Var ekki erfitt að finna vesalings manninn?

Í frétt frá Landhelgisgæslunni, sem allar fjölmiðlar lepja upp án þess að kanna málið, er sagt að þyrla landhelgisgæslunnar hafi sótt veikan mann "í rútu við Dyngjuháls norðvestan við Kárahnúka."

Í fréttinni kemur fram að einnig var farið á þyrlunni að skálanum við Drekagil hjá Öskju og veiki maðurinn í sömu ferð sóttur í rútuna á Dyngjuhálsi. 

Þetta er stutt flugleið en fráleitt að fara að blanda Kárahnjúkum í málið, því að þessi staður er á Kverkfjallaleið rúma 20 kílómetra fyrir sunnan Möðrudal, en stystu aksturleiðir til Kárahnjúka er miklu lengri og torfærari, sú syðri um Álftadal er um 45 kílómetrar en hin nyrðri um Þríhyrningsdal enn lengri.

Auk þess er Kverkfjallaleið afar greiðfær á þessum kafla og varla meira en 20 mínútna akstur til Möðrudals og umferð um hana margfalt meiri en leiðirnar vestan við Kárahnjúka.

Annar Dyngjuháls er á Gæsavatnaleið milli Kistufells og Trölladyngju, en frá Kárahnjúkum að honum eru um 75 kílómetrar í loftlínu og 130 kílómetrar á landi, og því er hann varla inni í því púsluspili að skilja þessa frétt og það ruglaði mig meira að segja þegar ég fór að kafa ofan í hana fyrst, svo að ég hef orðið að kanna málið betur og skrifa þennan pistil upp að nýju að hluta. 

Bið ég þá sem sáu þessa fyrstu færslu velvirðingar á því.  

Þegar sagðar eru fréttir af slysum, virðast þeir sem senda þær frá sér oft líta snöggt á kort og velja af handahófi örnefni nálægt slysstaðnum, en fyrir bragði oft velja afar misvísandi stað.

Þannig var í fyrstu sagt um dauðaslys í Eldhrauni að það hefði orðið við Hrífunes. Það var fráleitt, því að næsti bær við slysstaðinn var Ásar, en Hrífunes er hinum megin við þriðja vatnsmesta fljót landsins, Kúðafljót, miklu lengri akstursleið og kemur slysstaðnum því ekkert við.    

Sá, sem segði frá slysi á Krýsuvíkurleið fyrir sunnan Hafnarfjörð myndi varla detta í hug að segja að það hefði orðið fyrir norðvestan Þorlákshöfn. 

Sagt var 2010 að fólk hefði týnst í bíl við Fimmvörðuháls þótt hið rétta væri að fólkið týndist á Fjallabaksleið syðri hinum megin við Goðaland, Þórsmörk, Almenninga og meginfljótið Markafljót. 


mbl.is Þyrlan sótti tvo veika menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

  • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi (samtals 88,5%) og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

  • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband