Engir kuldar að bresta á.

Það væri frekja að ætlast til þess að hægviðrið, sem ríkt hefur í mestallt sumar, genti enst fram í september. 

Svokallaðar haustlægðir hljót að fara að koma, og Veðurstofan spáir því. En er rýnt er í meðaltölin sést, að þegar þriðjungur er liðinn af september er meðalhitinn í Reykjavík fallinn niður í rúmlega átta stig. 

En ekki er að sjá á vikuspánnni að það muni gerast, heldur muni hitinn komast í og yfir tíu stig fyrstu tíu dagana í mánuðinum.  

En eftir því sem sólin lækkar á lofti þarf meira afl, það er að segja vind, til að skila hlýjum loftmössum til Íslands, og það munu komandi haustlægðir gera.


mbl.is Umskipti í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð hjólreiðarmannsins.

Þegar skipt er úr því að nota bíl yfir í að nota rafreiðhjól eða létt vélhjól í nær öllum ferðum innanbæjar öðlast maður nýja sýn á umferðina. 

Ástæðan er sú, að þegar setið er í bíl, varinn af belti og loftpúðum ef eitthvað ber útaf, myndast ákveðin firring í undirmeðvitundinni gagnvart því sem er utan bílsins. 

Á hjóli gerbreytist þetta, því að maður á hjóli er gersamlega berskjaldaður gagnvart öðrum farartækjum. 

Hjólreiðamaður verður að temja sér þá hugsun, að fyrir bílstjórum og öðrum í umferðinni sé hann ósýnilegur, enginn taki eftir honum eða gefi honum forgang þegar hann á að hafa forgang samkvæmt umferðarlögum. 

Martröð manns á vélhjóli er skortur á stefnuljósnotkun, sem þýðir til dæmis það að sé maður samsíða bíl sem er á akrein við hliðina, til dæmis aðeins aftar, verði maður að vera viðbúinn því að bílstjórinn svipti þeim bíl fyrirvaralaust inn á akreinina, sem maður er á, án þess að gefa stefnuljós eða nokkurt annað merki um þessa skyndilegu geðþóttaákvörðun. 

Um daginn var ég á eftir bíl á Kringlumýrarbraut og var umferðin aðeins hægari á akreininni við hliðina. 

Skyndilega, án minnsta fyrirvara, snarhægði bíllinn svo mjög á sér fyrir framan mig, að minnstu munaði að ég æki aftan á hann. Ökumaður bílsins svipti honum til hægri til þess að geta smellt bílnum inn í autt, en stutt bil á milli bíla á hinni akreininni, sem hann hafði séð að opnaðist.  

Ekkert stefnuljós gefið frekar en svo oft í íslenskri umferð.

En hjólreiða- og vélhjólamenn verða líka að sýna ábyrgð, tillitssemi og varúð og líta í eiginn barm.  

Á hjólreiðastígum er eitt áhyggjuefnið að fá á móti sér hjólreiðamann á "racer"hjóli í beygju, jafnvel blindbeygju, sem beygir sig fram og niður á stýrið til þess að geta farið sem allra hraðast og horfir takmarkað eða ekki fram fyrir sig. 

Þegar ekið er í umferð í erlendum borgum sést vel að þar ríkir gróin hjóla- og umferðarmenning. 

Þar er víða sérstakt autt rými fyrir framan bíla, sem bíða á ljósum, ætlað fyrir vélhjólamenn. 

Umferðin í mörgum borgum myndi teppast, ef umferðarmenningin væri ekki góð og jafn almenn notkun vélhjóla og þar er, því að eitt vélhjól tekur fimm sinnum minna rými en bíll. 


mbl.is Ökumaðurinn nánast áfengisdauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband