Löng barátta Reynis. Náttúran njóti vafans?

Ég man eftir því þegar Reynir Bergsveinsson reyndi að andæfa þeirri hákvörðun að gera leið yfir Mjóafjörð um Hrútey.

Á þeim tíma kom til greina að grafa göng undir Eyrarfjall (Hestakleif) með talsvert meiri styttingu.

Það varð ofan á að fara yfir Hrútey og þjóna með því hagsmunum fárra á kostnað hinna fjölmörgu sem fara þessa þjóðleið.

Ekki man ég lengur hvort göngin hefðu orðið dýrari og nú verður engu um breytt.

Hins vegar er ljóst að skilyrði Ríósáttmálans um að náttúran eigi að njóta vafans hefur ekki verið í heiðri höfð með því að útbúa áningarstað og koma á umgangi og ónæði í Hrútey.

Er það svo sem ekki í fyrsta skiptið sem svona er að málum staðið.

Nú er búið að gera áningarstaðinn engu að síður, og þá er bara næsta skref, að sjá, hvaða áhrif hann hefur á hið magnaða fuglalíf í eyjunni.

Ef þau eru umtalsverð og neikvæði er komið tilefni til að segja: Nú er nóg komið og færið þið áningarstaðinn.  


mbl.is Vill fá áningarstaðinn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.

Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem eru 1300 kílómetrar eða meira til alþjóðlegs  flugvallar í öðru landi. Í öllum löndum á meginlandinu er hægt að velja úr tugum alþjóðlegra flugvalla sem varaflugvalla samtals í heimalandinu og næstu löndum.

Stundum er eins og sumum yfirsjáist þessi augljósu sannindum.  

Öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar mótast mjög af þessu, því að ef hinir örfáu alþjóðaflugvellir landsins lokast allir á sama tíma, getur hlotist af því stórslys.

Auk öryggishlutverksins er afar mikið hagræði af því að hægt sé að nýta þann alþjóðaflugvöll, sem næstur er Keflavíkurflugvelli, og má mæla það hagræði jafnvel í milljörðum.


mbl.is Ekki lent í Keflavík vegna þoku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng lýsing vandræða: "Ekki samstaða meðal landeigenda."

Ýmis af helstu náttúruundrum Íslands hefðu betur verið friðlýst fyrir alllöngu. Eftir að fólk flutti burtu eða landeigendur féllu frá, urðu landeigendurnir svonefndu miklu fleiri en áður þegar niðjar hinna látnu tóku við eignaréttinum.

Nú má sjá afleiðingarnar víða um land og má nefna Reykjahlíð í Mývatnssveit, Jökulsárlón og nú síðast Látrabjarg sem dæmi.

Því fleiri sem landeigendurnir eru, því meiri hætta er á að þeir séu ekki sammála um það hvernig vernda eigi náttúruvættin eða nýta þau.

Þeir búa flestir hverjir ekki á staðnum, hafa þess vegna afar misjafnra hagsmuna að gæta og líta misjöfnum augum á silfrið.

Í drögum stjórnarskrárnefndar um stjórnarskrárgreinar um náttúru og auðlindir er búið að bæta inn ákvæði um sérstakan rétt landeigenda á Íslandi, svona rétt eins og að orðin "eignarétturinn er friðhelgur" nægi ekki.

Ekki er vitað til að svo komnu máli að slíkt sérákvæði um landeigendur sé að finna í stjórnarskrám annarra landa og má þetta furðu gegna.

Og þó ekki. Á ýmsum breytingum á nefndum greinum má glögglega sjá hvernig sterk valda- og hagsunaöfl hafa breytt þeim það mikið að umbótahugsun þeirra í þágu náttúru og almannahagsmuna er í raun rústað.


mbl.is Ósamstaða um friðlýsingu Látrabjargs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband