Eins og Rússarnir 2008.

Það var dýrkeypt að setja það met á EM að hafa stillt upp sama byrjunarliði fimm leiki í röð því að eins og bent var á hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, var hættan sú að liðið spryngi að lokum á því að halda uppi þeirri gífurlegu yfirferð og hraða, sem verið hefur aðall þess frá byrjun, án þess að keyra sig að lokum út.

Þau urðu örlög skemmtilegasta liðsins á EN, lið Rússa.

Fram eftir fyrri hálfleik áttum við marga ágæta spretti og marktækifæri, en það vantaði hársbreidd.

Síðustu mínútnar voru martröð, og sem dæmi má nefna að innkast Arons Einars var ekki svipur hjá sjón.

Í hverju móti fær hvert lið ákveðinn fjölda tækifæra. Við getum huggað okkur við það að þau tækifæri, sem fengust, duttu inn sem mörk á réttum augnablikum, síðari mörkin hjá Austurríki og Englandi.

Fyrir þá heppni komumst við svo langt á þessu móti að hvernig sem þessi leikur fer, fór frammistaðan langt fram úr vonum og liðið setti sitt ógleymanlega mark á þetta Evrópumeistaramót.

Frakkarnir eru einfaldlega miklu betri í þessum leik en Englendingar og aðrir mótherjar okkar voru og framhjá því verður ekki komist.

Í pistli í gær var fjallað um hina hárfínu línu á milli þess að hafa nauðsynlegt sjálfstraust eða ofmeta getu sína.

Það var skrifað sem varnaðarorð í tilefni af þeim ummælum fyrirliðans okkar að hann sæi ekki það lið, sem eftir væri á EM, sem gæti sigrað okkur.

Í fyrri hálfleik í kvöld höfum við séð lið, sem er líklegt til þess.

P.S. Og nú var Kolbeinn Sigþórsson að skora mark eftir frábæra sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er eftir allt eins og Jón bróðir sagði stundum hér í gamla daga, þegar illa horfði í keppni: Rallið er ekki búið fyrr en það er búið.

Og íslensku stuðningsmennirnir á pöllunum eru sigurvegarar á sínu sviði, hvernig sem allt gengur.


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir stórir viðburðir keppa um fólkið.

Margir fjölmennir viðburðir keppa nú um það fólk, sem er á faraldsfæti um fyrstu helgina í júlí.

Á Akureyri hefur staðið yfir afar fjölmennt knattspyrnumót í efri hluta yngri flokkanna og knattspyrnu og fjöldi foreldra því á ferð þar með börnum sínum.

Þar á undan voru Bíladagar þar í bænum.  

Landsmmót hestamanna sogar til sín fjölda fólks mörgum dögum lengur en sem nemur mótsdögunum sjálfum.

EM hefur mikið að segja um það hvernig fólk skipuleggur þessa helgi, og eindæma velgengni Íslendina á mótinu hefur stóraukið áhugann og áhrifin.


mbl.is EM hefur áhrif á útileguáhugann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt ef þeir gleyma okkur.

Eitt af þeim atriðum, sem oft vegur þungt þegar annar aðili viðureignar er fyrirfram talinn lakari en hinn og er þar að auki lítt þekktur, er það, að þá þekkja hugsanlegir andstæðingar hans hann oft ekki nógu vel.

Hins vegar eru þeir bestu oft afar vel þekktir og því auðveldara en ella að finna´út veikleika þeirra og styrkleika og nýta sér þá þekkingu og æfingu í því að fást við þá.

Í leiknum við Englendinga þekktu ekki aðeins þjálfararnir enska liðið og leikmennina út í hörgul, heldur einnig íslensku landsliðsmennirnir, sem hafa horft á ensku knattspyrnuna frá blautu barnsbeini.

Dæmi um svona fyrirbæri eru mýmörg í sögunni.

Á blómatíma Jack Dempsey sem ósigrandi heimsmeistara í hnefaleikum, voru kvikmyndir komnar til sögunnar, en voru aðeins teknar af þeim allra bestu.

Ungur hnefaleikari, Gene Tunney, ákvað að sökkva sér niður í rannsóknir á Dempsey árum saman í því augnamiði að fá tækifæri til að berjast við hann og sigra hann.

Dempsey vissi hins vegar lítið um Tunney, og þegar á hólminn kom, vann Tunney hann á næsta öruggan hátt, ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar í einstæðum bardögum, þar sem um hátt í hundrað þúsund manns voru viðstaddir á útileikvangi og í fyrsta skipti í sögunni var innheimtur meira en milljón dollara samanlagður aðgangseyrir, sem myndi samsvara um tíu milljörðum íslenskra króna nú.

Það er því hið besta mál ef landsliðsþjálfarar stórþjóðanna gleyma því að taka islenska landsliðið með í reikninginn í undirbúningi sínum.


mbl.is Löw gleymdi Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband