Vaxandi vopnaskak af ýmsu tagi.

Vopnaskak í anda Kalda stríðsins virðist fara hægt vaxandi. Nær það yfir mörg svið, allt frá því að segja upp samningum sem áttu að hamla gerð kjarnorkuvopna til flugs herþotna Rússa, sem NATO sendir herþotur gegn. 

Ekki var uppörvandi umfjöllun 60 mínútna um viðbrögð við harðari stefnu Pútíns Rússlandsforseta vegna Úkraínu, en sem kunnugt er sagði hann, að hann hefði íhugað mögulega notkun kjarnorkuvopna ef viðbrögð Vesturveldanna við hernámi Krímskaga teldist vera alvarleg ógnun við öryggi Rússlands. 

Fram kom í þættinum að Rússar væru að þróa smærri kjarnorkuvopn en áður hafa tíðkast til þess að geta notað þau í afmörkuðum tilfellum þar sem ekki væri um stórar borgir að ræða. 

Og einnig kom fram að íhuguð væru viðbrögð vestan megin í svipuðum stíl og greint frá sérstakri heræfinu, þar sem floti B-52 véla var sendur inn á norðurpólsvæðið til þess að geta þaðan sent eldflaugar með kjarnorkusprengjur sem skotið yrði á skotmörk í Rússlandi. 

Þetta er áhyggjuefni, því að með þessu er aukin hætta á gereyðingarstyrjöld, vegna þess að erfitt gæti reynt að hamla gegn stigmögnun kjarnorkustríðs, ef það er á annað borð hafið. 


mbl.is Flugu herþotum í veg fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsum okkur, að allar þjóðir veraldar leggðu niður vopn ... og Bandaríkin stæðu uppi sem sigurvegarar.

Yrði þetta betri heimur?

Og á hvaða hátt yrði hann betri? Færri hryðjuverkamenn, minni þjófnaður, færri morð, færri sjúkdómar?

Hefurðu skoðað statistík yfir þessa þætti? er kaninn og Evrópa, einhvers staðar til fyrirmyndar?

Þær eru til fyrirmyndar í dagblöðum og bíomyndum ... en eru þær það í raunveruleikanum?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 08:23

2 identicon

Gerald Celente kallar ekki alt ömmu sina her talar hann um “October surprise” coming for the economy, terror or war. 

https://www.youtube.com/watch?v=LivydJ-q1OE

http://www.whatdoesitmean.com/index2130.htm

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 08:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Daðrið við kjarnorkuvopnin er lymskulegasta og stærsta hættan á okkar tímum. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2016 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband