Hundruð milljarða "hurfu" hér.

Það þykir talsverð frétt og sú mest lesna á mbl.is í augnablikinu aö forstjóri erlends fyrirtækis sé horfinn með 13 milljarða króna, alla peningana, sem voru á lausu í fyrirtækinu.

Þetta þótti nú ekki mikið hér á landi fyrir sex árum. Í heimildamynd Helga Felixsonar um Hrunið er einn "útrásarvíkingurinn"spurður hvað hafi orðið um hundruð milljarða króna fjárhæðir, sem hefðu verið dásamaðar og gulltryggðar eignir og staðið undir miklum framkvæmdum og fjárfestingum og hann svarar bltátt áfram: "Þær bara hurfu". 

Já, þær bara hurfu, gufuðu upp, urðu að engu enda lýsti Hannes Smárason því mjög vel í tímaritsviðtali hvernig tugir milljarða "yrðu til" í hvert sinn við notkun viðurkenndra bókhaldsaðferða þegar fyrirtæki voru keypt og seld eða runnu saman og búin var til viðskiptavild upp á stjarnfræðilegar upphæðir og hvert sinn.

Hann sagði að Mesti gróði hans fælist í því að kaupa sem allra skuldsettust fyrirtæki, slá lán til að borga skuldirnar og braska síðan með þessi fyrirtæki á alla kanta í kennitölufallki, allt saman löglegt, svo að tuga og hundruða milljarða króna gróða skapaðist. Gróðinn væri líka algerlega skattfrjáls ef hann léti þetta ganga nógu hratt.  

Og í lok viðtalsins lýsti hann meginatriðum fjármálatöfra hans og annarra slíkra snillinga  með þessari dásamlegu setningu: "Það myndi engum detta í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki, sem veit engan veginn hvað það er að fara út í."

Lítð sem ekkert hefur breyst í því alþjóðlega fjármálaumhverfi sem skóp Hrunið og íslenskir ráðamenn þess tíma stukku á og spóluðu hér upp í einkavinavæðingu ríkiseigna og tilbúnnni þenslu og hágengi krónunnar með afleiddu neyslusukki og fjórföldun skulda heimila og fyrirtæka.

Allt var þetta fyllilega löglegt hjá fjármálasnillingunum nema þegar fjölmiðlamaður einn glæptist til þess að segja að peningar eins snillinganna hefðu "gufað upp" eða horfið.  Þá var höfðað mál til að dæma fjölmiðlamanninn.  


mbl.is „Forstjórinn er horfinn og peningarnir líka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008], tvöfalt meiri en spænskra heimila, en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 11:07

3 identicon

Svokallað hrun, svokölluð sannleiksskýrsla, svokallað stjórnlagaráð, svokallað lekamál, svokallað lýðveldi Íslands.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 13:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svokallaður Haukur Kristinsson .

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2014 kl. 14:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 14:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 14:58

7 identicon

Háir vextir til lengri tíma valda uppspólun á hagnaðarvonum banka. Enginn uppvöxtur gengur til lengdar sem "constant", og uppspólun vaxta í hagkerfi upp á slíkar tölur sem hér uppkomust gerði ekkert annað en að herða á skepnunni.
Mæli með að menn fletti upp "the greatest video you'll ever see" á youtube.
Þetta er bara stærðfræði......

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 17:43

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, hvað hurfu margir milljarðar í viðskiptum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og hvað hefðu ,,horfið margir milljarðar!" ef Svavarsamningurinn hefði náð í gegn? Ekki trúi ég því að þú styðjir þá þjóðníðinga sem ætluðu sér þá árás á íslenskt þjóðfélag Ómar?

Sigurður Þorsteinsson, 17.9.2014 kl. 19:55

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 20:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 20:26

11 identicon

Eru menn búnir að gleyma því, að aðal-útflutnigsafurð Íslendinga var um skamma stund VEXTIR

 Eru menn búnir að gleyma því að á tímabili var aðal-útflutningsafurð Íslendinga VEXTIR. Sem sagt, tilskúbbað fjármagn áframselt og gegnumselt í gegn um kerfið sem vaxtakrafa á aldna, unga og ófædda Íslendinga.
Á meðan á því stóð héldu Eyjamenn áfram að fiska, en einhver var hávaði um stundir af þyrlutraffík, hvar gamall gróði var við stjórnvöl.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 20:53

12 identicon

Dýrasti Icesave samningurinn var lagður upp á vegum ríkistjórnar Geirs Haarde og sem Bjami Ben mælti fyrir á Alþingi fyrir árslok 2008 (um 13,4% af vergri landsframleiðslu).

Kostnaður fyrri Svavars-samningsins var rétt rúmlega helmingur af Haarde-Mathiesen samningnum, en Baldur Guðlaugsson var formaður þeirrar samninganefndar. Icesave IIB (seinni samningur Svavars-nefndarinnar) kostaði minna en helmingur af tapi Seðlabanka Davíðs, vegna ástabréfa-lánanna.

Bucheit-samningurinn hefði einungis kostað ríkissjóð 2,8% af vergri landsframleiðslu eins árs. Hann var gerður af bestu mönnum með samráðum við stjórnarandstöðu og bauð upp á siðlega lausn.

Minna má á að tveir Icesave-protagonistar nefndir hér fyrir ofan eru í dag dæmdir afbrotamenn.

Ef ég væri sjalldúddi mundi ég hafa vit á því að minnast ekki á Icesave málið, þetta snilldarverk í þjófnaði, blekkingum og populisma.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 21:00

13 identicon

Snerist ekki höfuðatriðið um það hvort að það megi klína skuldum einkafyrirtækis sem klúðrar á erlendri grund á pöpul viðkomandi ríkis?
Ég hef heyrt í bæði Hollenskum og Breskum bankamönnum eftir að samningarnir voru felldir, og þeir voru dauðfegnir að svo fór. Annars hefði skapast fordæmi sem væri erfitt fyrir ÞÁ!
Minni svo á umfjöllun Max Keisers um þetta, - og hann er sko varla neinn "sjalladúddi"...

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 07:48

14 identicon

Mér finnst að löggjöfinni hér sé það mikið ábótavant að óheiðarlegir snillingar geti leikið sér að vild með hana,við að afla sér óheiðarlegra fjármuna, með því að nýta sér öll þau göt og smugur, sem í henni eru. Og einmitt þar, sem Refsilöggjöfin nær ekki til þeirra vegna vafaatriðanna og skorts á skýrleika laganna.

Það versta sem gæti skeð fyrir þessa aðila, væri full aðlögun að Evrópsku löggjöfinni.

pétur f ottesen (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband