Þetta er fyrir löngu búið að jafnast út.

Áratugum saman var klifað á því að verslunarmannahelgin væri langmesta ferðahelgi sumarsins og ekki bara það, heldur alveg sér á parti. 

Eina helgin, sem einstaka sinnum átti möguleika á að nálgast þessa helgi allra helga var hvítasunnuhelgin, en þá var stundum reynt að halda útisamkomur.

Síðan fór fyrsta helgin í júlí að komast á koppinn sem mikil ferðahelgi, og þá sem fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins.

En smám saman hefur allt þjóðlífið breyst og má nefna margt í því sambandi.

Fólk fer meira til útlanda en áður var.

Bílaeign hefur stóraukist. Það er hægt að fara inn á bland og kaupa bíl fyrir 100 til 200 þúsund krónur og það á greiðslukorti.  

Sífellt fleiri eiga tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Æ fleiri eiga sumarbústaði.

Bæja- og byggðahátíðir eru um allt land allt sumarið og tugir þúsunda koma á sumar þeirra.  

Allt þetta og ýmislegt fleira hefur dreift umferðinni yfir allt sumarið.

Þess vegna liggur við að fjölmiðlarnir þurfi að kreista upp einhverja örtraðarumferð á vegunum þegar umferðin er jafnvel ekkert meiri en aðra daga sumarsins.

Æsingurinn er svo mikill í hástemmdum auglýsingarunum ljósvakamiðlanna að maður verður hreinlega þreyttur við að hlusta á það, einkum um þessa helgi allra helga.  

Það fer að koma tími til að hætta því að blása verslunarmannahelgina upp í þeim mæli sem enn er tíðkað.  

 


mbl.is „Það er bara engin umferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fréttinni "Það er bara engin umferð", má lesa eftirfarandi leiðréttingu:

"Hrafn Grét­ars­son varðstjóri er rang­nefnd­ur Rafn í texta í innslag­inu. Hrafn er beðinn inni­lega af­sök­un­ar á þess­um mis­tök­um."

innilegrar afsökunar. Mikið eru blaðamenn orðnir siðprúðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 19:17

2 identicon

Edit: innilega afsökunar

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 19:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingur um allt land,
alveg jafnt hann dreifist,
á Hellu fer og Hellissand,
honum það allt leyfist.

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:33

4 identicon

100 ára "jubileum" svissneska þjóðgarðsins í Graubünden. 

"Genügend Naturschutz und nicht zu viel Tourismus".

Þetta ættu menn að lesa, því miður á þýsku. 

http://www.nzz.ch/schweiz/bundesraetin-leuthard-als-ehrengast-an-der-100-jahr-feier-des-nationalparks-1.18355106

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 19:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 234. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar


Hver erlendur ferðamaður dvelst hér á Íslandi í eina viku að meðaltali, þannig að hér voru árið 2012 að meðaltali um 12.500 erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust hér innanlands á ári hverju 2009-2012 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum á árunum 2009-2012.

Negri í Þistilfirði

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013
kl. 21:12

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi (samtals 86%) og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

  • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi (samtals 88,5%) og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

  • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 19:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 20:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 20:08

11 identicon

Negri í Þistilfirði.

Sigmundur Davíð í Hrafnabjörgum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 20:21

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2014 (í fyrradag):

"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu.

Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."

"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:

Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.

Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.

En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma.""

Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur

Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband