Ísland er eyja, langt frá öðrum löndum.

Við lifum í heimi hagur þjóða, efnahagslíf og samskipti eru orðin margslungnari en margan grunar. Flestar þjóðir lifa við þær aðstæður að geta valið um fjölbreytilegan samgöngumáta á milli landa.

Í Evrópu er hægt að bruna á ógnarhraða á milli landa með fólk eða vörur í hraðlestum, aka eftir hraðbrautum eða velja um flugfarkosti.

Ísland sker sig úr meðal Evrópuþjóða og raunar flestra þróaðra þjóða og svæða á norðurhveli jarðar að því leyti að hvorki hraðlestir, hraðbrautir né siglingar geta skilað fólki eða vörum hratt og örugglega milli landsins og umheimsins.

Efnahagur okkar hefur hins vegar aldrei verið eins háður hröðum og öruggum samgöngum.

Tvær litlar fréttir dagsins bera þessa merki. 27 tonn af ferskum fiski komast ekki á markað vegna tiltölulegra afmarkaðra aðgerða í kjaradeilu og fresta verður Norðulandamóti af sömu ástæðum.

Tvær stækkandi undirstöður velmegunar okkar eru algerlega háðar hröðu og öruggu flugi:

1. Flutningur á ferskum fiski, seldum á háu verði, á markaði.

2. Sívaxandi ferðamannastraumur til landsins, sem meðal annar byggir á aðstöðu okkar til að halda hér alþjóðlegar ráðstefnur, menningarviðburði og íþróttamót.  

Hér skal ekki lagður dómur á málsatvik í kjaradeilunni hjá Icelandair en aðeins bent á, að þetta er stórmál.      


mbl.is Verkfall flugmanna hefur áhrif víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband