Tvær sögur í Guðmundarmálinu og þrjár í Geirfinnsmálinu?

Eins og greint er frá í næsta bloggpistli á undan þessum, voru tvær megin sögur, en gerólíkar, af meintu morði á Geirfinni Einarssyni, fluttar af alvöruþunga í fjölmiðlum með nokkurra´mánaðaa millibili. Framsetning síðari sögunnar afgreiddi þá fyrri í raun sem hreinan uppspuna.

Sagan, sem birt var sem sönn, af morði á Guðmundi Einarssyni, þurfti að vísu nokkurrar "snyrtingar" við í meðförum rannsóknarmanna, svo sem eins og að breyta Toyota í Bjöllu ef ég man rétt.

En nú flýgur það fyrir, að splunkunýir framburðir hafi fætt af sér nýja sögu að stórum hluta í Guðmundarmálinu.

Það skyldi þó aldrei vera að von kunni að vera á þriðju sögunni af morðinu á Geirfinni?


mbl.is Lögreglan gerði húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband