Hvaða rugl er þetta nú?

Ég á þrjá örlitla fornbíla með stýrið hægra megin. Ég ek jöfnum höndum bílum með stýrin vinstra megin og hægra megin án nokkurra vandræða. 

Ef Íslendingar fara með Norrænu til Bretlandseyja er þeim að sjálfsögðu heimilt að aka þeim í vinstri umferð þar í landi með stýrið "öfugu" megin.

2005-2007 þegar enginn vildi eiga svona "ræfla" flutti ég ég þessa "öfugu" örbíla inn fyrir skít og ekki neitt, enda komust tveir saman í einn gám. 

Tilvist þeirra í íslenskri umferð hefur ekki verið hið minnsta vandamál.  

Í umferðinni hér á landi eru hundruð bíla með stýrið hægra megin, sem erlendir ferðamenn koma á hingað frá Bretlandseyjum. 

Meðan hér var vinstri umferð var meira en 90% íslenska bílaflotans með stýrið "öfugu megin" miðað við ríkjandi ástand.

Og hvað með það? Var það eitthvert stórvandamál þá?  Datt einhverjum í hug að banna þá alla eða banna innflutning á bílum með stýrið vinstra megin?   

Hvað á þetta bull að þýða að banna suma bíla hér sem eru með stýrið "öfugu megin" en ekki aðra?

Eða stendur kannski til að banna þá alla, snúa þeim erlendu ferðamönnum við á Seyðisfirði, sem koma með bíla með stýrið hægra megin og senda þá öfuga til heimalandsins ?  

 


mbl.is Neitað um skráningu með hægra stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Ráðuneytið segir að aðeis sé heimilt að flytja þessa bíla inn sem búslóð, þú hefur þá tekið blómapott og rúm með ...?

Bergur Þorri Benjamínsson, 16.9.2014 kl. 10:15

2 identicon

Það er nú hálf óljóst af fréttinni hvort var verið að neita vikomandi um skráningu á bílnum venga staðsetningar stýrisins eða að hann hefði ekki átt bílinn nógu lengi fyrir innflutninginn.  Báðar relgurnar að vísu skrítnar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 10:15

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tvenn rök sem eru út í hött.

1. Stýrið öfugu megin. Ómar tekur það mál fyrir að ofan og óþarfi að bæta þar nokkru við.

2. Maðurinn þurfti að eiga bílinn í ár fyrir flutning. Hvaða bull er það? Ég bý í Hollandi en er að hugsa um að flytja heim næsta sumar. Verð ég þá að halda bílnum sem ég keypti fyrir tveimur árum því bíll sem ég keypti nú væri of nýr? Ef ég hef búið erlendis í einhver ár og kem heim með einn bíl, hvaða máli skiptir hvenær ég keypti hann?

Fyrir utan auðvitað að maðurinn fékk upplýsingar um að þetta væri í lagi en svo er því snúið við þegar maðurinn og bílinn eru komin til landsins. Þessi stjórnvöld eru svo mikið fúsk og rugl að maður skammast sín daglega fyrir.

Villi Asgeirsson, 16.9.2014 kl. 10:36

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Virðist vera meinloka studd með þrákelkni embættismanna, eða hvaða lagagrein styðst þetta rugl við?

Ef það styðst við einhverja lagagrein, tjah, þá er verkefni fyrir alþingismenn (ef einhverjir  eru eftir með skynsemi í kollinum) að breyta þeim lögum.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 16.9.2014 kl. 10:36

5 identicon

Þarna vantreysti ég blaðamanni!

Guðjón (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 11:00

6 Smámynd: Einar Steinsson

Það er til hellingur af bílum með stýrirð "öfugu" meginn á Íslandi og hefur aldrei verið neitt vandamál og þar á ofan er fullt af svona bílum sem ferðamenn koma með á hverju sumri. Þetta eru einfaldlega óþarfar rugl reglur.

Það eina sem hugsamlega þarf að gera við svona bíl er að skipta um aðalljósin í honum vegna þess að lágigeislinn vísar í vitlausa átt.

Einar Steinsson, 16.9.2014 kl. 11:28

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eins víst, að þetta sé enn ein ESB- vitleysan.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.9.2014 kl. 12:52

8 Smámynd: Einar Steinsson

Vilhjálmur, mér vitanlega er ekki bannað að skrá Breska bíla með hægrihandarstýri á meginlandi Evrópu þannig að ég stórefa að reglan sé kominn frá ESB.

Það getur þó verið mismunandi milli landa þar sem reglur um gerð og búnað ökutækja er mjög mismunandi í Evrópulöndunum, sameiginlegar reglur á því sviði virðast nánast engöngu vera bundnar við öryggisbúnað.

Einar Steinsson, 16.9.2014 kl. 14:03

9 identicon

Spurning Ómar hvort þú hafir sloppið þar sem þú ert þú? En rugl já.

Hannes Þjórisson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 15:20

10 identicon

Það getur verið ókostur að hafa stýrið öfugu megin eins og ég varð vitni að er ég lenti á eftir einum svona með stýrið öfugu megin á mjóum hlykkjóttum vegi á leiðinni upp í iðnaðarhverfi við Pombal í Portúgal. Á undan þessum öfuga var stór trukkur fullur af timbri sem var á leið í pappírsverksmiðjuna við Figueira da Foz. Þetta var í brekku og timburbíllinn frekar vélavana og það byrjaði að myndast röð fyrir aftan hann. Þessi öfugi gerðist frekar óþolinmóður og vildi framúr timbur bílnum, ég var fyrir aftan þennan öfuga og þar sem ég var með stýrið réttu megin sá ég að það var ekki möguleiki að fara framúr vegna bíls sem kom á móti en það var vita vonlaust fyrir þennan öfuga að sjá það þar sem stýrið var vitlausu megin. En alltl í einu tók hann áhættuna og vatt sér á hina akreinina og  þá var bíllin sem kom á móti það nálægt að til að forða árekstri hélt þessi öfugi bara beint áfram og útaf hinum megin þar sem hann stoppaði á milli hárra trjáa.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 18:13

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að flutningabílar frá Bretlandi aka um alla Evrópu, það sem menn hafa gert í því er einfaldlega að merkja bílana þannig aftan á að þessir bílar séu með stýrið öfugu meginn. Svo menn geti varað sig á því að bílstjórinn er ekki umferðarmeginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2014 kl. 19:40

12 identicon

Ég á örugglega metið í að flytja inn þessa Nissan Skyline til Íslands.

Er þó ekkert tengdur þessum sem rætt er um í fréttinni.

Aldrei var minnst á þetta við mig með stýrið.

Lenti þó í því að vandamálið lægi í VIN númerinu þar sem það er bara 11stafa tala en ekki 17stafa einsog gengur og gerist í evrópubílum, en það var bara með fyrsta bílinn. Því var kippt í lag og þurfti ég svo bara að breyta geislanum í framljósunum áður en ég fór með bílana í skráningarskoðun.

Og ekki er ég frægur né þekktur einsog Ómar.

Þetta er bara spurning um, viltu hafa vandamál eða viltu ekki hafa vandamál?

Sumir virðast vilja hafa vandamál.

Vandamál eru til þess að laga, og ég get ekki séð að það sé vandamál að hafa stýrið hægra megin.

Þannig að vandamálið liggur einhversstaðar annarsstaðar að mínu mati.

Teitur Yngvi Hafþórsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 10:00

13 identicon

Eru þessir bílar ekki sérsmíðaðir handa hægrimönnum,þá geta þeir verið öfugumeginn á vegunum

XXX (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 19:28

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er alveg kristaltært að staðsetning stýrisins hefur ekkert með ESB reglur að gera. Hér í Hollandi eru breskir bílar í umferðinni. Oft gamlir MG og Triumph, en líka nýlegri bílar sem fólk hefur tekið með sér þegar það fluttist milli landa. Engar athugasemdir eru gerðar. Þá má keyra og endurselja eins og fólki sýnist. Þetta með stýrið er því annað hvort misskilningur eða furðuleg túlkun tollstjóra og stjórnvalda á Íslandi.

En þetta með að hafa átt bílinn í ár fyrir flutning? Stenst það lög? Mér finnst það hæpið og neita að trúa því nema einhver geti bent á viðeigandi lög.

Villi Asgeirsson, 18.9.2014 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband