Á ekki að þurfa að koma á óvart.

Loft er lævi blandið á flokksþingi Framsóknarflokksins og því ætti það ekki að koma á óvart þótt útsending hafi verið rofin eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu sína, áður en Sigurður Ingi Jóhansson forsætisráðherra hóf sína ræðu sína þar, þannig að ekkert af henni var sent út. 

Var þó um að ræða yfirlitsræðu um það hvernig tókst að bjarga stjórnarsamstarfinu í horn eftir sneypuför Sigmundar Davíðs á fund forseta Íslands til Bessataða 5. apríl, en sú för fól í sér að SDG vildi fá vopn í hendur til þess að nota í pólitískri aflraunakeppni við samstarfsflokkinn eftir að farið var á bak við bæði þingflokk hans og þingflokk Sigmundar Davíðs sjálfs. 

Hver sem orsök rofs útsendingarinnar var liggur fyrir að aðeins annar aðilinn gat komið sjónarmiðum sínum á framfæri í útsendingunni, sem að sjálfsögðu varðaði ekki aðeins þá sem styðja flokkinn utan flokksþingsins, heldur þjóðina alla, ekki síst af því að um núverandi forsætisráðherra hennar er að ræða. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir leggur áherslu á það í málflutningi sínum að mikilsvert sé að Framsóknarflokkurinn verði aðili að næstu ríkisstjórn, hvernig sem hún verði skipuð. 

Erfitt er að sjá merki þess að stefnt sé að því með þeim aðförum, sem nú eru í gangi. 


mbl.is Klippt á útsendinguna eftir Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarbraut á Miðnesheiði lengir ferðalag sjúklings um 85 kílómetra.

Neyðarbrautin svonefnda í Reykjavík hefur oft verið notuð þegar um kapphlaup við tímann upp á mínútur hefur verið að ræða. 

Það er augljós afturför þegar ferðalagið með sjúklinginn er lengt um alls 74 til 87 kílómetra, fyrst 37 kílómetra þegar flogið er utan af landi yfir Reykjavík til Keflavíkur, og síðan í akstri þaðan til Reykjavíkur upp á 50 kílómetra eða þyrluflugi upp á 37 kílómetra. 

Betra væri að fresta byggingu nýs íbúðahverfis í Skerjafirði, sem hvort eð er er sex kílómetra frá miðju íbúabyggðar á höfuðborgarsvæðinu, og breyta brautinni þar svo að hægt sé að nota hana, þótt byggt sé á Valshverfinu. 

Hvað kostnað við NA-SV braut á Miðnesheið snertir, má geta þess, að fjárhagslegt tap að meðaltali við það að missa eitt mannslíf á ótímabæran hátt er samkvæmt köldum útreikningi minnst 280 milljónir. 


mbl.is Skoða nýja neyðarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband