Bara ef skuldirnar hefðu ekki orðið til !

Fyrir átta árum hafði kaupmáttur launa farið vaxandi í sjö ár og ef við lítum til baka var það bara bærilegt að lifa í þessu landi á þessum tíma fyrir flesta.

En 2002 byrjaði gróðærisæðið með þenslu, græðgi, neyslukapphlaupi og fjórföldun skulda heimilanna. 

Ekki þarf nema að breyta einum staf í orðunum kaupmáttur launa til þess útkoman verði kaupmáttur lána sem yrði þá nýtt hugtak yfir það hvernig lánareikningurinn, afborganir, vextir og höfuðstóll koma út. 

Útkoman úr honum er svo skelfilega neikvæð að engu skiptir fyrir þá verst settu hvort þeir búi við meiri kaupmátt nú en fyrir átta árum. Það er meginatriði málsins. Ef fólk hefði notað hið falska góðæri til að borga skuldir sínar í stað þess að fjórfalda þær væri öðruvísi um að litast í þjóðfélagi okkar.  


mbl.is Kaupmáttur ekki minni í 8 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband