Konur laðast að mönnum í einkennisbúningum.

Ofangreint var niðurstaða djúprar könnunar hóps líffræðinga, mannfræðinga og dýrafræðinga, sem greint var frá í aðalgrein Time fyrir mörgum árum.

Einkennisbúningur og vopn eru tákn um vald og kvendýrið leitar að karldýri sem á mesta möguleika til að verja það og börnin. Skiptir engu hvað karldýrið er gamalt. 

Er þetta skýring á því fyrirbæri þegar konur laðast að sér eldri mönnum, en í nýyrðasafni okkar Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir 20 árum var slík kona kölluð gráfíkin.

Þetta útskýrir líka Hljómskálafarganið svonefnda þegar ítalskir hermenn, sem stóðu vart út úr hnefa og fengu landgönguleyfi af herskipi sínu, voru umsetnir af íslenskum stúlkum og mikið fjör var í runnum Hljómskálagarðsins. 

Sjálfur áttaði ég mig á því aðdráttarafl einkennisbúninga hafði einnig gilt í eigin fjölskyldulífi.

Fimm af börnum okkar hjóna fæddust að hausti, um það níu mánuðum eftir að ég hafði klæðst jólasveinabúningi dag hvern í hálfan mánuð um jól og nýjár! Já, konur laðast að karlmönnum í einkennisbúningum !

Könnunin, sem Time greindi frá, leiddi í ljós, að karldýrin laðast helst að ungum kvendýrum sem geti alið hraust börn og átti þetta að útskýra gráa fiðringinn svonefnda ! 

Í umræðu um þetta í gærkvöldi við kvöldverðarborð fyrir austan sagði konan, sem sat við borðið, að þarna væri greinilega um að ræða könnun karlmanna sem reyndu að réttlæta verstu eigileika þess kyns, valda- og peningafíkn og framhjáhald á miðjum aldri. 

Ekki verri kenning en hvað annað. 


mbl.is Stal erótískum lögreglubúningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert okkar Attenbourogh Ómar!

Erling Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:00

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég fæ alltaf í hnén þegar ég sé slökkviliðsmenn í fullum skrúða.  Löggumenn og hermenn heilla mig síður.  Örugglega björgunarheilkennið! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.5.2010 kl. 03:40

3 identicon

Eru þeir samt ekki bestir þegar að þeir er farnir úr búningunum?

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 11:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þínum sporum myndi ég vera í þessum jólasveinabúningi allt árið og treysti því að þú hafir einn í neyðarpokanum þínum, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 9.5.2010 kl. 12:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tíminn er takmörkuð auðlind,
og taumlaus er hin sunnlenska synd,
í engu var gráfíkin ungleg þar kind,
og Ómar tók af henni ljósmynd.

Þorsteinn Briem, 9.5.2010 kl. 13:05

6 Smámynd: Vendetta

En einkennisbúningarnir, sem stolið var, voru kvenlöggubúningar (eða allavega eftirlíkingar). Ekki held ég að konur laðist að karlmönnum í svoleiðis klæðnaði. Það væru þá frekar hommar.

Vendetta, 9.5.2010 kl. 15:38

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Kemur einhvers staðar fram að um kvenbúninga hafi veirð að ræða ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.5.2010 kl. 20:58

8 identicon

Konur eru bara jafn vitlausar og kk...bara á pínu annann máta:)

itg (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 21:10

9 Smámynd: Vendetta

Já, það var sýnt í fréttunum (Stöð 2, minnir mig) um hvers konar búninga væri að ræða. Þetta voru kvenkynslöggubúningar. Enda held ég karllöggubúningar séu nú ekkert eftirsóttir nema þá rétt fyrir Gay Pride gönguna (sbr. Village People). Ef þeir eru þá á annað borð seldir í svona kynlífstækjaverzlun.

Einnig var stolið þó nokkrum magabeltum í stærð XXXL. Það er ekki vitað hvort það hafi verið ætlað feitu fólki í S/M-leikjum eða sem liður í grenningarátaki.  

Vendetta, 9.5.2010 kl. 21:11

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég lærði að kalla konur sem laðast að sér eldri mönnum: gráfíkjur. Vel getur staðist að þær séu gráfíknar. Mitt hár (það sem eftir er af því) gránar ekki heldur hvítnar og ég hef haft góðan frið fyrir kvenfólki, nú sem endranær.

Sigurður Hreiðar, 11.5.2010 kl. 11:57

11 Smámynd: Vendetta

Sigurður. Ég hef nú yfirleitt líka fengið frið fyrir kvenfólki nema hvað gamlar konur sækja í mig. Það góða við þær er að þær hafa mikla reynslu og eru mjög þakklátar.

Fyrst þú fórst að nefna gráfíkjur, veiztu þá að Ítalir notuðu til forna sama orð fyrir fíkju og kynfæri kvenna? En þetta kemur auðvitað ekkert einkennisbúningum við. 

Vendetta, 11.5.2010 kl. 19:52

12 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Err það þá engin tilviljun að fíkjublað skuli nefnt sem lendarhula ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.5.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband