Yljar um hjartarætur.

Alexander Petersson á alveg sérstakan sess í hjarta mínu eftir EM. Manni getur ekki annað en þótt vænt um það að maður, sem fæðist og elst upp í öðru landi, virðist vera hvað mesti Íslendingurinn af öllum. 

Þetta var ekki í eina skiptið í þessum leik eða öðrum sem Alexander gerði hluti sem enginn annar gerði og þetta var alveg sérstaklega mikils virði í þessum síðasta hálfleik mótsins.

Hann var vel á eftir Pólverjanum þegar þeir tóku sprettinn en náði honum, komst framar honum og kastaði sér fram á alveg hárréttu augnabliki og í hárrétta stefnu til þess að snerta boltann á undan.

Eitt af eftirminnilegustu og óvenjulegustu atvikum í sögu íslenska handboltans ásamt afturábak-snúnings-bakhandarmörkum Róberts Gunnarssonar.  


mbl.is Átti íslenska liðið boltann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef búið erlendis í nokkur ár og maður er alltaf útlendingur í augum heimamanna þó maður tali tungumálið...  en Alexander Petersson hefur náð þeim árangri að við íslendingar viljum eiga hann allan.. sá sem berst fyrir land og þjóð er hinn sanni íslendingur... Lettar eiga kannski ræturnar en stofninn er orðinn al-íslenskur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessu er ég hjartanlega sammála,var reyndar búin löngu áður að gera hann að mínum uppáhalds leikmanni.       Hann kemur alltaf úr djúpinu,þegar við þörfnumst hans mest.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Einstakur kallinn:):)

Halldór Jóhannsson, 3.2.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband