Fólk neytir mests matar milli klukkan 12 og 1 og 18 til 20.

Viðamikil íslensk neyslukönnun hér um árið leiddi ofangreinda stórmerkilega niðurstöðu í ljós, en svo var að skilja að án þessarar könnunar hefði þetta ekki verið á almanna vitorði.

Guðmundir Jaki sagði þá að hann efaðist um að þörf væri á að mennta fólk dýrum dómum til þess að stunda svona rannsóknir, sem leiddu til niðurstaðna sem allir hefðu vitð fyrirfram.

Nú eru birtar niðustöður annarrar könnunar, dýrrar og viðamikillar, sem sýnist ekki síður merkileg

Það hefur að vísu verið á almanna vitorði að fólk er flest búið að vinna á föstudagssíðdegi og sólarhring síðar fer hvíldin að skila sér og fólk að verða upplagt til að vera í stuði.

Einnig er vitað að margir skemmta sér langt fram á aðfararnótt sunnudags, eru timbraðir og þreyttir langt fram á sunnudag og vilja slaka á á sunnudagskvöld og fara nógu snemma að sofa til að geta byrjað vinnuvikuna sæmilega á mánudagsmorgni.  

En svo er að sjá að mikla könnun þyrfti til að geta sér til um afleiðingarnar af þessu og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is og virðist eiga ansi mikið sameiginlegt með fréttinni fyrir 25 árum um neyslu matar hjá fólki.  


mbl.is Laugardagskvöld eru kynlífskvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf sefur Önnu hjá,
alla laugardaga,
aðra daga Unnur, Brá,
Anna, Sigga og Saga.

Þorsteinn Briem, 2.2.2014 kl. 02:32

2 identicon

Sem fjölmiðlamaður þá ættir þú að vita það að margar svona kannanir eru gerðar til skemmtunar og fyllingar á tímaritum, blöðum og vefsíðum. Og fyrir flesta er þetta tvöföld skemmtun: Könnunin sjálf og svo viðbrögð þeirra sem taka þetta alvarlega og halda að sprenglært fólk hafi þarna verið að opinbera fáfræði sína. Og sem fjölmiðlamaður þá ættir þú einnig að vita það að oft taka fjölmiðlamenn eina spurningu út úr hundrað spurninga lista og gera að aðalatrið. Oftast vegna þess að sú spurning og svörin hafa skemmtanagildi þó þær segi lítið sem ekkert um könnunina sjálfa.

Sem fjölmiðlamaður þá átt þú að hafa vit á því að taka skemmtilegum sögum fjölmiðla með fyrirvara.

Oddur zz (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 02:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ó, já, já, - ég skrifaði þennan pistil nákvæmlega með því hugarfari, sem þú lýsir, sem hálfkæring og mérog kannski öðrum til skemmtunar.

Ómar Ragnarsson, 2.2.2014 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband