Hanna Birna: "Gæluverkefni", sem má bíða í fjögur ár.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt viljayfirlýsing þess efnis að vinna að endurbótum á íslensku stjórnarskránni. Þetta var eðlileg samþykkt í ljósi þess að fyrir fjórum árum, í upphafi þess kjörtímabils, sem nú er að enda, var samþykkt einróma á Alþingi, 63-0 að hefja þetta verk þá.

Í sjónvarpsviðtali sagði Bjarni Benediktsson að ef það kæmi upp eftir kosningar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skuli viðræðum við ESB áfram, myndu Sjálfstæðismenn ekki setja sig upp á móti því né úrslitum slíkrar atkvæðagreiðslu. 

En í viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Silfri Egils í gær upplýsti hún, að helstu verkefni þeirrar ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði yrðu skattalækkanir og skuldavandaaðgerðir sem yrðu framkvæmdar í áföngum, þ. e. skattar og skuldir yrðu "trappaðar niður" út kjörtímabilið.

Önnur verkefni yrðu að bíða á meðan, enda væru þau "gæluverkefni" svo sem stórnarskrármálið og þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort halda eigi viðræðum við ESB áfram.

Skýrara getur þetta ekki verið; þýðir ekki aðeins það að ýta framkvæmd samþykktar landsfundar Sjallanna varðandi stjórnarskrármálið á undan sér næstu fjögur árin, heldur í raun að koma í veg fyrir að þetta "gæluverkefni" verði á dagskrá.

Trampe greifi kom hreint fram 9. ágúst 1851 og drap gerð nýrrar stjórnarskrár með einum geringi hreint og beint. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar í raun að gera það sama en láta það vera minna áberandi með því að draga það nógu mikið á langinn að útkoman verði hin sama og hjá hinum danska greifa.   

Það er ágætt að Hanna Birna skyldi upplýsa betur um þetta mál í gær, þótt mér sýnist að fáir hafi tekið eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niður fæti stíf hún stappar,
stelpan Birna segir nei,
niður karla tól hún trappar,
Trampe Hanna hrein er mey.

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband