30 mínútna hraðgöngutúr er góður fyrir marga.

Öll hreyfing og öll tilbreyting frá kyrrsetu og kyrrstöðuástandi er af hinu góða. Sumum finnst skrýtinn sá siður að við kirkjulegar athafnir rjúki allir á lappir þegar ákveðnir textar eru lesnir, en þessi hreyfing er afar holl, ekki hvað síst vegna þess hve kirkjubekkirnir eru yfirleitt slæmir til setu. 

Það væri áreiðanlega hollt ef það yrði gert að skyldu, að á öllum sýningum, leikritum, bíómyndum, hljómleikum og hvers kyns samkomum, væri viðkomandi sýning hönnuð þannig að allir stæðu á fætur og settust niður aftur á ca 20 mínútna fresti.

Maður hreyfir sig ekki nógu mikið og reglulega í nútímaþjóðfélagi.  

8 mínútna ganga góð, en fyrir þá sem vilja nota göngur til að grenna sig þarf að ganga rösklega í meira en 20 mínútur, helst ekki styttra en 30, því að fitubrennslan byrjar ekki fyrr en eftir 20 mínútna puð.

Þessir helgardagar hafa verið gefandi fyrir mig vegna útivistar og hreyfingar.

Fyrir tækifæri til þess að eiga kost á slíku og geta það á maður þakka þegar komið er á minn aldur. 

 Talsverð hreyfing var fólgin í að hlaða bíla og flugvél í ferð á föstudaginn austur á Egilsstaði, og það eru talsverðar sviptingar fólgnar í því að handstarta FRÚnni, en það verð ég að gera um þessar mundir og finnst það bara hressandi, því að taka þarf rösklega á.

Í gær var stjáklað um mótssvæðið í torfærukeppni við Egilsstaði í góðu veðri og  gærkvöldi var heilmikil hreyfing fólgin í því að taka gamla skemmtiatriðið um torfærukeppnina á lokahófi torfærufólks á Egilsstöðum, en í því atriði verður að leika hamaganginn og loftköstin á sumum jeppunum.

Um miðjan dag í dag var ég síðan að færa til merkingar á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum til að breikka eina brautina í 15 stiga hita og háfjallasól.

Alger hreinsun á sál og líkama í öræfakyrrðinni.

Samt hreyfir maður sig venulega of lítið og er með tíu aukakíló.   


mbl.is Af hverju 8 mínútna göngutúr gæti breytt lífi þínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn verða akfeitir af því að aka of mikið.

Þorsteinn Briem, 29.6.2014 kl. 23:06

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt, Steini, en ekki í torfærukeppni eða rallkeppni. Í langri rallkeppni í gamla daga varð maður að hafa hanska, annars nuddaðist stýrið smám saman í gegnum lófana!

Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband