Verið að reyna að komast hjá þáttöku okkar.

Nú þegar liggja fyrir öll gögn um það hverju breytt samsetning bílaflotans skilar í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. 

Framundan eru framfarir í gerð vistskárri bíla en nú þegar liggja fyrir aðferðir til að hefja þessa minnkun strax. DSCN7958

Sem dæmi má nefna að sjálfur hef ég þegar gert ráðstafanir til að minnka minn persónulega útblástur um 70% og var til dæmis síðast í gærkvöldi að koma úr ferð austur í Grímsborgir í Grímsnesi og til baka á léttu vespuvélhjóli, sem er með aðeins þriðjung af útblæstri ódýrustu bílanna. 

Hef síðustu fjóra mánuði ekið alls tæplega 3000 kílómetra á þessu hjóli í ferðum um allt land. 

Í styttri ferðir innanbæjar í Reykjavík nota ég líka rafreiðhjól, sem er með núll útblástur. kawasaki-j300-640x408-620x395

Þetta er upphafið á hreinum sparnaði og ekki skemmir fyrir að slá á þau gagnrök að það sé hægara að predika yfir öðrum en að fara eftir því sjálfur. 

Þjóðir heims leggja mikið upp úr notkun einkabílsins, því að hversdagslegt snatt á honum er langstærsti þátturinn í menguninni. 

Hvergi í veröldinni er jafn auðvelt að gera þetta en hér á landi.Renault Twizy

En þá bregður svo við að jafnvel er lagt til að leggja öll gjöld af bensín- og olíuknúnum bílum og láta í staðinn nægja að fara út í hægfara tilraunastarfsemi með því að moka ofan í skurði. 

Með þessu er verið að reyna að komast hjá þátttöku okkar í átaki þjóða heims gegn loftslagsvandanum.

Á sama tíma sem við Íslendingar drögu lappirnar í þessum efnum með mest mengandi bílaflotann í okkar heimshluta berjum við okkur á brjóst og segjumst hafa verið í fararbroddi í viðleitninni við að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.

Má skilja af þessu að þetta hefðum við gert af hugsjónaástæðum, en þannig var það nú bara ekki.

Þegar þetta hófst, á stríðsárunum og síðan víða á áttunda og níunda áratugnum var það eingöngu vegna þess að það borgaði sig peningalega og sparaði okkur gjaldeyri.  


mbl.is Vantar vísindin við endurheimt mýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn meiri tilraunastarfsemi á Grundartanga?

Það kom fram í fréttum í fyrra að starfsemi sólarkísilverksmiðju Silicor materials á Grundartanga yrði mengunarlaus, vegna þess að þar yrði notaður alveg nýr búnaður til að afstýra mengun. 

Svo gulltryggt þykir þetta að verksmiðjan þarf ekki einu sinni að fara í mat á umhverfisáhrifum og er nýfallinn dómsúrskurður þess efnis. 

Upplýst hefur verið í Helguvík, að mengunin frá kísilverksmiðjunni í Helguvík hafi verið innan settra marka, og því er mikið ósamræmi á milli upplifunar íbúanna, sem kvarta og á milli þess sem leyft hefur verið. 

Á facebook-síðu íbúanna er kvartað yfir því að íbúar Reykjanesbæjar skuli vera tilraunadýr. 

Í ljósi þessa verður spennandi að sjá hvernig til tekst á Grundartanga, því að sé nokkur starfsemi "tilraunastarfsemi" hlýtur sú aðferð, sem sagt er að nota eigi í fyrsta skipti í heiminum á Grundartanga að vera það. 


mbl.is Áhyggjuefni að ofnunum muni fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband