Bensínþjófarnir stunda háskaleik.

Bílabruninn í Reykjanesbæ kemur mér ekki á óvart, hvorki umfang hans né athafnir þjófanna.

 Þegar jeppa mínum var stolið af bílasölu síðastliðinn vetur og hann lemstraður svo mikið, að af hlaust meira tjón en hefði orðið við að bílnum hefði verið hent, kom í ljós að ekki einasta hafði verið brotið bensínáfyllingarlokið, heldur hafði verið borað gat á bensíngeyminn með borvél til að geta tæmt hann alveg.

Þjófarnir stunduðu háskaleik og virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því að neisti hlypi við borunina í eldnsneytið.  


mbl.is Fimm ónýtir og þrír skemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þjófarnir stunduðu háskaleik og virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því að neisti hlypi við borunina í eldnsneytið.  "

Nákvæmlega!! Svo kallað hrun! 

Skuggi (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 22:29

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Vinkona dóttur minnar var eitt sinn á ferðalagi með foreldrum sínum í húsbíl. Þegar þau komu út um morguninn var stór æla við hliðina á bílnum.....og slanga.

Búið var að opna lokið á....klóaktanknum.

Bara svona til huggunar Omar. Það er til réttlæti.

Skúli Guðbjarnarson, 22.10.2012 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband