, svo að komið sé í veg fyrir klakamyndun með öllu titækum ráðum.


mbl.is Klakabrjótur gegn hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á gamla sögu frá Sovéttímanum.

Margir þjófnaðir er frumlegir, bíræfnir og óvenjulegir, en með miklum ólíkindum er að stela heilum vegi eins og frést hefur að hafi gerst í Rússlandi.

Enn magnaðra er að hinn seki skuli hafa verið yfirmaður fangelsa á svæðinu.

Þetta minnir á beitta gamansögu frá tímum Sovétríkjanna um möguleikann á því að brjótast inn í Kreml daginn fýrir kosningar og stela úrslitunum.


mbl.is Handtekinn fyrir að stela vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturábak um 200 ár?

Fyrir 200 árum sótti dönsk tunga hart að hinni íslensku, einkum hjá embættismönnum og betur megandi Íslendingum.

Danskan þrýsti sér smám saman inn í daglegt mál í höfuðstaðnum, Reykjavík og öðrum verslunarstöðum, svo sem á Akureyri.

Opinber skjöl á dönsku innleiddu yfirgengilega tyrfinn og illlæsilegan ritstíl, svonefndan  Kansellístíl sem flæddi yfir skjöl bæði á dönsku og íslensku.

Sauðsvartur lítt menntaður og fátækur almúginn og íslenska Biblín virtust vera eina fyrirstaðan sem gæti seinkað andláti máls fornbókmenntanna.

En þá komu til skjalanna Balvin Einarsson, Hið íslenska bókmenntafélag og samstillt átak manna á borð við Rasmus Kristján Rask og Fjölnismenn, til að bjarga íslenskri tungu og endurnýja lífsmagn hennar.

Nú heyrast fréttir um hrakspár um framtíð móðurmáls okkar sem eigi jafnvel skammt eftir ólifað.

Og það berst frétt af því að eitt ráðuneytanna keyri klukkuna 200 ár afturábak með því að brjóta lög um íslenskt mál og láta vinna fyrir sig skýrslu á ensku sem opinbert íslenskt gagn, rétt eins og Danir og valdsmenn á Íslandi gerðu á mesta niðurlægingartímabilinu í sögu þjóðarinnar,- nema að nú er enska tekin við stöðu dönskunnar.

Það er erfitt að trúa þessu, því er ekki að neita. 

 


mbl.is Ótækt að skýrsla sé á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband