Var "yfirvofandi árás umhverfishryðjuverkamanna" 2005?

2005 var ákveðið að halda stóra æfingu á vegum NATO hér á landi vegna þeirrar hættu af hryðjuverkum um allan heim, sem skapast hefði í kjölfar stórfeldldrar og einstæðrar árásar Al Qaeda samtakanna á Bandaríkin 11. september 2001, sem ógnaði öryggi allra vestrænna þjóða.

Niðurstaðan varð sú, að hér á landi stafaði mesta hættan af "yfirvofandi árás umhverfishryðjuverkamanna" og í samræmi við það haldin umfangsmikil heræfing með öllu tilheyrandi.

Undir það heyrði sérkennilegt ástand í símamálum sem gaf rökstuddan grun um ótrúlega umfangsmiklar símahleranir.

Á þessum tíma voru nokkrir mótmælendur á virkjanasvæðinu fyrir austan og síðar klifruðu tveir upp í möstur á Reyðarfirði og einhverjir hlekkjuðu sig við vinnuvélar við Kárahnjúka. Það var nú öll hin "umfangsmikla árás sem ógnaði Íslandi."  

Sá gríðarlegi viðbúnaður sem hafður var vegna þess, sem menn töldu vera mestu hættuna, sem steðjaði að Íslandi var úr öllu samræmi við aðgerðir mótmælendanna sem eiga sér mörg fordæmi í nágrannalöndum okkar á þess að það kalli á nánast hernaðaraðgerðir og símahleranir í stórum stíl.

Þessir tjaldbúar fyrir austan voru teknir í bakaríið á sama tíma sem ekkert var gert þá eða hefur verið gert í líkingu við þetta varðandi hugsanlega hryðjuverkaárás Al Qaeda.  


mbl.is FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sumarið 2001 fór fram heræfing á Íslandi sem nefnd hefur verið Norður-Víkingur. Áherslan það árið voru hryðjuverk því að talið var á þeim tíma að heimsbyggðinni stæði mest ógn af hryðjuverkum.

Friðarsinnar á vegum herstöðvaandstæðinga eltu þessa heræfingu á röndum með mótmælum og komu því til leiðar að heræfingunni var hætt fyrr en ætlað var.

Stuttu síðar flugu tvær farþegaþotur á World Trade Center í New York og ein farþegaflugvél á varnarmálaráðuneytið í Pentagon.

Hryðjuverkaárás Al Qaeda.

Sigurjón Sveinsson, 4.2.2013 kl. 16:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar þú verður að skilja þetta að þessir menn svífast einskis og talandi um umhverssina,þeir eru ágætir margir !!!!en öfgasinnar einnig og það er ekki gott á hvorn vegin sem það er,mér finnst þú gylgja oft þessum öfgahóp,ein og þú ert fær og klár í flestu/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 4.2.2013 kl. 17:01

3 identicon

Innrásin í Malí til bjargar herforingastjórninni þar er af sama meiði

Grímur (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 17:20

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar mótmælaaðgerðir á Reyðarfirði og við Kárahnjúka olli umtalsverðu fjárhagslegu tjóni. T.d. var öll vinna um 1000 starfsmanna við framkvæmdirnar á Reyðarfirði stöðvuð af öryggisástæðum í um hálfan dag á meðan mótmælunum stóð. Auk þess beittu þessir mótmælendur líkamlegu ofbeldi á verkfræðistofi á Reyðarfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 17:32

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sjónarmið út af fyrir sig að þessar truflanir sem Gunnar greinir frá, sé hægt að skilgreina sem "stórfellda hryðjuverkaárás á Ísland" og mun alvarlegri en hugsanleg árás Al Qaeda í stíl við 11. september 2001.  

Ómar Ragnarsson, 4.2.2013 kl. 19:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég segi nú hvergi "stórfellda hryðjuverkaárás á Ísland" og þaðan af síður "alvarlegri en hugsanleg árás Al Qaeda í stíl við 11. september 2001."

Það er hins vegar full ástæða til að fólk fái réttar upplýsingar um alvarleika gjörða þessara mótmælenda fyrir austan, því stöðugt er reynt að draga upp þá mynd af þeim að þetta hafi verið einhverjir sakleysingjar sem hafi sætt harðræði af hálfu lögreglu og stjórnvalda. Þetta voru engir sakleysingjar heldur forhertir og útsmognir lögbrjótar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 20:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurjón. Hefði þá ekki einmitt verið betra ef æfingin Norður Víkingur hefði farið fram í New York eða Washington, frekar en á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 22:34

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar það er ekki langt síðan að tölvubúnaður sem talinn var hafa verið settur upp í Alþingi, á sömu hæð og Hreyfingin var með skrifstofur sínar. Það vakti athygli að nokkru fyrir það var barnungur harkari frá Íslandi í fylgd með forráðamönnum Wikileaks. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi flokksformanni þínum, ,,láðist" að láta fokksformenn stjórnarandstöðunnar vita af málinu.

Ef rétt er að sami ungi maður hafði verið grunaður um tölvuárás á stjórnarráðið, og innaniktsráðherra hafi gripið inn í, finnst þér ekki að það fari að koma tíma á opinbera rannsókn?

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 00:20

9 identicon

Sigurður, þessar endalausu fullyrðingar um tengsl Wikileaks við tölvuhakkara hefur aldrei verið sönnuð. Flest öll gögn sem lekin eru til Wikileaks eru í gegnum starfsmenn viðeigandi stofnana/samtaka.

Tölvuöryggi hjá ríkinu og Alþingi hefur verið í ólagi frá upphafi tölvunotkunar og tölvukerfa hjá þessum stöfnunum, sjá t.d. grien frá 1998 um nákvæmlega sama mál.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=185980&lang=gl

Þessi saga um þessa njósnatölvu er einnig fáránleg, þar sem hver sem er sem þekkir til myndi segja þér að það þarf ekki að planta tölvu inn á alþingi til að brjótast inn i kerfin þeirra ef menn vita hvað þeir eru að gera á annað borð.

Og svo að snúa þessu út í pólitík er þreytandi þvæla.

Einar (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 03:31

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"..þessar endalausu fullyrðingar um tengsl Wikileaks við tölvuhakkara hefur aldrei verið sönnuð"

Kom ekki Ögmundur í veg fyrir að þetta yrði rannsakað með því að vísa FBI úr landi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2013 kl. 11:07

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er áhugavert að ónefndur Einar, hér að ofan komi fram og beri til baka grunuð tengsl án þess að koma fram undir nafni. Einar gæti eins vel heitið Kristinn Hrafnsson eins og eitthvað annað. Einar getur bætt úr þessu. 

Tengsl ungs tölvharkara við Wikileaks hefur nú komið fram m.a. í viðtali hans sjálfs við BBC. Reyndar vill svo til að sjálfur hef ég rætt við ungan mann fæddan 1992, sem hefur m.a. dreyft myndum á Facebook sem sýnir hann í félagskap með forráðamönnum með samtökunum. 

Í sambærilegum málum myndu stjórnvöld óska eftir óháðri rannsókn, m.a. til þess að koma í veg fyrir að grunur félli á þá sjálfa. Meðan það er ekki gert ríkir tortryggni. Bæði ,,Einar" og Ómar Ragnarsson sýna án þá dómgreynd og skynsemi að taka undir kröfu um óháða rannsókn. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband