Enginn annar fyrirliði lætur svona.

Ronaldo er greinilega ekki í því sálræna jafnvægi sem stórstjarna og fyrirliði eða flaggskip landsliðs þjóðar sinnar þarf að vera. 

Enginn annar fyrirliði lætur svona leik eftir leikl. 

Þegar menn æfa og leggja sig fram við að efla íþróttalega getu sína, eins og líkami og líkamlegt atgerfi Ronaldos ber vitni um, er oft hætta á því að fari að líta á sig sem einhvers konar ofurmenni sem líðist hvað sem er í krafti "yfirburða" sinna. 

Þetta minnir svolítið á George Foreman á fyrri hluta keppnisferils hans, þegar hann var búinn að spóla sig upp í þvílíkan ham að það endaði með algeru sálarlegu skipbroti. 

Hann tók sér tíu ára hlé til andlegra iðkana, fór í nokkurs konar trúarlega meðferð, og sneri í hringinn gerbreyttur maður, sem tókst að verða heimsmeistari í þungavigt 46 ára gamall. Það var miklu meira andlegt kraftaverk en líkamlegt. 

Hugsanlega þarf Ronaldo á slíkri meðferð að halda. 


mbl.is Krefjast afsökunarbeiðni frá Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"This makes Cinderella a sad story!"

Í gegnum tíðina hafa ýmsar fleygar upphrópanir íþróttalýsenda og annarra í lok viðburða fengið flug á heimsvísu.

"We waz robbed!" hrópaði umboðsmaður Max Schmelings eftir að Jack Sharkey var dæmdur sigur yfir Shcmeling á stigum.

"Ég skók heiminn! Ég skók heiminn! Ég hlýt að vera mestur!" ("I shook the world, I shook the world! I must be the greatest!") hrópaði Ali eftir óvæntan sigur hans yfir hinu "ósigrandi" Sonny Liston.

"Í samanburði við þetta er Öskubuska dapurleg saga") ("This makes Cinderella a sad story!" var hrópað þegar Buster Douglas vann óvæntasta sigur hnefaleikanna yfir Mike Tyson 1990. (veðmálin 1:42)

Aftur var þetta hrópað þegar George Foreman rotaði óvænt í gjörtöpuðun bardaga, 46 ára gamall, heimsmeistarann Michael Moorer.  

Fræg urðu langdregin öskur argentínsks lýsanda þegar Maradona skoraði flottustu mörk sín: "Gooooooooooal!"

Howard Cosell var frægasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna á áttunda áratugnum, og einna frægust urðu hróp hans: "Down goes Frazier!, down goes Frazier!, down goes Frazier!" þegar hinn kornungi George Foremann niðurlægðí heimsmeistarann hrikalega með því að slá hann sex sinnum niður á fyrstu fjórum mínútum bardaga þeirra.

Nú hefur Gummi Ben bæst í þennan hóp.

Og "this makes Cinderella a sad story!" hefði líka átt vel við í lok leiks Íslendinga og Austurríkismanna.  


mbl.is Gummi Ben fær engan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Farðu og finndu eitthvað á hann."

Ofangreind orð fengu flug í umræðu hér á landi í kringum síðustu aldamót varðandi fyrirbæri, sem líka fékk heitið smjörklípuaðferð.

Hún felst í því að leiða umræðu og athygli í ákveðnu máli inn á nýjar brautir á afvegaleiðandi hátt.

Óvenju mikið hefur verið um það í aðdraganda þessara forsetakosninga að haldið hafi verið á lofti neikvæðum áróðri í garð sumra frambjóðenda, jafnvel á mörgum vígstöðvum dag eftir dag.

Tengd frétt um ásakanir á hendur einum frambjóðandanum er dæmi um þetta.

"Farðu og finndu eitthvað á hann", smjörklípan, felst í því þegar fræðimaður á í hlut, að fara rækilega í gegnum það sem eftir hannn liggur, og af því að fræðin felast í þessu tilfelli í nefna mismunandi hliðar á sagnfræðilegum viðfangsefnum, er hægt að finna eitthvað, sem búa má til alhæfingu um sem hina einu skoðun fræðimannsins.

Já, eða rithöfundarins ef svo ber við.  

Nú eru innan við tveir sólarhringar í kosningar og þá hyllast þeir, sem þessari aðferð beita, til að beita henni, ef ekki gefst ráðrúm til andsvara.  


mbl.is „Ólafur fór stundum á ystu nöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið sækir á.

Nú eru aðeins tveir sólarhringar til forsetakosninganna og Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sækja á og auka fylgi sitt.

Öll hin gríðarlega herferð Davíðs Oddssonar hefur ekki aukið fylgi hans.

Fyrir nokkrum árum eignuðumst við Íslendingar gullaldar unglingalandslið í knattspyrnu.

Það er nú að springa út á EM. Lykilmenn í unglingalandsliðinu reyndust menn framtíðarinnar.

Það er góð tilhugsun ef svipað er að gerast varðandi embætti forseta Íslands.


mbl.is Guðni enn efstur en fylgið minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband