Feluleikurinn og þöggunin varðandi jarðvegseyðinguna.

Um síðustu aldamót var gerð úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna á jarðvegsmálum þjóða heims.

Hér á Íslandi var síðan mikið gert úr því að við hefðum komið afar vel út úr þessari rannsókn og verið meðal efstu þjóða á listanum yfir það að vera umhverfisvæn. Um sama leyti var uppi að framkvæma mestu óafturkræfu neikvæðu umhverfisspjöll, sem möguleg eru í þessu landi.  

Þetta kom mér á óvart af því að rannsókn Ólafs Arnalds á ástandi jarðvegsmála á Íslandi, sem hann fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, sýndi, að hvergi í nokkru landi var og er ástandið jafn slæmt.

Í krafti upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég að skoða skýrsluna. Þá kom í ljós hver var ástæðan. Örfá lönd, mestu skussarnir, höfðu skilað auðu varðandi jarðvegsmálin og sett stafina NA í dáilkinn sem þau voru í.

Meðal landanna var til dæmis Úkraína með sínar afleiðingar Chernobylslyssins, og fleiri skussalönd Austur-Evrópu höfðu þetta svona.

En Ísland setti líka stafina NA í sinn dálk og komst upp með það að ljúga því upp í opið geðið á umheiminum hvernig ástandi var og er hér, þótt ekkert annað land byggi yfir verðlaunaúttekt á ástandinu.

Þegar Steingrímur Hermannsson tók við embætti landbúnaðarráðherra um hríð lagði hann til að þessi mál yrðu tekin fyrir af festu og bændur í héruðum, þar sem afréttir og lönd voru sannanlega óbeitarhæf, yrðu styrktir til þess að hætta að beita þá, enda mikil önnur atvinnutækifæri í þeim héruðum,  en í staðinn fengju bændur á svæðum, þar sem landbúnaður var grunnatvinnuvegur og beitarlönd í þokkalegu ástandi, aukinn kvóta.

Sem dæmi má nefna Vestur-Húnavatnssýslu og Strandir.

Steingrímur segir í ævisögu sinni að bændasamtökin og landsbyggðarþingmenn hafi brugðist ókvæða við og hann hafi ekki þorað að minnast á þetta framar.

Svipað gerðist þegar Hjálmar Jónsson varð formaður landbúnaðarnefndar Alþingis um 20 árum síðar, að hann viðraði þessa hugmynd óvart í viðtali í fjölmiðli og allt varð vitlaust.

Með sömu tímalengd á milli svona umtals má búast við að einhver ráðamaður orði þetta í þriðja sinn í kringum árið 2020, allt verði vitlaust og síðan líði næstu 20 ár til ársins 2040 með sama feluleiknum, fram að næsta upphlaupi og þöggun í kjölfarið.   


mbl.is Þörf á breyttu viðhorfi í landgræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú skilst mér að gróður sé í sókn á íslandi það gerir hlínandi veður.

en ekki stjórnvöld. þó hefur ýmislegt verið gert víða um land. sandvatn hamið, landgræðslan var að sleppa hendini af uppgræðslu í teingslum við blönduvirkjun sem lítur vel út á mynd. finst það vera góð tilraun hjá sveini runólfssini. að vinna með landeigendum í stað boða og banna. það kemur þó hægt fari. miðað við umræðuna um styrkjakerfi í lanbúnaði er mér til efs að steingrími hefði gétað haldið þessum styrkveitíngum til eilífðar hvar væri fólk á þessum svæðum statt í dag hefði steingrími hefði tekist þettað en núverandi stjórnvöld tækju styrkina af.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 10:42

2 identicon

Ég er mest hissa á að félagar mínir í bændastétt skuli ekki líta á afréttarlöndin sín sem auðlind sem þurfi að vernda og byggja upp, ofbeitin er heimska sem á ekki að eiga sér stað!

Sennilega hefur ofbeit afrétta verið verst og afdrifaríkust  eftir miðja 20 öld þegar saman fór mikil framleiðslugeta suðfjár á láglendi vegna áburðar og svo kalt tíðarfar. Sauðfénu var dembt á óáborna afrétti sem þoldu ekki þennan mikla fjölda enda veikir fyrir vegna kuldans. 

      Landeyðing fyrri tíma stafar líklega mun frekar af veðurfari og eldgosum en ofbeit þá var takmarkað hve mikið var hægt að framleiða á láglendi og því minna sett á afréttina þegar kólnaði. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 11:15

3 identicon

no.2. ef bændur eiga að fá gæðastýríngu verður afréttur að vera sjálfbær annars fær bóndinn ekki greiðslur vegna gæðastýríngar. ef ég man rétt erþað landgræðslan sem tekur það út.sað mínu m,ati eru það eikki bændur sem eru mestu óvinir afréttana heldur náttúran sjálf. hugsa að ofbeit sé ekki á mörgum afrétum í dag

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 11:31

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á Haukadalsheiði hefur verið unnið stórvirki í landgræðslumálum. Þar var fyrir nokkrum öldum skógur, síðan ofbeit, kolagerð í skóginum, og kólnandi veðurfar sem orsakaði uppblástur og algjöra auðn, síðan hefur verið unnið markvisst að uppgræðslu á undanförnum áratugum, og hefur hlýnandi veðurfar komið sér vel. Sjálfsagt er veðurfarið álíka milt nú og meðan á landnámi stóð, þannig að segja má að sagan endurtaki sig. 

Myndir og texti:

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1074978/


http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1072330/

Ágúst H Bjarnason, 22.4.2014 kl. 11:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sauðfé hér á Íslandi fækkaði um 350 þúsund á árunum 1980-2012, síðastliðna rúma þrjá áratugi, úr 828 þúsundum árið 1980, en nautgripum fjölgaði um 11.500, úr 60 þúsundum, og hrossum fjölgaði um 25 þúsund, úr 52 þúsundum, á sama tímabili, samkvæmt Hagstofu Íslands og Matvælastofnun (MAST).

Norðurland vestra
er langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og sauðfé þar er 107 þúsund en Suðurland er í öðru sæti með 82 þúsund.

Suðurland
er hins vegar langmesta nautgriparæktarsvæði landsins og þar eru 28 þúsund nautgripir.

Á Suðurlandi
eru einnig flest hross, um 28 þúsund í fyrra.

Sauðfjárbúum fækkaði
hér um þriðjung (33,4%), í 1.961, og kúabúum um helming (51,8%), í 729, á tæplega tveimur áratugum, 1990-2008.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, bls. 38

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 13:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Það á einnig við um fullunnar sjávarafurðir, þannig að atvinna í fullvinnslu í þessum greinum eykst hér á Íslandi með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum - Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 2009, bls. 11-12


10.10.2011:


"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 13:40

7 identicon

no.6. að fella niður tolla á landbúnaðarafurðum geingur nú á báða bóga. ef marka má suma evrópusinna erum við ekki samkeppnishæfir í lanbúnaðinum. ef eitthvað er til í því verður þá nokkuð eftir af lanbúnaðarafurðum til að flitja út eftir nokkur ár í e.s.b.

en auðvitað eru irskir bændur hrifnir af styrkjakerfi e.s.b. því styrktarkerfi e.s.b frábært þer hafa bara ekki efni á því að reka það til leingdar.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 14:58

8 identicon

Bjarni gunnlaugur, ég hvet þig til þess að lesa ritgerð Hákons Bjarnasonar skógræktarfrömuðar um ofbeitina, hann kemst að allt annarri niðurstöðu, hinni réttu, þ.e., að ofbeitin á mestan hlut að máli (hvers vegna eyddust ekki t.d. birkiskógar í Þórsmörk vegna allra eldfjallanna sem umlykja þá, gæti það verið vegna þess hve afskekktir þeir eru?) http://skog.is/skjol/Rit1942/files/assets/basic-html/page15.html

Ari (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 15:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar höfum heldur ekki efni á styrkjum til landbúnaðar hér á Íslandi ef Evrópusambandið hefur ekki efni á styrkjum til landbúnaðar í Evrópusambandsríkjunum.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Finnland
fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 15:14

10 identicon

Ari @8 takk fyrir ábendinguna, þarf endilega að lesa þetta við tækifæri.

Það er nú varla ástæða til heitra umræðna hvað olli landeyðingu og uppblæstri fyrr á öldum, þá höfðu menn ekki val, urðu bara að þrauka. Þetta er samt áhugavert út af fyrir sig.

Nú hafa menn val og ættu að geta notað þekkinguna þ.e. ef fordómar verða ekki yfirsterkari á báða bóga,þeirra sem vilja nýta land til beitar og hinna sem telja að sauðkindin megi hvergi koma!

p.s. Það er afar líklegt að beit hafi haft mikil áhrif á gróðurfar fyrr á öldum en hvort hún sé höfuð orsök uppblásturs er annað mál. Sumir hafa t.d. bent á Færeyjar, þar sé mikið beitt en ekki stórvandamál af landeyðingu!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 15:31

11 identicon

Á Færeyjum er lítið um fokgjarnan eldfjallajarðveg sem er laus í sér og flæðir meira sé gróðurhulan rofin með nagi og traðki sauðfjár, vatnavöxtum og stormum,, þar er einnig smá hlýrra en hér fyrir graslendi, sjófuglar drita reglulega á eyjarnar smáu, það gætu verið orsakir þess að ástandið er betra þar en hér en ég þori ekki að fara með þetta 100% þar sem ég er eigi vísindamaður ;)

Ari (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 15:49

13 identicon

Ég þori varla að segja þetta en, blessuð lúpínan hefur gert kraftaverk þar sem henni hefur verið plantað. Hún hefur heft mikið blástur á söndunum fyrir austan, allavega á sumrin.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 16:47

14 identicon

Hm. í Færeyum er semsagt hlýrra,ekki fokgjarn eldfjallajarðvegur og meira um fugladrit en á hálendi Íslands en svo mikið um sauðfé frá fyrstu tíð mannabyggðar að þær eru kendar við það!

          Umhugsunarvert hvort hér hefði ekki orðið gróðureyðing og uppbástur vegna eldgosa og á kuldatíðinni á 16. 17. og 18. öld (og boltinn haldið áfram að rúlla á þeirri 19.) þó engin hefði verið sauðkindinn eða mannkindin! Hvort sandstormarnir miklu í Rangárvallasýslu hefðu ekki bara hvort eð er komið til í lok 19. aldar, þegar "gröfturinn" vall út af hálendinu og niður á láglendið?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 16:51

15 identicon

Bjarni Gunnlaugur: Svörin við flestum þessum spurningum færð þú í ágætu viðtali Leifs Haukssonar við Guðrún Gísladóttur frá því morgun.
Nei, á Íslandi var bæði loftslag og eldvirkni fyrir tíma búsetu í landinu. Jarðvegseyðing og landhnignun á Íslandi skrifast alfarið á reikning okkar mannanna, með eyðingu skóga og rányrkju lands.
Þótt jarðvegur og gróður Færeyja hvíli á basaltbergrunni, þolir hann álag búsetunnar betur en hinn þykki basaltagnafokjarðvegur gerði á Íslandi. En öllu má samt ofgera og nú er þar víða að eiga sér stað rof (vatnsrof, dílarof, jarðsig og aurskriður) sem stafar af ofbeit. Það tekur bara lengri tíma að eyða jarðvegshulu Færeyja, en það mun takast um síðir!
http://www.ruv.is/mannlif/gullorda-fyrir-framlag-til-rannsokna

Aðalsteinn Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 17:05

16 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk, Ómar. Þegar saklausum ferðamönnum er sagt "Iceland is an unspoilt country" verð ég að halda aftur af ælunni. Ef eitthvað land er "spoilt", þá er það Ísland. Gróðureyðingin á Íslandi er skelfileg og ástæðan er ofbeit. Landið liti allt öðruvísi út ef það hefði verið nýtt á sjalfbæran hátt. Þetta skilja því miður sumir ekki ennþá.

Forledrar mínir eiga smá skika á Norðurlandi sem hefur fengið að vera í friði fyrir beit um nokkuð skeið. Það land gefur smá hugmynd um hvernig landið væri ef rányrkjan væri ekki með þeim hætti sem hún er. Sjálfsprottinn skógur er allt að færa á kaf og mikil vinna að grisja hann. Allt í kring eru örfoka melar, eitthvað sem ferðamönnum er sagt að sé "unspoilt"! Bullshit segji ég.

Hörður Þórðarson, 22.4.2014 kl. 17:09

17 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Þegar Halldór Laxness birti greinina "Hernaðurinn gegn landinu" í Morgunblaðinu á gamlársdag árið 1970, benti hann á sama skrumið um "ósnortið land" með "óspillta náttúru" og enn gefur að líta "í ferðaauglýsingum og öðrum fróðleik handa útlendíngum". Líkti hann Íslandi við Grikkland.

"Af öfugmælanáttúru sem íslendíngum er lagin kappkosta sumir okkar nú að boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og sérílagi þó í ferðaauglýsingum og öðrum fróðleik handa útlendíngum, að Ísland sé svo landa að þar gefi á að líta óspilta náttúru. Margur reynir að svæfa minnimáttarkend með skrumi og má vera að okkur sé nokkur vorkunn í þessum pósti. Hið sanna í málinu vita þó allir sem vita vilja, að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilt af mannavöldum. Því hefur verið spilt á umliðnum þúsund árum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Nokkur svæði í miðjarðarhafslöndum Evrópu, einkum Grikkland, komast því næst að þola samanburð við Ísland að því er snertir spillingu lands af mannavöldum."

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 22.4.2014 kl. 17:50

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skógar- og hrístekjan ásamt mikilli beit var grunnástæðan fyrir því hvernig jarðvegseyðingin náði sér á strik. Ef hvorki hefði verið beitt né hoggið hefði landið staðið mun betur af sér kólnun og eldgos en ella eins og það hafði gert þúsöldum fyrir landnám. 

Fyrirlestur Hákonar Bjarnasonar sem ég hlýddi á fyrir 40 árum opnaði fyrir mér alveg nýjan skilning á þessu máli.  

Ómar Ragnarsson, 22.4.2014 kl. 20:12

19 identicon

no.9. evrópusambandið mismunar eftir landssvæðumhvernig styrkir dreifast. það fer ekki svo mikið í niðurgreiðslur hér á landi. ef tekið er tilit til skatt tekna sem lanbúnaður færir þjóðarbúinu eru bændur í plús.svo það eru ekki raunverulegar niðurgreiðslur.

um sauðfé og upplástur leingi vel var hálendið ekki nýtt til sauðfárbeitar. við landnám var miklu meira af nautpeníngi hér á landi. síðan kom hallæri þanig að stór hluti af nautpeníngnum féll lagnt framá seinustu öld var nautum beitt á skóga hér á landi man eftir sögum frá haukadal sem ég hef eftir guðna ágústssini meðan hann var mjólkureftirlitsmaður.

naut fara miklu ver með landið heldur en sauðfé. en höldum okkur við sauðféð. það var varla fyrr en á seinustu öld sem sauðfé ollu spöllum svo um gétur. þegar menn fóru að beita afrétti til skaða enda jókst sauðfáreign mikið á þessum tíma. en nú eru aðrir tímar menn beita færa fé. reint að skipulegja og dreifa fé um afrétti vetrarbeit er að mestu úr söguni. svona gétum við haldið áfram. aðal skemdarvargar nú til dags eru hin svokölluðu sumarhús sem spretta ein og íllgresi um allar trissur.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 21:00

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals var
því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.

Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því
að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.

Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis

Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 21:30

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu árið 2012 voru um 6,1 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður kúabóndi er með 30-40 kýr.

Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús var því
að meðaltali um 8,3 milljónir króna árið 2012, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis


Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 21:34

22 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Sagan af því hvernig fór fyrir gróðurfari eyjarinnar Íslands er ekkert einstakt tilvik - aðeins eitt dæmi af mörgum. Hér er eitt dæmi úr austanverðu Kyrrahafi. Þar hefur engum dottið í hug að kenna um kólnandi veðurfari né eldvirkni um hvernig fór.

Á 19. öld voru geitur og sauðfé fyrst fluttar (af mönnum) til eyjarinnar San Clemente sem liggur í Kyrrahafi, vestur af borginni Los Angeles í Kaliforníu. Sökum þess að engin rándýr voru frá náttúrunnar hendi á eyjunni (aðrir en smávaxnir refir) né aðrar þær aðstæður sem haldið gátu aftur af stofnum þessara tegunda, óx fjöldi villtra geita og sauðfjár eftir veldisfalli. Um tíma gengu 10.000 sauðkindur og 12.000 geitur villtar og sjálfala á eynni. Þessir stóru stofnar grasbíta eyddu skjótt upprunalegum gróðri eyjarinnar og umbreyttu áður fjölbreyttum runnagróðri í uppblásnar klappir, kaktusgróður (sem grasbítarnir sneyddu hjá) og grasvelli framandi grastegunda (sem þoldu betur beitarþungann en hinn náttúrlegi gróður). Útbreiðsla trjáa og runna takmarkaðist eftir það við þau svæði þar sem geitur eða kindur komust ekki að vegna bratta, svo sem við gljúfur eða þverhnípta kletta. Árið 1973 hóf bandaríski herflotinn (sem ræður yfir eynni) að útrýma þessum óboðnu, villtu grasbítum. Tókst þeim það ætlunarverk á næstu áratugum og var útrýmingunni að fullu lokið árið 1993.
http://www.recon-us.com/services/biological-res/san_clemente_island/san_clemente_history.php

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 22.4.2014 kl. 21:46

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland:

"Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU.

Total støtte til landbruket
i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt totalt 4 014 mill euro."

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 21:46

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skattgreiðendur og þar með neytendur greiða allan kostnað vegna landbúnaðar, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 22:11

25 identicon

Smá umhugsunardæmi frá gömlum sáningarmanni á fokjarðvegi að mestu...

-Heimsmet í gróður og jarðvegs-eyðingu á líkast til kyrrahafseyjan Nauru. Engar kindur þar þó. Bara græðgisvæðing.
-Gott varnarvirki til árhundruða gagnvart sandvarfi frá Heklusöndum og hraunum eru sauðfjárbúið mannmarga til árhundruða, - Keldur á Rangárvöllum.
-Dæmi um hvar landslag grípur fokjarðveg er í kring um Þingskála á Rangárvöllum, hvar apalhraun sem þar var fyrir 1000 árum eða svo eru nú grónir hólar.
- Hinar bestu grónar og/eða ræktaðar slétturá viðkvæmum fokjarðvegi sem sjást, eru mannanna verk, og gjarnan tengdar landbúnaði. Nefna má gríðarleg svæði á Rangárvöllum þess til stuðnings, hvar skepnuhald er mikið.

 Þetta var nú bara svona smá, en blessaðir hugsið út fyrir rammann!

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 22:19

26 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þeir sem hugsa fyrir utan ramman vita að sauðkindin kúkar meira en hún borðar og virkar á þann hátt sem áburðarmaskína. Þeir vita líka að sá sem sagði að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru við landnám var lygari. Það var ekkert nema grjót og sandur þangað til menn og kindur komu og græddu landið upp.

Þeir sem eru svo vitlausir að trúa eigin augum þegar þeir sjá hvernig landskikar sem eru girtir af og látnir í friði gróa og eftir nokkra áratugi er farinn að vaxa skógur eru augljóslega bilaðir á geði. Allir vita að landið grær ekki upp nema fyrir tilstilli manna og sauða.

Hörður Þórðarson, 23.4.2014 kl. 00:55

27 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Blessaður slepptu gríninu þarna.
Sjálfsagt varð öll aska eldfjallaeyjarinnar Íslands og allt þess hraun til af völdum sauðkindarinnar eða hvað?

Jón Logi Þorsteinsson, 23.4.2014 kl. 08:25

28 identicon

Ómar @18

Það getur verið rétt svo langt sem það nær að beitin og eyðing kjarrs hafi flýtt fyrir jarðvegseyðingu og að sömuleiðis hafi sauðfjárbeit hægt mjög á mögulegum bata. 

Í þessari fullyrðingu felst þó líka að eyðing af völdum kólnunar og eldgosa hefði samt farið af stað og mjög sennilega hefði eyðingin aukist í veldisfalli.

Það má t.d. vera umhugsunarefni hvers vegna "friðun" var ekki alltaf nóg til að stöðva uppbástur heldur þurfti að sá lúpínu og melgresi.  Slíkt sýnir hverni uppblástur og jarðvegseyðing getur orðið að sjálfstæðu eyðingarafli óháð allri beit eða skógarnýtingu, sama hver orsökin var í upphafi.  Með einföldum rökum er þannig hægt að draga þá ályktun að vegna kólnunar og eldgosa á seinni öldum íslandsbyggðar hefði mikill uppbástur hafist á viðkvæmu hálendinu (lítill hrís þar) og orðið að sjálfstæðu eyðingarafli eins þótt engin mannvist hefði verið hér.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 08:51

29 identicon

no.20.21,23.24. ekki veit ég hvernig þessar tölur eru feingnar hef séð margar útgáfur hver er rétt veit ég ekki og dönsku skil ég ekki. eru bændur ekki skattgreiðendur ef þeir greidu eingan skatt færu þær á hausin. hvað borga þeir laun steina briem kanski.girðíngakosnaður það er nú áhveðin brandari vegagerðin þarf ekki að leggja veigi um lönd bænda ef eingin vegur er þá þarf einga girðíngu bændur eiga ekki að bera kosnað af óðarfa girðíngum. skattgreiðendur þurfa að greiða laun oppinberra starfsmannaum eða um 60% af launum þeirra eflaust finst steina það ekki í lagi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 10:38

30 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Bjarni Gunnlaugur: Ég er með árunum að komast á þá skoðun að grundvallarástæða þess hve hart Ísland var leikið í kjölfar landnáms hafi ekki endilega verið skógarhögg eða önnur rányrkja eða heimska okkar manna eða búsmala hans. Ekki heldur rofgjarn eldfjallajarðvegurinn, eldvirknin, öskugosin eða loftslagssveiflur (þ.á.m. kólnun á "Litlu Ísöld). Grundvallarástæðan hefur líklega verið líffræðileg fábreytni í flóru landsins. Hér myndaði aðeins ein trjátegund skóga (ilmbjörk) og í flórunni voru engar (eða a.m.k. sárafáar) niturbindandi plöntur. Niturforðinn í íslenskum eldfjallajarðvegi var því fljótur að ganga til þurrðar við skógarhögg, sviðurækt, sinubruna og þrotlausa beit búpenings. Jarðvegurinn hafði síðan engar forsendur til að endurnýja þann forða, því niturbindandi plöntur vantaði í lífríkið.
Berum þetta ástand saman við eldvirka svæðið meðfram allri strönd Alaska. Þar er veðurfar víða nákvæmlega hið sama og við þekkjum á Íslandi. Á Kenai- og Alaskaskaganum eru víða margra metra þykk gjóskulög undir yfirborði jarðvegsins, a.m.k. jafn þykk og þau sem mynduðust í Heklugosinu 1104, enda í stuttri fjarlægð fram virkum eldfjöllum. Samt fyrirfinnst hvergi rof eða jarðvegseyðing í Alaska nema sem skammvinn eftirköst aurskriða eða jökulhlaupa sem fljótt er að gróa upp með aðstoð niturbindandi jurta svo sem elritegunda (Alnus) og lúpínutegunda.
Hér er mynd af basaltklettadrangi í Suðaustur-Alaska, sem myndast hefur fyrir um 2 milljónum ára. Drangurinn stendur úti í miðjum sjávarflóa en er samt vaxinn þéttum skógi sitkagrenis og niturbindandi sitkaelris. Þarf frekari vitnanna við?
http://en.wikipedia.org/wiki/New_Eddystone_Rock

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 23.4.2014 kl. 15:20

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru opinberar upplýsingar frá finnskum stjórnvöldum á norsku, Kristinn Geir.

Hef eingöngu unnið hjá einkafyrirtækjum og sjálfum mér en það skiptir nú ekki máli í þessu samhengi.

Allir
sem búa hér á Íslandi greiða skatta til íslenska ríkisins, til að mynda bændur, og greiða þannig eins og ríkisstarfsmenn hluta af tekjum þeirra sjálfra.

Og ríkisstarfsmenn eru nú tæpast viðkvæmir fyrir því að skattgreiðendur greiði laun þeirra.

Skattgreiðendur, til dæmis bændur, eru einnig neytendur og greiða eins og aðrir kostnað vegna vara sem þeir kaupa, til að mynda heimilistækja, íslenskra og erlendra landbúnaðarvara.

Það breytir nú ekki miklu fyrir mig sem skattgreiðanda og neytanda hvort ég greiði 60 krónur vegna framleiðslu á íslenskum landbúnaðarvörum sem neytandi og 40 krónur sem skattgreiðandi eða öfugt.

Og það á að sjálfsögðu einnig við um þá sem búa í Evrópusambandsríkjunum.

Aðalatriðið er að bændur hafi eins og aðrir ágætar tekjur, verð á vöru og þjónustu sé nokkuð stöðugt og verðbólgan lítil, þannig að einstaklingar og fyrirtæki geti til dæmis gert raunhæfar áætlanir til langs tíma og fengið lán á hagstæðum kjörum.

Finnland
fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Og í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér til að lána fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.

Húsnæðislán í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 16:35

32 identicon

no.31. er litlu skári í norsku heldur en dönsku. það er gott að steini hefir ekki í neinu formi feingið greitt frá ríkinu. er þá einn af fáum. en um efni máls. ef þetað er skoðun þín afhverju ertu þá að nefna greiðslur ríkisins til bænda ef þær skipta þig ekki máli. það er fytrst og fremst seðlabankin og bankarnir sem sem halda uppi vöxtum síðan er ríkið að niðurgreiða vextina sem er óþolandi því vandamálið er að það eru of mikið af verðlausum pappírum á sveimi i hakerfinu sem þarf að færa niður hún hefur ekki verið stöðug verðbólgan í þessum löndum þeir mæla verðbólgu alt öðruvísi en hér á landi. þar sem húsnæðisliðurin vegur ekki þúngt. hvernig er hægt að bera saman lönd þar sem eru ekki eins uppyggð skil ég ekki

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 17:05

33 identicon

Greiðslur ríkis til bænda, - aðallega beingreiðslur, eru mótframlag til neytenda. Í bæði sauðfé og mjólk var þeim komið á, og söluverðið lækkað að sama skapi til að koma vörunni á lægra verði út á markaðinn.
Þetta hét áður niðurgreiðsla til neytenda, og er nákvæmlega það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 18:08

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir Íslendingar fá eða hafa fengið styrki frá íslenska ríkinu og hafa allir greitt skatt til ríkisins, tekjuskatt eða virðisaukaskatt eða hvorutveggja.

Bændur
hafa fengið styrki frá ríkinu, skattgreiðendum, og þar með sjálfum sér, sjómenn styrk í formi sjómannaafsláttar, íbúðarkaupendur vaxtabætur og barnafólk barnabætur.

Af styrkjum til landbúnaðar í Finnlandi koma um 60% frá finnska ríkinu og 40% frá Evrópusambandinu.

Og heildarstyrkir til landbúnaðar þar árið 2006 voru 47% af tekjum.

Finnland
fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995 og frá því ári til 2004, á tíu árum, hækkaði matarverð þar um 11%  eða 1,1% á ári að meðaltali, og neysluvísitalan um 13,4%.

Íslenska krónan
er hins vegar örmynt og verður alltaf mjög viðkvæm fyrir launahækkunum hér á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Og íslensk stjórnvöld eiga nú ekki auðvelt með að stjórna gengi íslensku krónunnar.

Seðlabanki Íslands
getur hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar á meðan hér eru gjaldeyrishöft en þau eru í andstöðu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 18:15

35 identicon

no.31. fyrst allir fá styrk frá ríkinu afhverju að gera veður útaf bændum sérstaklega. en hvað um það. ekki skal ég reingja þig um styrki til landbúnaðar í finnlandi en ertu vis um að þettað séu alt landbúnaðarstyrkir. því evrópubandalagið er snillíngar í að skýra ýmsa styrki ymsum nöfnum. það er ekki endilega lanbúnaðarstyrkir.

já islenska krónan er örmynt það skiptir bara ekki máli menn réðus á pundið og sigruðu það. pundið er eingin örmint. seinast þegar ég gáði er jafnvel stæri en evran. svo stærðinn skiptir ekki máli. að hafa örmint hefur sína kosti og galla og hún verður ekki látin fljóta aftur. en það má alveg búa við hana. enda er krónan ekki vandamálið heldur hagstjórnin. hvað vitum við hvað stjórnvöld vilja með gjaldmiðilinn kanski vilja þeir hafa hann svona ekki veit ég þar sem við erum báðir af embætismönum komnir þá vitum við eitt að veigir stjórnmálamana eru óransakanleigir. evrópubandalagið leifir kýpur að verta með höft á meðan hreifa þeir ekki okkur. hefurðu lesið smáa letrið í e.e.s. samníngnum. senilega ekki þrátt fyrir galla hans þá vilja þeir halda í hann. þrát fyrir skort á mannafla til að gæta hagsmuna okkar.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband