Sjaldgæflega frítt spil.

Framboð Besta flokksins og það meirihlutasamstarf, sem hann vinnur nú að, byggist á einstæðu frelsi sem fólst í forsendum og loforðum hans fyrir kosningar.

Jón Gnarr sagði það hreint út fyrst af öllu að hann færi fram til þess að komast í þægilegt, vel launað og skemmtilegt starf og að hann myndi skaffa helstu vinum sínum störf eftir þörfum þeirra. 

Einhvern tíma í kosningabaráttunni kom það líka með að hann lofaði að svíkja þau kosningaloforð eftir þörfum, sem honum sýndist ráðlegt að láta gossa. 

Hann lofaði skemmtilegri kosningabaráttu, borgarpólitík og borg og ekki vantaði í grínið í kosningabaráttunni.

Samkvæmt ofangreindu á hann frítt spil, frírra spil en ég man eftir að nokkurt framboð hafi haft, til þess að gera hvað það sem honum lystir.

Nú er bara að vona að það verði gott og gagnlegt.

Miðað við kosningarnar 2006 og uppákomurnar í borginni í rúmt ár frá haustinu 2007 til útmánaða 2008, þarf mikið til að uppákomurnar verði meiri á því kjörtímabili sem nú er hafið.

Og að svo miklu leyti sem Besti flokkurinn geti átt þátt í slíku verður munurinn sá, að það verður í samræmi við það sem hann lagði upp með fyrir kosningar, sama hve fáránlegt það verður.

En Besti flokkurinn hefur líka annað uppi í erminni. Miðað við það hvað hann gæti leyft sér í uppákomum, á hann mikla möguleika á að koma á óvart sem ábyrgt og gagnlegt stjórnmálaafl. Er vonandi að svo verði.  


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

You can fool all of the people some of the time,
And some of the people all of the time,
But you can not fool all of the people all of the time.

                       (Abraham Lincoln)

Ég öfunda ekki kjósendur Jóns G. Narr þegar rennur loksins upp fyrir þeim hvað þeir voru að gera á laugardaginn. Timburmenn eru slæmir, en þetta verður verra en þegar menn standa upp úr heróínfíkn, cold turkey. Komandi kynslóðir munu kútveltast af hlátri yfir flónsku þessu þessara kjána í margar aldir. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.6.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég veðja nokkuð sterkt á seinni niðurstöðuna. Ég læt mér ekki koma til hugar að það fólk sem þiggur af kjósendum ábyrgð á borð við þessa muni bregðast henni af galgopahætti og ábyrgðarleysi.

Stjórnsýslustörf krefjast fyrst og fremst þess eiginleika að vera heiðarlegur, skynsamur og skilja þá ábyrgð sem fylgir því að vera maður í góðri merkingu.

Ég hlýddi á pex á einni útvarpsstöðinni í morgun þar sem reynt var að gera lítið úr Jóni Gnarr og mikið úr vanþekkingu hans á viðfangsefnunum. Vinnuveitandi á fjölmennum vinnustað tók til máls og upplýsti að Jón hefði komið á vinnustaðarfund og spurningum hefði rignt yfir hann. Hann hefði komist þannig frá því að hann hefði tryggt sér fjölda atkvæða að fundinum loknum.

Árni Gunnarsson, 3.6.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég spái því að borgin verði betri staður með Gnarr og co við stjórn en gömlu hrunaflokkana

Óskar Þorkelsson, 3.6.2010 kl. 17:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það þarf líka að hafa í huga að kjörnir fulltrúar þurfa að fara að lögum,  þeir verða að sinna hagsmunum kjósenda sinna, sinnuleysi  eða afgöp í málefnum sveitafélagsins getur bakað þeim ábyrgð sem hægt er að sækja með lögum.

Þannig hafa Bestaflokks menn í raun ekki val um annað en að  í það minnsta reyna að vinna að hagsmunum borgarbúa ellegar eiga þeir á hættu að vera gerðir ábyrgir fyrir skaða sem af sinnuleysi gæti hlotist.

Guðmundur Jónsson, 3.6.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband