Það verða engin óhöpp.

Fyrir 50 árum var fullyrt að við Íslendingar yrðu að virkja eins mikið og mögulegt væri áður en kjarnorkan gerði aðra orkugjafa úrelta. Hún væri hrein orka, örugg og óendanleg, eins og sólin sjálf sannaði best.

Ekkert af þessu reyndist rétt. Hrein orka? Ekki ber kjarnorkuúrgangurinn vitni um það. Örugg? kjarnorkuslysin hafa samt dunið yfir. Óendanleg? Ef öll orkuframleiðsla heims yrði sett yfir í kjarnorku myndu hráefnin, sem þarf til hennar, klárast á nokkrum áratugum.

Listinn er endalaus af fyrirbærum, sem áttu að vera pottþétt og örugg og engin þörf á neinum sérstökum varúðarráðstöfunum. En lögmál Murphys hefur aldrei látið að sér hæða.

Nú sýnist manni að 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi muni fljúga í gegn á Alþingi. 3ja megavatta virkjun er þegar farin að valda umhverfisspjöllum, menga Grjótagjá og senda mengað affallsvatn í átt að Mývatni, sem er aðeins fjóra kílómetra í burtu og landi hallar þar að auki að því.

Samt verður ótrautt stefnt að því að þrítugfalda virkjunina og setja þann eina varnagla, að svæðið verði vaktað eftir að hún hafi risið og búið að binda samninga um orkusöluna til minnst 40 ára, helst 130 eins og upphaflega hjá Magma Energy.  

Það verða engin óhöpp. Engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur. Grípa allar gæsirnar þegar færi gefst! Skjóta helvítin !   


mbl.is Sporna verður við rányrkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Ómar. Ég hef alltaf tekið mikið mark á þínum hugleiðingum hér í bloggheimum. 

 Ég verð að viðurkenna að ég hef verið frekar hallur undir sjónarmið virkjunarsinna, sértaklega vegna atvinnumála.

En samt hefur stundum læðst að mér efi um réttmæti allra þeirra framkvæmda sem gerðar hafa verið á umliðnum árum. Til dæmis er ég farinn að efast um réttmæti Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði, sem ýtti undir þenslu og átti þannig, að hluta til, sök á hruninu.

Virkjanir eru að sjálfsögðu nauðsynlegar þjóðfélagi okkar, þó þær séu alltaf á kosnað náttúrunnar.

Þá er bara spurningin um hinn gullna meðalveg.

Ert þú með tillögur hversu langt við megum ganga? Eða erum við kannski komnir of langt? Ert þú hlynntur því að vinna olíu, ef hún finnst Á Drekasvæðinu?

Gaman væri að heyra frá þér um þessi málefni.

M.b.k.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 14:26

2 identicon

Já við mannfólkið erum svo ófullkomin að best væri að fara aldrei framúr rúminu því eitthvað gæti skeð sem við höfum ekki gert ráð fyrir. Því miður hugsuðu aparnir sem klifruðu niður úr trjánum og fóru að ganga uppréttir ekki svona.

sigkja (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 14:49

3 identicon

Það er langur vegur frá því að liggja í bælinu til þess að mynda hópmengi sem hagar sér eins og mökkur af engisprettum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 07:57

4 identicon

Einhvern vegin hefur mér alltaf fundist að Guðmundur Pálmason heitinn jarðeðlisfræðingur og forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar hafi verið að segja hug sinn er hann segir á bls.256 í jarðhitabók sinni um Rögnvald Kjartansson bormann í 40 ár:"Hann boraði um allt land nema í Kröflu.Þar

vildi hann ekki bora"

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband