Ekki sama andrúmsloft og 2010.

Andrúmsloftið í síðustu byggðakosningum 2010 var um margt óvenjulegt. Stutt var frá Hruni og enda þótt óvenjugóður "vinnufriður" hefði verið í borgarstjórn Reykjavíkur síðasta ár kjörtímabilsins, var það skammt tilið frá einstæðri ringulreið og upphlaupjum í borgarstjórninni árin á undan, að það var efst í hugum stórs hluts kjósenda.

Þess vegna fengu ný framboð í stærstu bæjum landsins mikinn hljómgrunn og athygli, sem skilaði sér í stórsigrum þeirra.

Nú er annað andrúmsloft en 2010 og fátt nýtt eða spennandi að gerast. Í Reykjavík er ómögulegt að stærsta málið, flugvallarmálið, hafi nein teljandi áhrif á kosningarnar, því að framboðin hafa að mestu leyti sameinast um að setja önnur mál, sem eru nærtækari fyrir budduna, á oddinn í umræðunni.

Að höfða sem beinast til buddunnar hefur löngum dugað vel, bæði hér og erlendis.

En dauflegra andrúmsloft en 2010 mun líklega aðeins hraða þeirri vondu þróun, að fólk taki æ minni þátt í kosningum og stjórnmálum.  

Einn bloggarinn hefur reyndar fundið allsherjar skýringu á sífellt minnkandi kosningaþátttöku: Það er Samfylkingunni og VG að kenna.

Sami bloggari hefur haft það sem næstum daglegt stef í heilt ár að benda á að Sf sé 12,9% smáflokkur. Má það heita með ólíkindum að svo aumt stjórnmálaafl í hans huga beri ábyrgð á minnkandi kosningaþátttöku almennings.  


mbl.is Fyrstu tölur í Reykjavík um kl. 22.30
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf gaman að kjósa og hef fylgst með íslenskum og erlendum stjórnmálum frá átta ára aldri, enda öll íslensku dagblöðin keypt á mínu fróma heimili.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 19:28

2 identicon

Flokkar sem hunsa 70.000 undirskriftir hafa ekki áhuga á þátttöku almennings. Segir sig sjálft.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 19:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir í fyrra um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 19:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nær allt landið undir norður-suður braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Og ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 19:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.

Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.

Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014


Það er stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað í Reykjavík en ef menn vilja það ekki endar það sjálfsagt með því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2022, eftir átta ár, þegar flugvöllurinn verður farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 19:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir sem vilja geta kosið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 19:58

7 identicon

Já, skrif Páls Vilhjálmssonar eru orðin allt of öfgakennd. Páll er menntaður blaðamaður og getur nefnilega átt fína spretti, góða pistla, verið málefnalegur og hann hefur lengi verið mér sympathisch.

"Aversion" hans á Samfylkingunni er hinsvegar orðin "pathological", sem krefst meðhöndlunar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 20:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar eg ákveð hvað ég kýs þá hugsa eg sem svo: Já, bíddu nú við, kjósa, kjósa, kjósa, - og hvaða flokkur samræmist best pólitískri sýn minni um að vinna sem mest að jöfnuði manna á millum og að grunnsamfélagsþjónusta sé sem effektífust og byrðunum sem jafnast dreift á undirstöður samfélags - og þegar eg búinn að finna það út, þá kýs eg Sósíal-Demókrata. Allstaðar, alltaf, alveg sama í hvaða hreppi og hvaða landi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2014 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband