Er bílskúrinn jafn "óæskilegt" fyrirbæri og bíllinn ?

Hið ágæta mál þétting byggðar, sem auðvelt er að sinna á nokkrum svæðum í kringum þungamiðju íbúabyggðar höfuðborgarsvæðisins, sem er austast í Fossvogi, er að taka á sig sérkennilegar myndir.  

Ég ætlaði að stinga niður penna um daginn varðandi þá starfsemi sem fer fram á Reykjavíkurflugvelli og snertir þúsundir manna. Meðal annars í Fluggörðum, sem er nokkurs konar bílskýlahverfi grasrótarflugsins, flugnáms og flugstarfsemi.

Ég ætlaði að minnast á það í hálfkæringi að bílskúrar landsmanna tækju mikið rými og að þess vegna gæti mönnum dottið í hug að útrýma þeim og reisa íbúðabyggðir í staðinn.

Ekki óraði mig fyrir því að svona hugmyndir væru í raun að komast til framkvæmda og allra á vegum fólks, sem margt hefur reynslu af því að ýmislegt fleira fer fram í bílskúrum en að þeir séu einföld geymsla fyrir bíla.

Hve margir tónlistarmenn hafa til dæmis komið undir sig fótunum og hafið feril sinn í svonefndum "bílskúrshljómsveitum"?

Hefur verið gerð könnun á menningarhlutverki bílskúra landsins?  

Hve margir hafa ekki verið að dunda sér við alls kyns nytsamleg hugðarefni í bílskúrum?  

Hjá fjölmennum fjölskyldum eins og var hér um árið hjá mér, var aldrei bíll í bílskúrnum hjá okkur, því að hann var nauðsynleg geymsla og staður til að sinna hugðarefnum okkar.

Eitt barna minna sem er með stóra fjölskyldu, var að flytja í nýtt húsnæði og bíllinn þeirra verður ekki inni í bílskúrnum því að skúrinn er strax orðin svipaður bílskúrnum, sem þessi dóttir mín kynntist þegar hún var ung.

Bílskúr annarrar dóttur minnar er vinnustaður tengdasonar míns, og það er hreint menningarefni sem streymir þaðan út, ef menn vilja endilega skipta vinnu fólks í "æðri" og "óæðri" starfsemi.  

Fyrst hálfkæringur minn er að verða að veruleika vestur í bæ get ég bætt öðrum hálfkæringi við:

Til að þétta byggð verði sett lög, sem banna fólki að taka undir sig meira rými í íbúð en til dæmis 30 fermetra á mann.

Þetta myndi sjálfkrafa þétta byggð meira á örskömmum tíma en nokkur önnur hugsanleg aðgerð.

Og þessi hálfkæringur minn verður kannski að byrja að verða að veruleika áður en árið er liðið? Hver veit?

Bílskúrarnir í Vesturbænum eru lítið nær þungamiðju íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins en golfvellirnir tveir, sem taka jafnmikið rými og flugvöllurinn.

Verður það næsta verkefni að reisa byggð á golfvöllunum?  Aldrei að vita, - eða hvað?  

 


mbl.is Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður bíður bara eftir því að maðurinn með Hitlersgreiðsluna fái sér almennileg jakkaföt og fari að útdeila stílabókum.

http://www.dv.is/skrytid/2014/4/25/af-hverju-glosa-allir-i-kringum-kim-jong-un/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 12:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég bý í vesturbæ Reykjavíkur, hér er fjöldinn allur af bílskúrum með fjölbreyttri starfsemi og ég veit ekki til þess að hvarflað hafi að nokkrum manni að láta rífa þá.

Þar að auki er eignarrétturinn friðhelgur, samkvæmt stjórnarskránni.

Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.


Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða
mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 25.4.2014 kl. 12:28

3 identicon

Meðalstærð íbúða á vatnsmýrarsvæðinu verður 60 fm skv. skipulagi. Slíkt hentar ekki fjölskyldufólki, heldur fyrst og fremst eldri borgurum og námsmönnum. Hinsvegar mun verðmiðinn á íbúðunum ekki henta eldri borgurum né námsmönnum, það segir sig sjálft.

Starfsfólk sjúkrahúsanna mun halda áfram að keyra í sína vinnu.

KIP (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 13:06

4 identicon

Ómar Ragnarsson í fyrsta sæti Framsóknar í Reykjavík.

Jakob Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 13:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflestir Íslendingar með bílpróf eiga einkabíl, einnig þeir sem búa í vesturbæ Reykjavíkur og ég veit ekki til þess að nokkur þeirra hafi eitthvað á móti því.

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar


Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin hins vegar mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Og ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi eitthvað á móti því.

Ómar Ragnarsson
vill hins vegar endilega að útivistarsvæði Reykvíkinga vestan austur-vestur brautar flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu fari undir flugvöllinn.

Í vesturbæ Reykjavíkur
eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús, í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar og bílastæði fyrir framan húsin.

Og þar er einnig fjöldinn allur af bílskúrum.

Undir nýjum stórum húsum verða bílakjallarar og þannig er gríðarstór bílakjallari undir Hörpu.

Og allir sem vilja geta kosið Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í næsta mánuði.

Flokkurinn hefur hins vegar engan áhuga á stjórnarskránni, til að mynda eignarrétti Reykjavíkurborgar á Vatnsmýrarsvæðinu.

Ein flugbraut nægir þar ekki, Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga nær allt landið undir norður-suður braut flugvallarins og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi borginni landið.

Þorsteinn Briem, 25.4.2014 kl. 13:35

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Og rekstrarkostnaður venjulegs fólksbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 25.4.2014 kl. 13:52

7 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Steina Briem í fyrsta sæti Framsóknar í Reykjavík !

Stefán Þ Ingólfsson, 25.4.2014 kl. 15:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heiti í höfuðið á afabróður mínum sem var ráðherra Framsóknarfokksins í fyrstu ríkisstjórn flokksins og Sjálfstæðisflokksins, og sonur fyrsta formanns Framsóknarflokksins og formanns Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), sem sagt langafa míns.

Faðir minn var í Sjálfstæðisflokknum og við heimsóttum oft formann flokksins, Bjarna Benediktsson, sem gaf undirrituðum sælgæti á meðan sonur hans, síðar ráðherra, beit gras á Stjórnarráðstúninu.

Og ég kom undir í haustferð Sjálfstæðisflokksins um Suðurland.

Þar af leiðandi er eðlilegt að undirritaður verði í fyrsta sæti bæði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum nú í vor.

Þorsteinn Briem, 25.4.2014 kl. 16:25

9 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Þar hitti ég naglann á höfuðið.

Stefán Þ Ingólfsson, 25.4.2014 kl. 16:33

10 identicon

Þetta hefur þá misheppnast allt saman. Alveg eins og hjá mér með bláar æðar allt um kring, en frekar köflótta útkomu....

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 17:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geng eingöngu í fatnaði frá The Norman Brothers, 5 Oxford Street London.

Þorsteinn Briem, 25.4.2014 kl. 17:51

12 identicon

Síðast þegar ég vissi að þá er maðurinn gæddur aukabúnaði, svokölluðum fótleggjum. Það getur verið mannraun að taka sig upp úr bílnum og að leggja í hann jafnvel nokkra tugi metra upp að húsi, þá fótgangandi, en með stífum æfingum, þá tekst það. Ekki gefast upp! Fyrstu metrarnir eru oft erfiðastir. Hafðu með þér gott nesti, og nauðsynlegan örryggisbúnað, svosem NMT síma og neyðarblys. Vertu viss um að tilkynna um ferðir þínar, áður en þú yfirgefur bílinn, ef þér skylduð villast. Þá eiga björgunarsveitir hægara um vik, við að koma til hjálpar. Og leitarsvæðið takmarkast þá við síðustu staðsetningu þína, og hugsanlega leið upp að húsi. En mundu bara að æfingin skapar meistarann, og fæturnir eru ótrúlega vel hannaðir einmitt til þess að ganga nokkrar vegalengdir.

Serious (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 22:24

13 identicon

Ég kannast við mann sem fer allra sinna ferða á hjóli. Þessi nýja hugmynd, sem Serious viðrar hér, að hann eigi að hjóla, hefur svipt hann allri ánægju af hjólinu. Áður var hann frjáls sem fuglinn. Nú er hann eins og maur í nýju stofnanaskipulagi. Það er afrek að búa til mótherja úr samherja. Eða bara valdníðsla.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband