Svipað hjá Íslendingi fyrir löngu.

Lúðvík Karlsson, íslenskur svifflugmaður, var einhver mesti ævintýramaður sem Ísland hefur alið og ekki skemmdi fyrir magnaðasta frásagnargáfa sem ég hef orðið vitni að . 

Ein af mörgum sögunum af ævintýrum Lúlla upp úr miðri síðustu öld var þegar hann var að keppa á alþjóðlegu svifflugmóti, en misreiknaði sig eitthvað og varð að lenda á öryggissvæði kjarnorkuvers.

Skytturnar sem ollu uppnámi í Texas eru því ekki þeir fyrstu sem hafa lent í svona ef marka má söguna af Lúlla.

Lúðvík var svo góður enskumaður að hann talaði það tungumál betur en íslensku. Þetta kom sér vel fyrir hann oftar en einu sinni þegar hann lenti í klandri og þurfi á enskunni að halda til að bjarga sér á jafn ævintýralegan hátt og uppákomurnar sjálfar voru.

Í bæði þau skipti sem ég þekki til að slíkt hafði gerst sýndi hann snilldartilþrif við að kjafta sig út úr vandræðunum.

 


mbl.is Uppnám í kjarnorkuveri út af gæsaskyttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband