Vaxandi vopnaskak af ýmsu tagi.

Vopnaskak í anda Kalda stríðsins virðist fara hægt vaxandi. Nær það yfir mörg svið, allt frá því að segja upp samningum sem áttu að hamla gerð kjarnorkuvopna til flugs herþotna Rússa, sem NATO sendir herþotur gegn. 

Ekki var uppörvandi umfjöllun 60 mínútna um viðbrögð við harðari stefnu Pútíns Rússlandsforseta vegna Úkraínu, en sem kunnugt er sagði hann, að hann hefði íhugað mögulega notkun kjarnorkuvopna ef viðbrögð Vesturveldanna við hernámi Krímskaga teldist vera alvarleg ógnun við öryggi Rússlands. 

Fram kom í þættinum að Rússar væru að þróa smærri kjarnorkuvopn en áður hafa tíðkast til þess að geta notað þau í afmörkuðum tilfellum þar sem ekki væri um stórar borgir að ræða. 

Og einnig kom fram að íhuguð væru viðbrögð vestan megin í svipuðum stíl og greint frá sérstakri heræfinu, þar sem floti B-52 véla var sendur inn á norðurpólsvæðið til þess að geta þaðan sent eldflaugar með kjarnorkusprengjur sem skotið yrði á skotmörk í Rússlandi. 

Þetta er áhyggjuefni, því að með þessu er aukin hætta á gereyðingarstyrjöld, vegna þess að erfitt gæti reynt að hamla gegn stigmögnun kjarnorkustríðs, ef það er á annað borð hafið. 


mbl.is Flugu herþotum í veg fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5% þröskuldur er ólýðræðislegt fyrirbæri.

Ef enginn 5% þröskuldur væri varðandi fylgi framboða til Alþingis, myndu í kringum 1,7% nægja til að koma einum þingmanni inn. 

Hvað eftir annað detta meira en 10% atkvæða samtals "dauð" niður, en það samsvarar því Norðvesturkjördæmi væri svipt meira en helmingi þingmanna sinna. 

Ef menn endilega vilja hafa þröskuld, eru 5% of hátt hlutfall, enda aðeins tvö önnur lönd en Ísland í Evrópu með 5% þröskuld. 

Það væri strax skárra að hafa hlutfallið 3%. 


mbl.is BF kæmi mönnum á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta átti að gera allan tímann.

Það hefur verð lenska hér á landi, að stjórnmálaflokkarnir eru ýmis meðmæltir eða mótmæltir þjóðaratkvæðagreiðslum, allt eftir því hvernig á stendur hjá hverjum þeirra þá stundina. 

Það gæti verið fróðlegt að velta því fyrir sér hverju það hefði breytt 2009 ef hugmyndir þáverandi stjórnarandstöðuflokka hefðu þá verið samþykktar um að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort rétt væri að "skoða í pakkann" eins og sumir hafa kallað það. 

Þá hefði staðan í þessu máli þegar orðið allt önnur en hún hefur verið síðan. 

Eftir kosningarnar 2013 snerist dæmið síðan við og fyrrverandi stjórnarflokkar vildu þjóðaratkvæðagreiðslu en núverandi stjórnarflokkar ekki. 


mbl.is Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband