Hvernig?

Stórhrikaleg kosningaloforð eru sérgrein formanns Miðflokksins. Nú birtast slík fyrir þessar kosningar. 

Eitt þerira er slík kerfisbreyting á fjármálakerfinu, að vextir stórlækki og íslenskir kjósendur fái banka gefins. 

Nú er það svo að Landsbankinn er í raun ríkisbanki, en ætlunin í áætlun Miðflokksins er að Arionbanki verði líka ríkisbanki. 

En ef það er lausnin, hvernig stendur þá á því að ríkiseign á Landsbankanum hefur ekki skilað lægri vöxtum?

Í þeim upplýsingum sem hafa verið birtar á mismun verðtryggðra lána og annarra lána, hefur komið fram að í hluta tilfella borgi sig við vissar aðstæður að taka verðtryggð lán. 

Það verður að útskýra nánar hvers vegna banna á fólki að velja sér, eftir hlutlausa og góða upplýsingagjöf, að taka slík lán. 

En ekki þarf síður að útskýra af hverju þetta bann á verðtryggð lán muni stórlækka vexti. 

Miðað við reynslu Norðmanna af spítalamálum er afar líklegt að Landsspítali á nýjum stað muni spara mikla fjármuni þegar fram í sækir. 

En þá er samt eftir að finna út með kostnaðarreikningi hvernig það komi best út að halda í horfinu á gamla staðnum án tjóns fyrir þjónustuna á meðan farið er í að reisa nýjan spítala frá grunni eins og Norðmenn gerðu í Osló með svo góðum árangri, að "bútasaums"-spítalinn í Þrándheimi er sagður vera "víti til varnaðar." 

Enn og aftur hefur almennileg úttekt og kosnaðarreikningur ekki farið fram og þar með er spurningin aftur: Hvernig?


mbl.is Vill ráðast í kerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðgarður með störfum og tekjum er í boði ef ekki verður virkjað.

Á málþingi í Árnesi í sumar hélt stjórnandi mats á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar því blákalt fram að það væri hægt að gera þjóðgarð á stærsta ósnortna víðerni Vestfjarða þótt Hvalárvirkjun yrði reist. Mörg dæmi væru um það erlendis að slíkt væri gert. hjarta-vestfjarda

Svo virtist sem enginn myndi andmæla þessu og að fundarmenn tækju þetta sem staðreynd. 

Sem betur fór var hægt að standa upp og skora á stjórnanda matsins að nefna dæmi um þetta og segja honum frá því að í ferðum um 30 þjóðgarða og 18 virkjanasvæði í Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Portúgal hefði komið berlega í ljós að aðeins væri að finna tvo staði þar sem miðlunarlón lægju við mörk þjóðgarða og hefðu þau bæði verið gerð fyrir 80-120 árum þegar viðhorf voru allt önnur en nú. 

Þetta eru Hetch-Hetchy norður af Yosemite-þjóðgarðinum og Grand Lake við jaðar Rocky Mountain þjóðgarðsins í Colorado. 

Hvorugt lónið var inni í þjóðgarði en vatn í við Grand Lake væri lónið hluti af vatnsmiðlun, sem væri framkvæmd þannig að þetta náttúrugerða vatn væri þannig tengt við hið raunverulega miðlunarlón utan þjóðgarðsins, að yfirborð náttúrugerða vatnsins væri haldið stöðugu. 

Stjórnandinn góði svaraði mér ekki. 

Hvalárvirkjun mun ekki skapa eitt einasta starf eftir byggingu hennar. 

Stór Drangajökulsþjóðgarður gæti hins vegar skapað allmörg störf og líklegast er að þau skiptust svipað og störfin við Vatnajökulsþjóðgarð og yrðu flest unnin af konum á barneignaaldri, en slíkt skiptir sköpum um varðandi viðhald byggðar. 

Þessi þjóðgarður, stækkun á friðlandi Hornstranda, inni í því hjarta Vestfjarða, sem sýnt er í grófum dráttum á myndinni, er í boði, en aðeins ef svæðið er ósnortið en ekki virkjað. 

Þótt lagður verði virkjanavegur upp á Ófeigsfjarðarheiði mun enginn þeirra meira en 80% ferðamanna, sem koma til landsins til að upplifa ósnortna náttúru, fara þangað upp. 

Meðal annars vegna þessa fór ég á hjólinu Létti Vestfjarðahringinn síðastliðið sumar í beinu framhaldi af hringnum um þjóðveg eitt í kynningu á diskasettinu "Hjarta landsins" þar sem ein mynd af fjórum á settinu er frá Vestfjörðum. 


mbl.is „Það er ekkert betra í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband