Ánægjuleg stund á Reykjavíkurflugvelli.

Það var viðeigandi í dag að það færi svo, vegna veðurs um síðustu helgi, að uppstigningardagur skyldi verða fyrir valinu fyrir árlegan flugdag, svo dásamleg sem sú tilfinng er að "stíga upp" í átt til himins.

Það leit ekki vel út fram yfir hádegi með veðrið, en það rættist úr því að stundin úti á flugvelli var einstaklega ánægjuleg.

Ég hafði að vísu lofað mér austur á Hvolsvöll um hádegið en komst þó á flugsýninguna klukkan 13:40 og tókst það ætlunarverk mitt, að taka kvikmynd af hinum 86 ára gamla flugkappa Magnúsi Norðdal að brillera.

Þegar hann framkvæmir hið einstæða sýningaratriði sitt í listflugi á Yak-55, sem felur í sér að fara í svonefnt Lomcowack, sem er tékkneskt listflugsatriði og ekki keppt í á listflugsmótum, er það hugsanlega einstakt á heimsvísu að svo gamall maður skuli geta gert þetta yfirleitt, að ekki sé talað um á hve glæsilegan hátt það er gert.

Þess vegna reyndi ég að festa þetta á filmu í dag auk þess sem það var ánægjulegt að hitta fjölda fólks á öllum aldri og af öllum stigum og spjalla við það. 

Ég hef líklega ekki verið með flugvél á flugsýningu hér fyrir sunnan í meira en 25 ár, en viðvera flugvélarinnar ein gefur tækifæri til beinna og meira spjalls um flugið og dásemdir þess en ella.

Vísa á ljósmynd af stemningunni á flugsýningunni á facebook-síðu minni.    


mbl.is Margmenni á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann er allsstaðar,
út um koppagrundir,
hjá Andskotanum oft var þar,
og átti góðar stundir.

Þorsteinn Briem, 29.5.2014 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband