"...skal kjörstjóri veita honum til þess aðstoð í einrúmi..."

Þetta er orðanna hljóðan um það þegar kjósandi telur sig ekki getað kosið hjálparlaust í kjörklefanum.

En hvernig á að skilja þessi orð?  Þýða þau að að formaður kjörstjórnar eigi að fara sjálfur með hinum fatlaða?  Þannig hefur það ekki verið, því að í praxis hefur einhver úr kjörstjórninni farið til aðstoðar.

Þá vaknar spurningin um það, að úr því að kjörstjóri sjálfur hefur ekki alltaf gert þetta, heldur annar úr kjörstjórninni, hvort kjörstjóri geti ekki allt eins veitt þessa aðstoð með því að framselja hana til þeirrar manneskju sem hinn fatlaði sjálfur velur sem trúnaðarmann.

Tvær spurningar:

1. Ef kjörstjóri getur sent starfsmann á kjörstað til að aðstoða hinn fatlaða, hvers vegna getur hann ekki alveg eins sent trúnaðarmann, sem hinn fatlaði valdi, til aðstoðarinnar?

2. Ef hinum fatlaða er treyst til að taka þátt í vali forseta Íslands, hvers vegna er honum þá ekki treyst til að velja sér aðstoðarmann í kjörklefanum?

Ég óska Freyju Haraldsdóttur til hamingju með þann árangur í mannréttindabaráttunni, sem hún náði í dag.


mbl.is Freyja kaus með sínum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég óttast að þetta verði notað til þess að ógilda kosningarnar.

En annars eru þetta auðvitað fáránlegar reglur sem á að breyta.

Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 19:14

2 identicon

Ekki yrði ég hissa þótt Samf. myndi nota þetta sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Þ.e.a.s ef Þóra Arnórsdóttir fer með skarðan hlut frá borði. Krötunum er trúandi til alls.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 19:23

3 identicon

Skelving er að heyra....er ekki neitt til hjá neinum stjórnvöldum sem heitir sanngirni? Hvað eru þessar 63 fuglahræður að gera við Austurvöllinn??  plana partý eða fund....ég bara spyr sjálfan mig sem skattgreiðanda í þessu landi....er maður að borga fólki sem er fattlað í hausnum laun fyrir að gera ekki neitt??

Þorgeir Samúelsson (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 19:28

4 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Af hverju var ekki strax farið í umbætur eftir að stjórnlagsþingskosningarnar voru ógildar?

Þetta er algjörlega vanhæft lið.

Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 19:58

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er mér hulin ráðgáta, hvers vegna fatlaðir hafa ekki sama rétt og ófatlaðir í kosningum.

Eru fatlaðir ekki í fullum rétti að velja sína aðstoðarmenn sem þeir treysta? Er aðstoðarmönnunum þá yfir höfuð treystandi til að aðstoða fólkið? Ef fötluðum er ekki leyfilegt að treysta aðstoðarmönnum sínum, þá er utanaðkomandi kerfisfólki svo sannarlega ekki treystandi til að aðstoða þá. Það er betra að svipta þessa einstaklinga sínum kosningarétti, eins og að þvinga þá til að hafa aðstoðarmann kerfisins, sem þeir treysta ekki.

Það er persónan, sálin og hennar skoðun, en ekki skoðun þvingaðra aðstoðarleikmanna sem á að gilda. Ef það þykir svona mikilvægt að hafa kosningar leynilegar, þá ættu skoðanakannanir fjölmiðla ekki að fá að þrífast, því þær eru pólitískt miðstýrðar og skoðanamyndandi.

Skoðanakannanir blekkinga-fjölmiðlanna eru notaðar á svívirðilegan hátt, til að hanna kosninganiðurstöður. Þetta er svo brenglað og siðlaust fyrirkomulag stjórnmálaspillingar-aflanna í landinu, að annað eins finnst líklega hvergi í siðmenntuðu ríki, annarstaðar en á Íslandinu "óspillta".

Það ber hver einasti kosnigabær einstaklingur ábyrgð á sínu atkvæði, og ekki þýðir að segja eftirá að fólki hafi verið sagt að þetta eða hitt væri rétt val, af fólki sem einstaklingurinn treystir ekki.

Ég óska Freyju innilega til hamingju með árangurinn af sinni heiðarlegu og réttlátu baráttu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2012 kl. 20:21

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallgeir. Það er vegna þess að Ögmundur Jónasson er bara þykistu-dómsmálaráðherra sem kann ekkert annað en að nota gamlar spillingaruppskriftir og saklaust heiðarlegt fólk í sína þágu, til að hanna svikaleikrit pólitíkurinnar.

Ögmundur er orðin elliær í pólitíkinni og notar restina af ferlinum til að svíkja, blekkja og eyðileggja heiðarlegt fólk og mannréttindi. Hafi hann skömm fyrir að svíkja allt og alla. Við þurfum ekki svona fólk eins og Ögmund, til að viðhalda gamla helvítinu á Íslandi og víðar í veröldinni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2012 kl. 20:36

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég tel þetta lögmætan gjörning og í samræmi við venjur, hvar fólk veitir öðrum skriflegt umboð sitt, við hina ýmsu gjörninga.

Brjánn Guðjónsson, 30.6.2012 kl. 23:48

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

... skal kjörstjóri ... hvað?  Þetta er alls ekki rétt Ómar. Fullyrðing þín um að "kjörstjóri" skuli aðstoða blinda eða öðruvísi fatlaða einstaklinga í kjörklefanum er alröng. Í lögum um kosningar segir svo:

63. gr. Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í gerðabókina, að tilgreindum ástæðum. [Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill verja atkvæði sínu.]1) Kjörstjórnarmanni er með öllu óheimilt að bjóða þeim aðstoð sína er þarfnast hjálpar samkvæmt grein þessari.

Kjósandinn velur sjálfur en er bundinn við það að velja mann úr kjörstjórn. Þess er ennfremur krafist að kjósandinn óski aðstoðar að eigin frumkvæði og blátt bann er við því að honum sé boðin aðstoð þó svo að aðstoðin sé til reiðu þegar hennar er formlega óskað. 

Hins vegar er ég alveg á því að auðvitað ætti kjósandinn að mega nefna hvern þann sem honum sýnist, í eða utan kjörstjórnar, sér til aðstoðar. Skilyrði ætti þó að vera að hjálparmaður hafi kosningarétt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.7.2012 kl. 22:05

9 identicon

Ég er ekkert viss um að kosning með eigin áðstoðarmanni teljist eitthvað meira leynileg en með opinberum aðstoðarmanni.  Um þetta má að sjálfsögðu ræða og breyta svo lögum ef menn sættast á niðurstöðu, en að frekjast til þess að hafa eigin aðstoðarmanneskju þvert á gildandi kosningalög og valda þannig hlættu á ógildingu kosninganna er algerlega óósættanlegt. Get ekki óskað neinum til hamingju með slíka frekju og sjálfselsku.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband