Firringin minnkar ekki.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér dæmalausa atburði þrjá daga í april síðastliðnum í allt öðru ljósi en flestir aðrir, og er varla hægt að nota annað orð en firringu í því sambandi.  

Það sem gerðist þessa apríldaga var að hann var spurður einfaldrar spurningar í sjónvarpsviðtali um Wintris og ákvað að ljúga. 

Í kjölfarið fór hann í dæmalausa sneypuför til Bessastaða á fund forseta Íslands án samráðs við eigin þingflokk og þingflokk samstarfsflokksins. 

Fjölmennustu mótmæli aldarinnar spruttu af þessum atburðum og Sigmundur Davíð, rúinn trausti, fór úr embætti og til að lægja öldurnar var ákveðið að gera Sigurð Inga Jóhannsson að forsætisráðherra og flýta kosningum um hálft ár. 

Nú neitar Sigmundur Davíð því að Wintrismálið og þessi atburðarás hafi orðið til þess að kosningum var flýtt og lýsir því að hann var spurður um Wintris sem ótrúlegri árás á sig, tilefnislausri og grófri. 

Þegar hann ber mál sitt saman við mál David Cameron skautar hann alveg framhjá því að Cameron laug ekki blákalt í sjónvarpsviðtali og greip þaðan af síður til gjörða, sem rúðu hann trausti þingflokks síns. 

F


mbl.is Getur ekki beðist afsökunar á árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörklefinn er rétti staðurinn.

Eftir því sem menn læra betur á siðlausar leiðir til að smala fólki í prófkjör hjá stjórnmálaflokkum, koma gallar þeirra æ betur í ljós. 

Eina leiðin, sem kemur í veg fyrir að þessum aðferðum sé beitt er að færa val kjósenda inn í kjörklefana sjálfa eins og prófað hefur verið með ágætum árangri í nokkrum nágrannalöndum. 

Best væri ef kjósendur gætu skipt atkvæðum sínum ef þeim sýndist svo. 

Vilji kjósandans í kjörklefanum á að vera grundvallaratriði lýðræðisins.

Opnað er á þetta í tillögum stjórnlagaráðs, en einmitt þetta virðist vera það sem skelfir valdaöflin.    


mbl.is Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfa þarf á málið í víðu samhengi.

Tollavernd og ríkisstyrkir til landbúnaðar á Vesturlöndum er eitthvert mesta óréttlætið í efnahagsmálum jarðarbúa. 

Þetta fyrirbæri er til skammar fyrir þjóðir sem stunda fagurgala gagnvart því að láta framleiða vörur sem frjálsast þar sem það er hagkvæmar. 

Vegna þessara múra eru þjóðir sunnar á hnettinum hlunnfarnar um svo mikla fjármuni, að öll samanlögð þróunaraðstoð iðnaðarþjóðanna er aðeins brot af því. 

Hins vegar getum við Íslendingar í smæð okkar engu um þetta ráðið, og vegna þess að landbúnaður er alls staðar ríkisstyrktur í Evrópu og Norður-Ameríku, getum við ekki ætlast til þess að íslenskum landbúnaði sé ætlað að keppa styrkjalaust við landbúnað nágrannaþjóðanna. 

Í Noregi er skylt að hafa heilsárs búsetu og lágmarks landbúnað á ákveðnum svæðum, sem gegna miklu hlutverki fyrir ímynd lands og þjóðmenningar gagnvart þjóðinni sjálfri og ekki síður erlendu ferðafólki í formi verðmæts fyrirbæris sem nefnt er menningarlandslag. 

Undirskriftarsöfnun til að skora á forseta Íslands að beita málskotsrétti í þessu máli fékk ekki flug og ekki efni til annars en hann undirritaði búvörulögin. 

Að þessu sögðu er sú hlið landbúnaðarins sem snýr að beit þeirra afrétta landsins sem eru ekki beitarhæfir búin að vera langvarandi þjóðarskömm og skömm Alþingis mikil að hafa ekkert aðhafst í því máli þótt búið sé að kjósa til Alþingis sjö sinnum eftir að þjóðargjöfin svonefnda til landgræðslu var samþykkt á hátíðarfundi á Þingvöllum á 1100 ára afmæli landnámsins 1974.

Enn hefur Landgræðslan engin sambærileg úrræði við ofbeit og úrræði við brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Að þessu leyti og einnig varðandi einokun í stöðnuðu landbúnaðarkerfi eru umbætur brýnar og aðkallandi.   

Þjóðargjöfin brann upp í verðbólgu á áratug


mbl.is Forsetinn hefur staðfest búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband