Eins og köllun.

Ég hef lengi dáðst að og undrast þann mikla og endalausa áhuga og elju, sem Ólafur Páll Gunnarsson hefur lagt í starf sitt. Þetta er eins og að hafa fengið köllun og ákveðið að sinna henni af lífi og sál líkt og trúboði. Hann er vel að viðurkenningu sinni kominn.

Svonefndir plötusnúðar eða disk jockeys hafa lengi verið vanmetnir. Hér á landi myndaðist vísir að starfinu þegar Björn R. Einarsson, Benedikt Gröndal og Jónas Jónasson sáu um fyrstu óskalagaþættina og síðar lög unga fólksins í útvarpinu, en fyrstu plötuspilararnir sem voru það á fullu á þessum árum og maður heyrði í, voru á ferli í Kanaútvarpinu.

Starf plötuspilaranna er vandasamt og afar þýðingarmikið. Þeir verða að þóknast áheyrendum, sem geta verið af mjög mismunandi sauðahúsi eftir því hvernig tónlistarsmekkur þeirra er.

En jafnframt verða þeir að fylgjast afar með öllum tónlistarstraumum og því nýjasta í tónlistinni og búa yfir sem mestri þekkingu en ekki síður að geta miðlað af henni og eigin tónlistarsmekk.

Séu þeir, sem hafa starfað við plötuspilun á skemmtistöðum og mannamótum, komnir með góða reynslu og víðsýnan tónlistarsmekk, nýtist hún oft vel á útvarpsstöðvum í alls konar þáttagerð og útvarpsstarfi.

Ég nefni sem dæmi Andra Frey Viðarsson sem hefur um dagana fengist við að vera plötuspilari og búinn að koma sér upp safni mörg þúsund laga. Þetta skilar sér í starfi hans í útvarpi við val laga í spjallþætti sína, þótt það teljist ekki beint vera starf plötuspilara. Og býsna fjölbreyttur smekkur Guðna Más Henningssonar leynir sér ekki.  

Nefna mætti ýmsa aðra þáttargerðarmenn, og viðurkenningin til handa Ólafi Páli er ekki síður viðurkenning á mikilvægi starfs annarra góðra plötuspilara.


mbl.is Enn í trúboði plötuspilarans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband