Óhjákvæmilegur fylgifiskur mannkynsins.

Svonefndar drepsóttir hafa verið förunautar eða fylgifiskar mannkynsins frá upphafi. Um miðja síðustu öld greip mikil bjartsýni um sig varðandi það að fyrir atbeina læknavísindanna myndi mannkynið geta losað sig að mestu við þetta böl. 

Súlfalyf og penesillín gerðu kraftaverk og þegar bólusetningar bættust við virtust berklar, mænusótt, mislingar, syfilis og margir fleiri sjúkdómar vera úr sögunni.

En undir lok aldainnar byrjaði þessi tálsýn að molna og þeir sem höfðu verið ungir og áhyggjulitlir á sjötta og sjöunda áratugnum, gátu tekið undir lýsingu Sæma rokks á þessum dýrðartímum, þegar hann var spurður, hvers vegna allt hefði verið svona frjálst, fjörugt og dýrlega á bestu árum hans:

"Þetta var eftir syfilis og fyrir AIDS", svaraði Sæmi.

Nú stendur yfir mikið kapphlaup ónæmra sýkla við ný sýklalyf, sem stefna í það að þurfa að vera svo öflug til að ráða við skæðustu veirurnar og sýklana, að þau sjálf hálfdrepa sjúklingana.

Sjálfur lenti ég í slíku fyrir sex árum.

Öll náttúra jarðar er undirorpin því lögmáli að hver lífvera lifir á öðrum lífverum, ýmist smáum eða stórum.

Svonefnd sníkjudýr eða hýslar lifa á stærri lífverum en þau sjálf, en þau skæðustu ganga oft svo hart fram að hýsillinn sjálfur drepst og þar með sníkjudýrið.

Og hugsanlega er maðurinn sjálfur að verða afkastamesta sníkjudýr jarðarinnar með því að ógna lífiinu á jörðinni með svo mikilli aðgangshörku, að hætta er á að hýsillinn, sjálft lífríki jarðar, líði undir lok eða stórskaðist.

Allt fellur þetta undir lögmál samkeppninnar í náttúrunnni, sem oft er háð upp á líf og dauða.

Í hugann kemur staka eftir Bjarna Ásgeirsson, sem hann orti á skömmtunarárunum eftir stríðið, þegar matvara á uppsprengdu verði var seld svörtum markaði á skömmtuðum vörum:

"Þar sem einn á öðrum lifir

efnihyggja verður rík.

Þess vegna kemst enginn yfir

ódýrt læri´í Reykjavík." 


mbl.is Krefst þess að konan fái lyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brímarinn í bloggið sest

þar brúkar kjaft sá drýsillinn

öllu verri en umgangspest

Ómar Þ. er hýsillinn

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 00:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ennþá skælir Framsókn úr augun út af því að undirritaður hefur birt hér athugasemdir frá því að Ómar Ragnarsson byrjaði að blogga fyrir sjö árum.

Og allan tímann hefur hún verið með allt niður um sig í öllum málum.

Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 02:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 02:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014 (í gær):

Samfylking 18%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 8%.

Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 05:03

8 identicon

Ég þekki þetta líka Ómar, en mágur konu minnar kom heim til Austurríkis, ásamt þriggja ára syni sínum.  Ælandi blóði, vegna mengunar í vatninu.  Þar í landi, er svo mikið um fúsk að mjólkurduftið handa börnunum er bara hveitiduft og annar óþverri.  Þessu brekst Kínverska ríkisstjórnin við, með því að banna innflutning á mjólkurdufti.  Vatnið í Kína, allavega í stærstu borgunum, var ómengað.  En nú kaupir þú vatn á flöskum, og hefur enga tryggingu fyrir því að þetta sé ekki mengað vatn úr krananum.  Í raun, er mikið um mengað vatn selt á flöskum í Kína.  Maturinn er hitaður, en ekki soðinn úr vatninu.  Og þessu brekst Kínverska stjórnin við, með því að loka á erlenda starfsemi.  Ástæðan er sú, að ef þú ert ekki með orma í maganum, þá verðuru veikur ... en ef allir Kínverjar venjast mengaða vatninu, þá verða þeir ekkert veikir af því.  Enda er algengt að sjá orm mengun í augum fólks, í Kína.

Steini Briem, 2008 eiga Íslendingar að kenna sjálfum sér um.  Á Íslandi gengu menn, með þjóðarleikinn ... græða á verðbréfum.  En í staðinn fyrir það, að kenna sjálfum sér um ... þá gerðu Íslendingar það sama og Nazistar í Þýskalandi.  Þeir kröfðust þess að bankamennirnir yrðu hengdir fyrir verknaðinn.

Og þegar Íslendingum var gert kleift, að standast undir ábyrgð ... þá gáfu Íslendingar skít í gamalmenni, sem höfðu sett fé sitt í Ísland.  Firndust ábyrgð, og sögðu að þeir gætu þetta allt sjálfir.  Leituð hjálpar hjá Rússum, og Kínverjum ... og þegar maður er svo illa vitskorinn, að maður leitar aðstoðar Rússa í fjármálum, og tekur aðstoð Kínverja í því sama.  Þá á maður ekki að sitja og klaga yfir því, að almenningur þurfi að líða fyrir.  Því Ísland ákvað sjálft, að gangast á hendur stórveldunum þar sem slíkt, er einmitt afleiðingin.

Er ekki davíð ennþá laus mála ... kumpáninn sem kom þessu öllu af stað, með því að neita að borga.  Það er enginn maður með viti, sem fer upp í sjónvarpi og segir slíkt upp í opið geðið á fólki, bara til þess að fá klapp á bakið frá nokkrum sveita lúðum, sem gera lítið annað en að klóra sér í afturendanum.  Og hafa engann skilning á afleiðingunum fyrir þjóðina.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband